Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Kremið E45 sem fæst í Costco og innhald þess

Það eru miklar umræður í Costco hópnum á Facebook um ágæti andlitskrems sem er kallað E45 og talsvert margir hrifnir af. Fólk er þó að velta fyrir sér innihaldi kremsins og hvort það sé svo gott fyrir húðina í raun. Þar koma fram margar rangfærslur varðandi innihaldsefni kremsins. Persónulega myndi ég ekki nota það. Það er talsvert af paraben efnum í því sem dæmi. Þar sem ég þekki talsvert af efnum vegna rekstursins sem ég er í og hef gaman að því að grúska í svona, setti ég saman listann með innhaldslýsingunum og skilgreindi efnin lauslega.

White Soft Paraffin

er skylt Vaselini. Það er í upphafi unnið úr hráolíu, en í gegnum þann iðnað var Vaselin uppgötvað fyrir ca. 150 árum, þegar verkamenn í olíuiðnaði fundu það út að olíufitubrákin sem varð eftir í rörunum við uppdælingu var einstaklega græðandi og þeir báru þetta á hendurnar á sér til að græða sár og sprungur. Þetta efni er mjög gott fyrir húðina og er einstaklega græðandi. Sama er með Light Liquid Paraffin sem er skylt og er líka í kreminu.

Anhydrous Lanolin

er hreinsuð fita úr ull af kindum. Hún þykir mjög græðandi og mýkjandi, góða á sprungur í húð og slær á kláða. Hrindir frá sér vatni, ver gegn frosti. Í góðu lagi með hana en það eru þó einhverjir sem fá ofnæmi fyrir þessu efni eða þola það ekki.

Glycerol monostearate

eru lífrænar sameindir (GMS) notaðar til mýkingar. GMS er hvítt duft, flögukennt, lyktarlaust efni en sætt á bragðið og hefur þann eiginleika að viðhalda raka. Það er unnið úr fitusýrum.

Cetyl alcohol

er olíukennt eða feitt alkóhól sem er unnið úr plöntum. Það er fengið með því að nota Sodium hydroxide - vítissóda sem dæmi blandaðan við kókosfitu til að ná fram þessu alkóhóli. Þetta alkóhól er hins vegar ekkert líkt venjulegu alkóhóli, heldur hefur það þau áhrif að það heldur saman efnum þannig að þau aðskilji sig ekki, gerir þau stöðug og viðheldur þykkt eins og í kremum. Það er hreinsandi og verndandi og er m.a. oft notað í hárnæringu.

Sodium Cetostearyl Sulphate

Þetta er hreinandi efni sem er búið til úr "feitu" alkóhóli. fitusýrum og söltum og ekki hefur verið sýnt fram á að það sé skaðlegt.

Carbomer

Í lífrænni efnafræði er Carbomer þanin sameind sem verður til með efnafræðilegum tengingum til að auka möguleika stöðugra sameinda. Uppgötvað af Rémi Chauvin árið 1995. Carbomer hefur þykkjandi eiginleika og hindrar "blæðingu" eða smitun og leka í kremum sem dæmi.

Methyl Hydroxybenzoate - Paraben efni

Er sveppa- og bakteríudrepandi efni. Semsagt rotvarnarefni oft notað í snyrtivörur og matvæli einnig. Það eru skiptar skoðanir um ágæti þessa efnis fyrir húðina og mannslíkamann, þar sem það flokkast undir paraben efni sem eru í raun sýrur sem drepa sveppi, bakteríur og skordýr. Það er þó ekki talið skaðlegt í litlum skömmtun en það hafa verið skráð ofnæmisviðbrögð við því og næmleiki við sólarljósi, sem veldur hraðari öldrun húðarinnar og DNA skemmdum.

Propyl Hydroxybenzoate - Paraben efni

Er líka í flokki paraben efna. Það hefur mjög lík áhrif og í efninu hér fyrir ofan.

Sodium Hydroxide

Er Vítissódi stundum líka kallaður Lútur. Hann er langt því frá að vera meinlaus einn og sér. Hann er mjög basískur og er notaður til að herða olíur í sápum svo þær harðni. Við það efnaferli breytist hann í basísk steinefni. Þegar hann er settur í vörur eins og sápur og krem fer hann í gegnum efnaferli og er líklega notaður í krem til að gera þau þéttari og er um leið bakteríudrepandi. Sódinn er ekki hættulegur ef hann er rétt meðhöndlaður í þessar vörur. Svo er hann unnin úr salti, þar sem hann er verður til fyrir sérstök efnahvörf.

Það má geta þess að það er hægt að búa til krem fyrir húðina á miklu einfaldari hátt. Margir eru að búa til allskonar jurtakrem úr náttúrunni hér á landi. Þau krem hafa ekki eins langan endingartíma, enda laus við varasöm rotvarnarefni. Svo er spurningin hvort krem af þessu tagi þurfi að hafa langan endingartíma. Best að nota þau fersk og ný og kaupa svo aftur þegar á þarf að halda :)


Albert Einstein og dulúðin

Fallegasta og djúpstæðasta upplifunin er skynjun dulúðarinnar. Það er sáðmaðurinn í öllum sönnum vísindum. Fyrir þann sem þekkir ekki þessa tilfinningu, sem getur ekki lengur undrast og staðið frá sér numinn í lotningu, er svo gott sem dauður. Að vita að það sem er okkur óútskýranlegt skuli í raun vera til, sannar sig sjálft eins og hin æðsta speki og hin mest geislandi fegurð sem okkar daufa hugarstarfsemi getur aðeins skilið í sínu vanþróaða formi - þessi þekking, þessi tilfinning er miðja hinnar sönnu trúrækni. (Albert Einstein - The Merging of Spirit and Science)

The most beautiful and most profound experience is the sensation of the mystical. It is the sower of all true science. He to whom this emotion is a stranger, who can no longer wonder and stand rapt in awe, is as good as dead. To know that what is impenetrable to us really exists, manifesting itself as the highest wisdom and the most radiant beauty which our dull faculties can comprehend only in their primitive forms - this knowledge, this feeling is at the center of true religiousness. ( Albert Einstein - The Merging of Spirit and Science)  


Eðlisfræði veitir svör við spurningum um tilurð heimsins

Hér koma nokkrir punktar varðandi spurningar og staðhæfingar um eðlisfræði hjá bloggurum varðandi þessa frétt um Stephen Hawking:

Einhver hélt því fram að það þyrfti atóm til að mynda massa

Það þarf ekki atóm til að mynda massa. Flest allar öreindir hafa massa.  Í svartholum eru til dæmis engin atóm, heldur samfallið efni. Fyrstu atómin urðu til ca. 225 sek eftir Mikla - hvell.

Það þarf bara orku til að mynda þyngdarsvið, þótt atóm búi að sjálfsögðu yfir orku sem er t.d. fólgin í massa þeirra.

Fólk er líka að tala um "þyngdarafl" og hvað hafi skapað það

Þyngdarafl er ekki rétt að segja og á ekki við. Afl er orka á tímaeiningu og hefur lítið að gera með fyrirbærið sem við í daglega lífinu skynjum sem þyngdarkraft.  Þyngdarafl er vinnan sem er unnin af þyngdarkrafti á tíma.

Massi skapar þyngdarkraft og þyngdarkrafturinn fylgir alltaf massanum.  Svo massi Mikla-hvellsins gat skapað þyngdarkraftinn sem skapaði Mikla-hvell.  Massi sveigir tímarúmið, en þar sem við getum ekki skynjað sveigjuna þá skynjum við í staðinn þyngdarkraft.

Varðandi það að spyrja út í það óendanlega, eins og margir trúaðir gera en reyna síðan ekkert að skilja eðlisfræði alheimins, en efast þó ekki sjáfir um eigin trúarsetningar og slangur, þá er þetta vitað:

Í alheiminum eru til ákeðnir alheimsfastar sem ekki er hægt að búa til úr öðrum eðlisfræðilegumföstum, sem dæmi ljóshraði.  Úr þeim má búa til náttúrulegan lengdarskala alheimsins, sem er svo smár að við höfum enga leið til að skoða hann núna.  Þar gæti legið leyndarmálið á bak við allt.

Þetta kemur beint frá eðlisfræðisnillingnum syni mínum, sem er aðeins tvítugur Smile


mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð rannsókn

Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stíasði stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig hleudr oirðð sem hiled.


Íslendingar með D-vítamín skort?

Getur hugsanlega verið að okkur hér á Íslandi skorti svo mjög D-vítamín?  Getur það að einhverju leiti útskýrt það hversu illa við veikjumst af svínaflensunni?

Það eru margir læknar erlendis sem segja að D-vítamín og nægilegt magn af því í líkamanum verji okkur gegn flensum m.a.  Þeir segja að hér á vesturlöndum skorti marga D-vítamín vegna þess að við borðum of lítið af fiski og vegna þess að við notum allt of mikið af sólarvörn.

Hér höfum við litla sól og hér hefur fólk minnkað mikið fiskneyslu.  Persónulega tek ég D-vítamín og þrefaldan ráðlagðan dagskammt sem kemur fram á upplýsingum á vítamínglasinu.  D-vítamín veldur ekki eituráhrifum eins og áður hefur verið haldið fram, nema í einhverjum risa skömmtum.

Þannig að nú ættu sem flestir að trítla í næsta apótek eða heilsubúð og kaupa sér D3 vítamín.

Hér er linkur þar sem nokkrir læknar fjalla um D-vítamín gegn flensu m.a.

 

http://thorsteinnscheving.blog.is/blog/thorseinnscheving/entry/963654/

 


mbl.is 20% flensusjúklinga á gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlisfræðikeppni í Mexíkó

Nú er yngri sonur minn Elías Rafn staddur í Mexíkó að taka þátt í Olympíuleikum í Eðlisfræði fyrir hönd Íslands, ásamt þremur öðrum strákum.  Með þeim í för eru tveir kennarar héðan.

Datt til hugar að koma þessu að hérna, þar sem lítið er skrifað um annað en um Ice save og kreppuna.  Það er ýmislegt sem við getum glaðst yfir líka.  Ég er mjög stolt af syni mínum, en hann sigraði keppnina hérna heima. Hann er nýlega orðin stúdent frá MR af Eðlisfræðibraut.  

Það er alltof lítið fjallað um það í fjölmiðlum hvað krakkarnir okkar eru að gera og hvað þau standa sig vel oft og tíðum.  Íþróttirnar fá þó alltaf sitt pláss en það er lítið fjallað um námsárangur ungmenna og mjög lítið um þessar keppnir sem krakkar héðan fara í.  Þær eru þó þrjár talsins.  Eðlisfræði-, stærðfræði- og efnafræðikeppnir.

Í eðlisfræðikeppninni taka þátt ca. 60 lönd og það eru 3-6 keppendur frá hverju landi.  Keppnin er mjög strembin og stendur í nokkra daga.  Á morgun er fyrsti keppnisdagur og síðan er líka keppt á miðvikudaginn.  Keppnin er bæði verkleg og fræðileg og er í raun einstaklingskeppni þótt nokkrir taki þátt frá hverju landi fyrir sig.

Strákarnir sem fór héðan, þurftu að vera í strangri þjálfun fyrir keppnina og var þjálfunin á vegum Háskóla Íslands.  Sonur minn fékk styrk frá Reykjavíkurborg í 2 mánuði, þ.e. laun, en hinir strákarnir sem eru ekki úr Reykjavík, fengu litla sem enga styrki frá sínu sveitafélagi.  Það virðist vera algjör mismunun þarna á ferðinni og þetta ætti nú einhver blaðamaður að taka að sér að kanna.  Það er algjörlega út í hött að krakkar sem taka þátt í svona keppni, þótt hún sé kostuð fyrir þá, þ.e. flug og gisting, að þau hafi engin laun á meðan.  Það er engin smá vinna sem þau leggja á sig.

En við skulum allavega senda strákunum okkar í Merida í Mexíkó stuðningskveðjur.

Hér má kynna sér keppnina:

http://ipho2009.smf.mx

gbdkdmmi.jpg

Sonur minn er lengst til hægri á myndinni

Mynd tekin að láni frá Morgunblaðinu sem fjallaði smávegins um keppnina


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband