Færsluflokkur: Dægurmál

Heilabrot

Sonur minn spurði mig:
 
Hvað mundi gerast ef Gosi segði
 
Nú stækkar nefið mitt!
 
gosi_me_ranann_353265.gif
 
Smá heilabrot í jólaösinni Grin

Maðurinn með hattinn

Seinnipartinn í gær átti ég leið um Grensásveginn ásamt syni mínum.  Stopp á ljósum sá ég álengdar álútinn mann með hatt standandi upp við staur.  Ég benti syni mínum á manninn og sagði:

Maðurinn með hattinn,

stendur upp við staur,

þarf að borga skattinn

en hann á engan aur.

Stráksa fannst þetta fyndið og sagði:  Varstu að semja þetta mamma?

Nei, þetta er gömul íslensk vísa sagði ég Grin


Eru íslenskir athafnamenn grínistar?

Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.

Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?

Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið.. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"

(Kristnihald undir Jökli, bls. 301)


Að nefna barn eftir bíl

Þetta var ansi sniðugt hjá bresku hjónunum að nefna dóttur sína eftir bílnum sem hún fæddist í.  Kia er ekki svo slæmt nafn.  Og fá svo nýjan bíl frá bílaframleiðandanum svona óvænt.  Þetta er góð hugmynd fyrir ófrískar konur í kreppunni ef þær vantar bíl að reyna að fæða barnið í aftursætinu á flottum bíl og ekki svo slæmt ef það væri strákur sem fæddist í Lexus.

Í mínum bíl væri hægt að nefna bæða strák og stelpu sem fæddust í honum, þ.e. Nissan og Míkra Grin


mbl.is Nefndu barnið eftir bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar með D-vítamín skort?

Getur hugsanlega verið að okkur hér á Íslandi skorti svo mjög D-vítamín?  Getur það að einhverju leiti útskýrt það hversu illa við veikjumst af svínaflensunni?

Það eru margir læknar erlendis sem segja að D-vítamín og nægilegt magn af því í líkamanum verji okkur gegn flensum m.a.  Þeir segja að hér á vesturlöndum skorti marga D-vítamín vegna þess að við borðum of lítið af fiski og vegna þess að við notum allt of mikið af sólarvörn.

Hér höfum við litla sól og hér hefur fólk minnkað mikið fiskneyslu.  Persónulega tek ég D-vítamín og þrefaldan ráðlagðan dagskammt sem kemur fram á upplýsingum á vítamínglasinu.  D-vítamín veldur ekki eituráhrifum eins og áður hefur verið haldið fram, nema í einhverjum risa skömmtum.

Þannig að nú ættu sem flestir að trítla í næsta apótek eða heilsubúð og kaupa sér D3 vítamín.

Hér er linkur þar sem nokkrir læknar fjalla um D-vítamín gegn flensu m.a.

 

http://thorsteinnscheving.blog.is/blog/thorseinnscheving/entry/963654/

 


mbl.is 20% flensusjúklinga á gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýfædd börn

Það vita það allir foreldrar hversu mikill munur er á nýfæddum börnum þegar litið er á þyngd þeirra og lengd.  Þessi "litli" hlunkur frá Indónesíu hlýtur að vera ótrúlegur að sjá.  Við vitum að það er talsverður mundur á nýfæddum börnum þegar þau eru 12 merkur eða 16 merkur að þyngd, hvað þá 35 merkur.  Mér fannst nóg að burðast með mína syni, 14 og 15 merkur. 

lanfredij-0011-001_hres.jpg

 

Þegar yngri sonur minn fæddist, 15 merkur og 50 cm, stuttur og digur InLove með kolsvartan hárlubba, þá var konan í næsta rúmi með son sem var 18 merkur og 56 cm og það var hreint ótrúlega mikill munur á þessum tveim, þótt það munaði ekki nema 750 gr. á þyngdinni og 6 cm á lengdinni. Eldri sonur minn var 14 og hálf mörk og 52 cm og þótti frekar grannur.  Stuttu áður en ég eignaðist hann fæddi frænka mín son sem var 20 merkur og 59 cm!   Hann var ótrúlega stór og mikill miðað við önnur nýfædd börn.

En ég væri til í að halda á krúttinu frá Indónesíu Heart Gaman að velta þessu fyrir sér.

 


mbl.is Risabarn vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæti fyrir of feita og of mjóa

Fyrst það er farið að framleiða extra stór sæti fyrir offitusjúklinga og þau auglýst sérstaklega fyrir þá, þá finnst mér ekki annað en sanngjarnt að það verði líka framleidd extra mjó sæti fyrir horrenglur og þau auglýst fyrir anorexíusjúklinga.
mbl.is Blá sæti fyrir feita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðigangan

Nú er dagur Gleðigöngunnar
 
Gay Pride!
 
Allir að mæta með gleði í hjarta, fallegar hugsanir
og gleðjast yfir fjölbreytileika mannflórunnar.
 
HeartHeartHeart

Eðlisfræðikeppni í Mexíkó

Nú er yngri sonur minn Elías Rafn staddur í Mexíkó að taka þátt í Olympíuleikum í Eðlisfræði fyrir hönd Íslands, ásamt þremur öðrum strákum.  Með þeim í för eru tveir kennarar héðan.

Datt til hugar að koma þessu að hérna, þar sem lítið er skrifað um annað en um Ice save og kreppuna.  Það er ýmislegt sem við getum glaðst yfir líka.  Ég er mjög stolt af syni mínum, en hann sigraði keppnina hérna heima. Hann er nýlega orðin stúdent frá MR af Eðlisfræðibraut.  

Það er alltof lítið fjallað um það í fjölmiðlum hvað krakkarnir okkar eru að gera og hvað þau standa sig vel oft og tíðum.  Íþróttirnar fá þó alltaf sitt pláss en það er lítið fjallað um námsárangur ungmenna og mjög lítið um þessar keppnir sem krakkar héðan fara í.  Þær eru þó þrjár talsins.  Eðlisfræði-, stærðfræði- og efnafræðikeppnir.

Í eðlisfræðikeppninni taka þátt ca. 60 lönd og það eru 3-6 keppendur frá hverju landi.  Keppnin er mjög strembin og stendur í nokkra daga.  Á morgun er fyrsti keppnisdagur og síðan er líka keppt á miðvikudaginn.  Keppnin er bæði verkleg og fræðileg og er í raun einstaklingskeppni þótt nokkrir taki þátt frá hverju landi fyrir sig.

Strákarnir sem fór héðan, þurftu að vera í strangri þjálfun fyrir keppnina og var þjálfunin á vegum Háskóla Íslands.  Sonur minn fékk styrk frá Reykjavíkurborg í 2 mánuði, þ.e. laun, en hinir strákarnir sem eru ekki úr Reykjavík, fengu litla sem enga styrki frá sínu sveitafélagi.  Það virðist vera algjör mismunun þarna á ferðinni og þetta ætti nú einhver blaðamaður að taka að sér að kanna.  Það er algjörlega út í hött að krakkar sem taka þátt í svona keppni, þótt hún sé kostuð fyrir þá, þ.e. flug og gisting, að þau hafi engin laun á meðan.  Það er engin smá vinna sem þau leggja á sig.

En við skulum allavega senda strákunum okkar í Merida í Mexíkó stuðningskveðjur.

Hér má kynna sér keppnina:

http://ipho2009.smf.mx

gbdkdmmi.jpg

Sonur minn er lengst til hægri á myndinni

Mynd tekin að láni frá Morgunblaðinu sem fjallaði smávegins um keppnina


Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar kæru bloggvinir og takk fyrir veturinn. 

showletter_2.jpg


Megi þið eiga gott og hlýtt sumar

og megi bjartsýni og sköpunarkraftur verða ríkjandi hér á landi.

............

Ég kvaddi veturinn með flensu og núna í dag á sumardaginn fyrsta fór ég loksins að hressast.

barn nagar ta

 

Og muna svo að kjósa rétt!!  W00tFootinMouth

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband