Íslendingar með D-vítamín skort?

Getur hugsanlega verið að okkur hér á Íslandi skorti svo mjög D-vítamín?  Getur það að einhverju leiti útskýrt það hversu illa við veikjumst af svínaflensunni?

Það eru margir læknar erlendis sem segja að D-vítamín og nægilegt magn af því í líkamanum verji okkur gegn flensum m.a.  Þeir segja að hér á vesturlöndum skorti marga D-vítamín vegna þess að við borðum of lítið af fiski og vegna þess að við notum allt of mikið af sólarvörn.

Hér höfum við litla sól og hér hefur fólk minnkað mikið fiskneyslu.  Persónulega tek ég D-vítamín og þrefaldan ráðlagðan dagskammt sem kemur fram á upplýsingum á vítamínglasinu.  D-vítamín veldur ekki eituráhrifum eins og áður hefur verið haldið fram, nema í einhverjum risa skömmtum.

Þannig að nú ættu sem flestir að trítla í næsta apótek eða heilsubúð og kaupa sér D3 vítamín.

Hér er linkur þar sem nokkrir læknar fjalla um D-vítamín gegn flensu m.a.

 

http://thorsteinnscheving.blog.is/blog/thorseinnscheving/entry/963654/

 


mbl.is 20% flensusjúklinga á gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Fór í heilsuhúsið í dag og spurði hvað væri best gegn flensu, þær mæltu með sólhatti og "black elderberry" hvað sem það nú er. En D vítamínið skaðar alveg örugglega ekki.

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.10.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Björn Þór Sigurbjörnsson

Síðast er ég vissi þá hefur sólarvörn ekki áhrif á upptöku D vítamíns líkamans, hvar kemur annað fram? :)

Björn Þór Sigurbjörnsson, 23.10.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. svo er ég viss um að mikil vatnsdrykkja hjálpi.

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.10.2009 kl. 23:50

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

sólhattur = echinacea

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.10.2009 kl. 23:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Athyglivert Margrét mín.  Ég er að hugsa um að bæta D-vítamíni við lýsisgjöfina og gospilludjúsinn.  Ætla nefnilega ekki að fara í sprautur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2009 kl. 10:46

6 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

ég ætlaði ekki að láta sprauta mig,en það er búið að sprauta mig samt sem áður,fegin núna

Guðný Einarsdóttir, 1.11.2009 kl. 22:48

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hef lesið um D vítamínið, ég tek það og borða jafnframt fisk tvisvar til þrisvar í viku, sólhatturinn er fínn, en pabbi gamli sagði alltaf að ef maður dældi í síg C vítamíni fengi maður aldrei pest. Vatnið hjálpar.
Ekki ætla ég að láta sprauta mig.

Kveðja

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.11.2009 kl. 15:57

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Margrét

Það er von  að þú spyrjir.  Skortur á D-vítamíni veldur ekki inflúensu og meðferð með því læknar ekki inflúensu.  Það vill þannig að til að D-vítamín er í minna mæli í fólki á veturna, þ.e. á sama tíma og flensan geisar á norðuhveli jarðar.  Þetta er fylgni í tíma en hefur ekkert orsakasamhengi.  Þessu rugla þeir menn saman sem halda þessu fram sem þú nefnir. 

Það er vel rannsakað að Íslendingar sem ekki taka lýsi (eða D-vítamín með öðru móti) eru með of lágt D-vítamín í blóði yfir veturinn.  Þetta orsakar bæði beinþynningu og vöðvaslen yfir lengri tíma.  Við eigum því að taka D-vítamín daglega allan veturinn og getum aðeins sleppt því ef við förum reglulega út í sólina yfir sumartímann.  Það er nóg að taka 1-2 teskeiðar af lýsi á dag. 

Bestu kveðjur - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 9.11.2009 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband