Eðlisfræði veitir svör við spurningum um tilurð heimsins

Hér koma nokkrir punktar varðandi spurningar og staðhæfingar um eðlisfræði hjá bloggurum varðandi þessa frétt um Stephen Hawking:

Einhver hélt því fram að það þyrfti atóm til að mynda massa

Það þarf ekki atóm til að mynda massa. Flest allar öreindir hafa massa.  Í svartholum eru til dæmis engin atóm, heldur samfallið efni. Fyrstu atómin urðu til ca. 225 sek eftir Mikla - hvell.

Það þarf bara orku til að mynda þyngdarsvið, þótt atóm búi að sjálfsögðu yfir orku sem er t.d. fólgin í massa þeirra.

Fólk er líka að tala um "þyngdarafl" og hvað hafi skapað það

Þyngdarafl er ekki rétt að segja og á ekki við. Afl er orka á tímaeiningu og hefur lítið að gera með fyrirbærið sem við í daglega lífinu skynjum sem þyngdarkraft.  Þyngdarafl er vinnan sem er unnin af þyngdarkrafti á tíma.

Massi skapar þyngdarkraft og þyngdarkrafturinn fylgir alltaf massanum.  Svo massi Mikla-hvellsins gat skapað þyngdarkraftinn sem skapaði Mikla-hvell.  Massi sveigir tímarúmið, en þar sem við getum ekki skynjað sveigjuna þá skynjum við í staðinn þyngdarkraft.

Varðandi það að spyrja út í það óendanlega, eins og margir trúaðir gera en reyna síðan ekkert að skilja eðlisfræði alheimins, en efast þó ekki sjáfir um eigin trúarsetningar og slangur, þá er þetta vitað:

Í alheiminum eru til ákeðnir alheimsfastar sem ekki er hægt að búa til úr öðrum eðlisfræðilegumföstum, sem dæmi ljóshraði.  Úr þeim má búa til náttúrulegan lengdarskala alheimsins, sem er svo smár að við höfum enga leið til að skoða hann núna.  Þar gæti legið leyndarmálið á bak við allt.

Þetta kemur beint frá eðlisfræðisnillingnum syni mínum, sem er aðeins tvítugur Smile


mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Massi sveigir tímarúmið, en þar sem við getum ekki skynjað sveigjuna þá skynjum við í staðinn þyngdarkraft.

Ég var víst hrósa þér fyrir þessa setningu á blogginu hjá Svani, en það var næsti bær við... sonurinn :)..

Góð hugsun varðandi samspil skynjunar og eðlisfræði... skilaðu kveðju til tvítuga hugsuðarins :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:08

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk.......skila kveðju

Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.9.2010 kl. 22:16

3 identicon

Skarplega athugað hjá stráknum. "Massi skapar þyngdarkraft og þyngdarkrafturinn fylgir alltaf massanum" er einmitt málið í hnotskurn.

Það er ansi öflugur lánasamningur í gangi milli massa og þyngdarkrafts.

Björn (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:30

4 identicon

Skilaðu góðri kveðju til sonar þíns hann er á góðri leið.

Eðlisfræði er mjög skemmtilegt fag og margt nýtt að gerast þar. Hann kemst nokkurð nærri sannleikanum með massan og rúmið. Eðlisfræðingur John Archibald Wheeler sagði eitt sinn: "Space tells mass how to move" while "mass tells space how to curve" Sem leggst út sem:Rúmið segir massanum hvernig hann á að hreyfast á meðan massinn segir rúminu hvernig það á að verpast.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:47

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Margrét mín, ég er líka á þeiri skoðun að heimurinn hafi myndast án aðstoðar "Guðs".  En svo er þetta spurning um hvað við viljum kalla Guð, alheims kærleik og ljós eru orðin sem mér finnst best lýsa því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2010 kl. 11:55

6 identicon

Margir hafa brugðist við ummælum Hawkings. Hann hefur reyndar sagt sjálfur að þegar við skiljum og getum búið til kenningu um tilurð heimsins þá verði hún svo skiljanleg að allir muni geta rætt hana. Og það sem hann nefnir er eftirfarandi og við getum öll skilið það eða ættum að íhuga amk: Orkan sem er fólgin í alheiminum virðist vera samtals núll (annars gæti hann ekki myndast, það væri gegn náttúrulögmálum), því orkan sem fólgin er í massa eða áþreifanlegu efni er vegin upp með þeirri orku sem er fólgin í þyngdaraflinu sem fylgir massanum. Þess vegna nefnir hann þyngdaraflið, massi /efni og þyngdaraflið virðast vera tvær hliðar á orkupeningi alheimsins sem saman hefur verðgildið núll. Afhverju heimurinn myndast er ekki ljóst, en er greinilega mögulegt og líklega óhjákvæmilegt. Það sem Hawking er að segja er að allt sem þarf til sköpunar alheimsins liggur í honum sjálfum. Hin vísindalega spurning verður þessi – getum við rannsakað og sett fram haldbærar kenningar um eðli „heimsins“ áður en til Miklahvells kemur og þá afhverju hann verður. Nú þegar vitum við svolítið um eðli einskisins (nothingness). Líklega er fullkomlega slétt og óendanlegt „ekkert“ óstöðugt fyrirbæri.

Hermann Þórðarson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 12:45

7 identicon

"því orkan sem fólgin er í massa eða áþreifanlegu efni er vegin upp með þeirri orku sem er fólgin í þyngdaraflinu sem fylgir massanum."

Þú ert eitthvað að misskilja, til þess að heildarorka alheimsins væri núll þyrfti að vera til fyrirbæri sem væri neikvæð orka og neikvæður massi. Enn sem komið er í dag eru fáar vísbendingar sem benda til að eitthvað slíkt sé til. Væri það svo mundi það hafa gríðarlega þýðingu fyrir eðlisfræðina.

Það er enginn orka fólgin í þyngdarsviði, þyngdarsviði verður til vegna orku. Orkan svegir rúmið og myndar þyngdarsviðið.

Ég vil þó benda á að orka eyðist ekki og því eilíft fyrirbæri, því þarf hún ekki að hafa myndast.

Elías (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 13:30

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þakka öllum.

Í aths. 7 skrifar sonur minn Elías.  

Sjálfri finnst mér eðlilegast að heimurinn hafi skapað sig sjálfur og þróast eftir því

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.9.2010 kl. 14:32

9 identicon

Elías gjemle...vissi að þú værir þessi dularfulli sonur ;D

Davíð Finnbogason (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 16:28

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flott útskýring og lókisk hjá Elíasi.

Enn það er ólógiskt að afneita tilvist Guðs með eðlisfræði. Heimurinn er aðeins flóknari enn svo að hann verði útskýrður með eðlisfræði... "nothingnesset" eða ekkertið er kanski það sem er oft kallað sá "spirituelli" hluti heimsins og hlýtur allt öðrum lögmálum enn eðlisfræðinnar.

"Sjálfri finnst mér eðlilegast að heimurinn hafi skapað sig sjálfur og þróast eftir því" hehe...

Góður pistill og skemmtilegur...

Óskar Arnórsson, 5.9.2010 kl. 21:11

11 identicon

Sæl Elías og Margrét

Bara að vitna í Hawking sjálfan, án þess að ég hafi sérstaka skoðun á þessu. Hafi ég misfarið með eitthvað í fyrri athugasemd eru það víst örugglega mín mistök.

"The answer is that, in quantum theory, particles can be created out of energy in the form of particle/antiparticle pairs. But that just raises the question of where the energy came from. The answer is that the total energy of the universe is exactly zero. The matter in the universe is made out of positive energy. However, the matter is all attracting itself by gravity. Two pieces of matter that are close to each other have less energy than the same two pieces a long way apart, because you have to expend energy to separate them against the gravitational force that is pulling them together. Thus, in a sense, the gravitational field has negative energy. In the case of a universe that is approximately uniform in space, one can show that this negative gravitational energy exactly cancels the positive energy represented by the matter. So the total energy of the universe is zero.

— Stephen W. Hawking

A Brief History of Time: From the Big Bang to Black Holes (1988), 129."

Kveðja

Hermann

Hermann Þórðarson (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 22:35

12 Smámynd: Mofi

Fyrir áhugasama, sjá: John Lennox um rök Stephen Hawkins

Mofi, 6.9.2010 kl. 14:57

13 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þakka fyrir áhugaverð skrif :-)

Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.9.2010 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband