"Túristarnir" sem streyma til Evrópu

GÓÐIR HLUTIR AÐ GERAST VÍÐA Í HEIMINUM.

Ef maður horfir á fréttastöð nr 79 í sjónvarpinu þá fær maður allt aðrar fréttir en við fáum af heimsmálunum oft og tíðum. Þessi fréttastöð er kínversk en allur fréttaflutningur og viðtalsþættir eru á ensku. Það er t.d. víðast hvar í Afríku mikill uppgangur og hagvöxtur og góðir hlutir að gerast, meira að segja í Nígeríu. Það er fullt af flottu fólki í þessum löndum að vinna að góðum málum og uppbyggingu fyrir samfélögin sín. Menntun að aukast og verið að breyta ýmsum viðskiptaháttum fyrir löndin til hagsbóta fyrir íbúana.

Hér á landi og víða á Vesturlöndum erum við mötuð á eymd og volæði. Auðvitað eru slæmir hlutir að gerast í sumum löndum og /eða að hluta til í löndunum. En það er fólk líka í þessum löndum sem er að vinna að úrbótum. Má ekki fjalla um það aðeins??

Þrátt fyrir þetta þá streymir fólk frá sumum þessara landa til Vesturlanda og flestir eru ungir karlmenn. Mín skoðun er sú að margir þessara ungu manna eru í ævintýraleit, en auðvitað ekki allir. Eftir að hafa séð viðtöl og heimildarmyndir tengdar þessum málefnum, er mjög auðvelt að sjá að sumir þessara ungu manna eru bara að skemmta sér. Þeir eru margir mjög vel til fara og með flotta síma. Hvaða unga fólk myndi ekki stökkva á stað á vit ævintýranna, þegar það veit að það fær aðgang að allskonar aðstoð í mörgum þeirra landa sem það kemur til, peninga og húsnæði. Já já margir sofa úti í tjöldum og margir sem ég hef heyrt viðtöl við, finnst það ekkert tiltökumál að gera það ef veðrið er gott. Hvað þá lifa hálfgerðu verbúðarlífi sumstaðar, þar sem margir eru saman um húsnæði. Margir íslendingar hafa lifað þannig lífi um lengri eða skemmri tíma og ekki kvartað yfir því.  Þetta er fín leið til að sjá heiminn fyrir marga. Jafnvel fá vinnu um tíma, eða komast í skóla. Jafnvel þótt að í heimlandi þeirra sé ekkert svo slæmt að vera, eins og margir hafa sagt. En að ætla það að allir þessir ungu menn á ferðinni til Vesturlanda séu hreinir og klárir flóttamenn að flýja hörmungar er bara bull. Oft hefur komist upp um suma þessa grallara, þegar þeir ljúga til um aldur, svo þeir séu strax teknir inn sem börn. 

Kannski væri ekki svo vitlaust af öðrum löndum í heiminum að gefa það út að ungt fólk geti komið til þeirra landa og fengið fjárhagsaðstoð, húsnæði og jafnvel vinnu eða komist í nám, allt á kostnað skattborgara. Það kæmist örugglega mikið skrið á allan heiminn. Já, já margir leggja á sig hættulegar ferðir til að komast til Vesturlanda, en það má heldur ekki gleyma því að það er orðin stór business í kringum þessa fólksflutninga og það er rándýrt að hefja svona ferðalög.  Meira að segja fóru að renna tvær grímur á Angelu Merkel þegar hún komst að því að sumir sem hafa fengið landvistarleyfi í Þýskalandi, skreppa "heim" til sín í frí, til landa sem þeir flúðu frá og sögðust vera að flýja hörmungar.  

Það ætti enginn að ætla það að allir þessir ungu menn séu einhverjir hryðjuverkamenn, þótt það sé líklegt að einhverjir leynist í hópunum.  Það þarf að skoða þessi mál frá nokkrum hliðum.  Ég held að flestir skattborgarar landa séu í raun ekkert ánægðir með það að þurfa að halda uppi þessari gerð af túristum.  Þessi tegund af túrisma hefur líka skaðað mjög þá hjálp sem átti að snúast um að aðstoða fólk frá stríðshrjáðum löndum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband