HRYÐJUVERK

Skrifa þetta vegna hryðjuverkanna í London.

Var að hlusta á viðtal við tvo sérfræðinga um hryðjuverkamál á Sky news. Þeir eru báðir múslimar. Þeir mæla með ströngu eftirliti og að það verði stöðvuð öll öfgavæðing islamista þar sem hún nær að skjóta rótum. M.a. í fangelsum, í moskum og að gætt verði að því hverjir séu að fjármagna byggingu moska. Það verði reynt að stöðva í fæðingu alla leiðtoga (imam) í söfnuðum múslima sem vilja öfgavæða. Þeir töluðu líka um að það þurfi að taka breyttar ákvarðanir í vopnaviðskiptum, bæði pólitískar og viðskiptalegar.

Það hefur líka komið fram í umræðum að þeir sem láta öfgavæðast séu oft viðkvæmir einstaklingar og jafnvel þeir sem hafa lent í fangelsum, svo ekki sé talað um heilaþvottinn sem er stundaður víða. Það hefur líka komið fram í umræðum að það verði að gera meiri kröfur til þeirra innflytjenda sem koma til Vesturlanda um aðlögun. Það sé farsælast fyrir innflytjendur sjálfa og íbúa Vesturlanda. Þessu er stór hluti innflytjenda sammála, en það hefur allt of mikið verið að gerast á Vesturlöndum að öfgaislam hafi fengið að grassera og hafi verið hlíft við gagnrýni af ótta fólks við líflátshótanir og að verða kallað rasistar.

Það eru ansi margir sammála því að tjáningarfrelsið verður að fá að ríkja og því fylgi að það megi gagnrýna öll trúarbrögð og alla hugmyndafræði og að ekki eigi að hlífa islam meira en öðrum trúarbrögðum eða annarri hugmyndafræði.

Í Kanada hafa innflytjendur verið að mótmæla yfirgangi islamista þar í sumum skólum, þótt viðkomandi innflytjendur séu sjálfir múslimar, sem vilja að sjálfsögðu að skólar verði óháðir trú og trúarbrögðum.

Það eru mjög margir sem óttast yfirgang öfgaislam og vilja alls ekki að það nái fótfestu í Vesturlöndum, sem því miður hefur gerst sumstaðar. Síðan er það stór galli á allri umræðu, þegar fólk fer að koma með tölur um að fleiri deyji í bílslysum, af slysaskotum og fleiru þegar talað er um dauðsföll af völdum hryðjuverka. Það er ekki hægt að afsaka eitt með öðru. Hryðjuverk eru heldur ekki slys. Þeim fylgir ásetningur. Hryðjuverk eru gerð til þess að drepa, skapa ótta og spila á meðvirkni fólks, sem telur að það sé farsælla að vera ekki að skipta sér neitt af þessu og alls ekki halla of mikið á þá sem valda. Á meðan nær viðbjóðurinn að grassera og grassera.

Öfgaislam er á bak við flest hryðjuverk sem múslimar fremja og líka á bak við illa meðferð á fólki, konum og börnum og ótal svívirðileg mannréttindabrot sem við á Vesturlöndum höfum unnið ötullega að því að uppræta. Það þarf að herða eftirlit og setja skýrari reglur, en ekki gefa eftir. Það hjálpar fólki, og ekki hvað síst friðsömum múslimum sem vilja alls ekki að þessi öfl nái fótfestu meira en orðið hefur og að þeim verði útrýmt með öllum ráðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar múslimi ekur bíl inn í hóp fólks er það kallað hryðjuverk. Þegar kristinn mætir í skóla og skýtur nokkra krakka og kennara er það kallað glæpur. Á meðan við látum trú þess sem ódæðið fremur ráða hvernig við flokkum það verða allar fullyrðingar um að öfgaíslam sé á bak við flest hryðjuverk marklaust bull. Fyrst verðum við að nota sömu mælikvarða og sömu flokkun óháð trú.

Ill meðferð á konum og börnum og ótal svívirðileg mannréttindabrot hafa verið eitt af einkennum kristninnar. Kaþólska kirkjan beið fram á miðjan sjöunda áratug síðustu aldar með að fordæma þrælahald. Og það var ekki fyrr en á þessari öld sem hún hækkaði samræðisaldur í Vatíkaninu úr 12 ára. Kirkjan hefur gegnum tíðina barist gegn réttindum kvenna, jafnrétti og mannréttindum. Stutt dauðarefsingar og stundað pyntingar. Konur, eins og hver önnur húsdýr, máttu ekki erfa og gátu ekkert átt. Að eignast barn utan hjónabands dæmdi konu og barn til útskúfunar og búsetu í ræsinu. Þetta var stutt með biblíutilvitnunum og valdi kirkjunnar. Kristni var einnig notuð sem kúgunartæki kristinna nýlenduherra, kónga og keisara. Kirkjan gekk erinda ráðamanna gegn almúganum.

Mannskæðustu hryðjuverk í Bretlandi hafa verið framin af kristnum. Sama á við um Noreg, Spán, Frakkland og ýmis önnur Evrópulönd. Þjóðernishreinsanir í Evrópu gegn múslimum og gyðingum sem kostað hafa milljónir mannslífa hafa nær eingöngu verið framin af kristnum.

Þeir sem hæst gala um flísina í auga íslam virðast oft blindir fyrir bjálkanum í eigin auga.

Vagn (IP-tala skráð) 25.3.2017 kl. 02:32

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er að skrifa um öfgaislam og ég veit allt um glæpi tengda kristni í sögunni og þá baráttu sem hefur verið háð gegn þeim. 

En ég held að þú þurfir að lesa betur sögu múslima til að sjá hversu stríðsglaðir þeir hafa verið, án þess að ég sé að segja að kristnir og aðrir hafi ekki verið það líka.

Það eru mikil vandamál grasserandi vegna öfgaislam og það er allt í lagi að ræða það en byrja ekki á því að afsaka eitt með öðru til að afvegaleiða umræður.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.3.2017 kl. 02:57

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er góð grein Margrét. Vagn og Margrét það skiptir engu hvort það sé öfgamúslímar eða ekki sem gerir voðaverk þeim er öllum hrósað og hjálpað hvort sem þeir lifa eða deyja af bræðralaginu.

Vagn í dag er þetta viðurkennd dráps-aðferð hjá Múslímum og í dag eru þetta ekki öfgamúslímar heldur venjulegir borgarar og hvað eru múslímarnir margir. Segjum 0.0001 % hafð þessa morð hvöt hvað eigum við eftir að fá mörg svona atvik.??? 

Valdimar Samúelsson, 25.3.2017 kl. 06:36

4 Smámynd: Merry

Sæl Margrét

hefur þú lesið könnun sem var gert af Chatham House í Bretlandi. !0,000 menn í 10 löndum í Evrópu var að taka þátt.

Það er hægt að sjá þetta hér-- 

https://www.chathamhouse.org/expert/comment/what-do-europeans-think-about-muslim-immigration

Merry, 25.3.2017 kl. 12:04

5 identicon

Það eru engin vandamál grasserandi vegna öfgaíslam frekar en öfgakristni ef þú notar sama mælikvarða á múslima og aðra. Vandamálið býrð þú til með því að flokka glæpi múslima sem hryðjuverk öfgaíslam þó þar séu gerendur fyllibyttur, dópistar og smáglæpamenn sem litla eða enga trú hafa. Mat þitt á því hvað eru hryðjuverk er brenglað meðan þú flokkar aðeins óhæfuverk eins hóps sem grasserandi vandamál og hryðjuverk.

Vagn (IP-tala skráð) 25.3.2017 kl. 13:30

6 identicon

Sæll Vagn

Hvað um múslima helgu bók sem hvetur til að drepa þá sem hafa yfirgefið trú, (svo kallað Apostates) til dæmis. Hvað um morð kvenna með steinum ef gera ekki eins og þeim er sagt. 

Biblians Gamla Testament hefur verið breytt í The New Testament, til að breyta slæma hlutir. Hvenær kemur New Koran ?

Konur, samkynhneigðir og börn eru öll meðhöndluð mjög illa ef þú fylgir bókinni sem þú ættir.

Merry (IP-tala skráð) 25.3.2017 kl. 15:07

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þakka öllum innlitið og athugasemdirnar.

Merry, takk fyrir slóðina á könnunina.  Var búin að heyra um hana en ekki lesa :)

Það er fullt af fólki að vinna að því að nútímavæða þar sem þess þykir þörf og vinna að mannréttindum í múslimaríkjum og á meðan múslima á vesturlöndum.  Flest þetta fólk er múslimar sem skilja þörfina. Margir sem ferðast um heiminn og halda fyrirlestra sem dæmi. Hér eru nokkrir sem þið getið fundið á Youtube, eða bara gúgglað.

Maajid Nawaz

Raheel Raza 

Sarah Haider

Asra Nomani

Ayaan Hirsi Ali    og fleiri.

Það er þessi baráttufólki ekki nein þægð í því að vesturlönd horfi fram hjá vandamálum islam.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.3.2017 kl. 15:47

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hér er nýlegt viðtal við Ayaan Hirsi Ali sem kemur með athyglisverða punkta:

https://www.youtube.com/watch?v=PLl75oHh6Jc

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.3.2017 kl. 16:42

9 identicon

Margrét - takk fyrir þetta slóð. Ayaan Hirsi var rétt í því sem hún sagði. Pólitíska vinstri / demókratar list ekki á að tapa, greinilega.

Ertu búinn að hugsa um eitthvað ?- hvar eru allir múslim gengur í mótmæla gegn hryðjuverkamönnum ? Ég sjái engin muslim motmæli á móti þetta. Þýðir það að muslimar finnst þetta gott ?

Merry (IP-tala skráð) 26.3.2017 kl. 00:22

10 Smámynd: Merry

Ayaan Hirsi Ali , sem apostate (vill ekki vera muslim lengur) á að vera drepin samkvæmt islam.

Merry, 26.3.2017 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband