Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hverjir eru þessir lítilmagnar og þeir sem minna mega sín?

Ég beinlínis þoli ekki þessar útlistanir á fólki frá öðru fólki sem telur sig hafa meira "vald" en aðrir eða hefur tekið sér það.

Þegar fólk er að tala um að gera eitthvað fyrir þá sem "minna mega sín" og að styðja "lítilmagnann" er það í rauninni að tala niður til fólks og gera lítið úr því.  Sá sem minna má sín er valdalítill og sá sem er lítilmagni er það líka.  Það er merking orðanna.  Mér finnst þetta bara niðurlægjandi tal um fólk sem hefur kannski ekki gert neitt af sér annað en það að veikjast eða vera veikt frá fæðingu svo dæmi séu tekin.  Þetta er líka sagt um fólk sem er að basla og er launalágt og hefur ekki aðgang að meiri launum vegna þess að vinna þeirra er illa metin.

Þetta er bara hroki og ekkert annað!

Það er mjög gott að sveipa sig einhverri skykkju góðmennsku og æða um í staurblindni og finnast maður verðskulda meiri auð og völd heldur en aðrir sem berjast í bökkum og taka sér svo það vald að þú sért yfir aðra hafinn og verðskuldir meira þegar þú átt miklu meira en nóg fyrir þig og þína. Það er ömurlegt til þess að hugsa að "ölmusuhugsunin" skuli vera svona hátt skrifuð hjá kristlingum þessarar þjóðar sem m.a. halda tónleika "fyrir þá sem minna mega sín" og með því staðfesta "valdaleysi" þeirra sem hafa troðist undir hér í samfélaginu.

Það er ömurlegt að hlusta á presta flytja ræður með helgislepjutón í röddinni, og segja .........þá sem minna mega sín.........og bla bla bla............ og auglýsa svo matargjafir handa þeim sem þurfa á því að halda.

Það er ömurlegt að fólki skuli vera boðið yfirhöfuð upp á það að standa í biðröðum eftir mat og fatnaði og það skuli þykja bara næstum sjálfsagt og að það skuli hálfpartinn vera sveipað einhverri "helgi" og þykja svo gott að geta gefið fólki eitthvað á þennan hátt......Ömurlegt! Það er svo gott að vera í þeirri aðstöðu að geta fundið fyrir valdi sínu og geta verið þess umkominn að henda svona eins og einum þúsundkalli í allar þessar svokölluðu "hjálparstarfsemi" hér sem býður fólki að niðurlægja sig með því að standa í biðröðum.

Staðreyndin er að það er enginn einn meiri en annar.  Það vald sem fólk tekur sér til að ráðskast með líf annarra, viðhalda fátækt, troða á öðrum og niðurlægja fólk með því að kalla það og líta á það sem einhvers konar undirmálsfólk, er bara vald sem fellur um sjálft sig vegna þess að þetta er ekkert annað en sýking hugans sem veldur þessum valdasjúkdómi og hefur fengið tengingu við peninga.

Það fólk sem telur sig meira en aðrir og viðheldur fátækt og leyfir ekki fólki að halda mannlegri reisn sama hvað á gengur og í krafti auðæfa sinna telur sig yfir aðra hafið, er það fólk sem er veikast af öllum.  Það fólk sem þarf að finna fyrir einhvers konar valdi er í raun mjög veiklundað.

Svo heldur fólk að það geti friðað sjálft sig með því að henda brauðmolum í aðra og lifa svo áfram í blekkingum með egóið í botni.  Svo fyrirlítur það í raun þá sem það þykist vera að hjálpa.

Ölmusu hugsunin er mörgum hjartkær.  Þess vegna er fátækt og mismunun til yfirhöfðuð.  Það er troðið á fólki og það beitt óréttlæti vegna þess að einhverjum finnst það sjálfsagt.  Þess vegna heldur þetta áfram og fólk verður undir, þar til hugsun annarra verður kærleiksríkari og jöfnuður næst.  Jöfnuður er það eina sem gengur til að samfélög blómstri.


Dýrlingastöðuveitingar

Það er alveg fáránlegt að detta það einu sinni til hugar að taka einhvern í dýrlingatölu á 21. öldinni.  Kaþólska batteríið sem hefur staðið fyrir þessum dýrlingastöðuveitingum er löngu búið að gera sig að athlægi með sínum athæfum og forsjárhyggjupólitík í gegnum aldirnar og árin.  Það eru margir búnir að sjá í gegnum þetta valdabatterí sem ennþá fær að valsa um heiminn flest öllum til leiðinda.

Þrátt fyrir að mikið hafi verið skrifað og rætt um barnaníð innan þessarar trúarstofnunar, er þetta ömurlega batterí ennþá með einhverja áhangendur sem þora ekki að sleppa pilsfaldinum á páfanum af ótta við helvítisvist sem er búið að innræta þeim.  Þrátt fyrir að stór sök liggi á herðum þessa valdabákns vegna útbreiðslu alnæmis í Afríku vegna þess að þeim er í nöp við smokkinn og stór sök liggi á herðum þess vegna afstöðu þeirra til ýmissa mannréttindamála, eins og mannréttinda samkynhneigðra og kvenna sem vilja ráða yfir líkama sínum og fara í fóstureyðingar ef þær verða ófrískar eftir nauðgun sem dæmi.  Þrátt fyrir að þessi stofnun liggi eins og ormur á gulli á öllum sínum auðæfum á meðan fólk sveltur í heiminum og þrátt fyrir að þessi stofnun trúi mjög heitt á meintan djöful og illa anda sem taka sér bólfestu í fólki og kenni þjónum sínum að reka þá út með krossum og bölbænum, er fólk ennþá, já ég endurtek ennþá að kalla þetta kirkjuna sína.

Gvuð minn góður hvað fólk er vitlaust.

quake004


mbl.is Páfar í dýrlingatölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðigangan

Nú er dagur Gleðigöngunnar
 
Gay Pride!
 
Allir að mæta með gleði í hjarta, fallegar hugsanir
og gleðjast yfir fjölbreytileika mannflórunnar.
 
HeartHeartHeart

Ótrúlega krúttlegar myndir

Þessar myndir eru bara krúttlegar og ekkert annað Smile Gaman að sjá hvernig vinátta getur þróast hjá ólíkum dýrategundum.

kisa_pafagaukur.jpg

 

kisa_pafagaukur_1.jpg

 

kisa_pafagaukur_2.jpg

 

kisa_pafagaukur_4.jpg

 

kisa_pafagaukur_5.jpg

 

kisa_pafagaukur_6.jpg

 

kisa_pafagaukur_7.jpg

 

kisa_pafagaukur_8.jpg

 

kisa_pafagaukur_9.jpg

 

kisa_pafagaukur_10.jpg

 

kisa_pafagaukur10.jpg

 

kisa_pafagaukur11.jpg

 

HeartHeartHeart


Hvað er "æðri vitund eða æðra sjálf"?

Æðri vitund mannsins sem rís upp handan við allan svokallaðan raunveruleika, jarðneska vitsmuni og rökhugsun, er gríðarlega merkileg ef út í það er farið. Leið fólks til að skilja hana og tengjast er afar torfær og þyrnum stráð og markeruð af vitsmunalegum blekkingum, þar sem trúarinnræting og trúarbrögð hafa mótast af því að festa hið æðra í form með mótun huga fólks.  Þar sem fólki er talin trú um að það sé eitthvað að óttast ef það fer út fyrir ákveðinn ramma og því er hugsunum og hugarheimi þeirra stýrt.  Þetta hefur litað huga mannsins og sett í fjötra.

Það er talsvert af fólki sem er í góðum tengslum við sína æðri vitund án þess að gera sér grein fyrir því.  Það fólk er yfirleitt mjög víðsýnt og hugur þeirra sér langt út fyrir rammann hvað varðar m.a. þróun mannsins og möguleika okkar í framtíðinni. Kærleikur þeirra og mannúð er ekki bundin við hugsun um hver sé þóknanlegur og hver ekki.  Það fólk hefur líka góða stjórn á huga sínum og kann að aðgreina og skilgreina hvað er í gangi í kollinum á því. Það hefur yfirsýn yfir sinn eigin huga og kann að skilgreina ímyndanir og upplifanir og egóið þeirra þvælist ekki fyrir.  Að hafa yfirsýn yfir sinn eigin huga og vita hvað þar er í gangi segir fólki að það hafi góð tengsl við sína æðri vitund.  

Æðri vitund mannsins gefur honum innblástur, innsýn og yfirsýn langt út fyrir rammann á því sem telst "raunverulegt". Þaðan koma oft stórkostlegar uppfinningar og uppgötvanir sem hafa nýst manninum til góðs og upplýst hann, þótt á stundum hafi hinum upplýsta líka tekist að litast af hugarheimi annarra þegar til framkvæmda kom eða fallið sjálfur í brunn græðgi, spillingar og/eða fengið háleitar hugmyndir um sjálfan sig.  Góð tengsl við sína æðri vitund gefur manninum dýpri og meiri meðvitund um lífið yfirleitt og kosti þess og galla og þetta fólk er oft með ríkulega réttlætistilfinningu.  Réttlæti þeirra er byggt á sönnu réttlæti sem er óháð hugmyndum trúarbragða um réttlæti sem oft er byggt á ranglæti og fáfræði.

Það er erfitt að tengjast sinni æðri vitund og lifa í því ástandi alltaf, því að til þess þarf maður að horfast í augu við sjálfan sig sem reynist mörgum erfitt. Maður þarf að hlusta á skynsemi sína og samvisku og losna við ótta við hið ósýnilega og sleppa öllum hugsunum um að maður sé eða verði meiri en hver annar.  

Ég hef trú á því að við séum í vitsmunalegri þróun og sú þróun væri aldrei til staðar ef maðurinn hefði ekki æðri vitund. Æðri vitundin er það sem margir upplifa sem Guð. Hvaðan þessi æðri vitund er komin og hvort eitthvað er handan hennar og hvernig hún gerir okkur einstök verður að upplýsast í eilífðinni.

Skynjun og vitund mannsins hefur ekki verið kortlögð og vísindin eru komin stutt á veg með að rannsaka þessi mál, enda kannski mjög erfitt að rannsaka æðri vitund því lausnin er að tengjast henni.  Þaðan er uppspretta sannleikans um okkur sjálf Heart

ShowLetter w

Trúarfjötrar og hvað þeir gera fólki

Jæja, núna er búið að vera mikið um trúarumræður á mínu bloggi.  Ég er ekki hætt að skrifa þannig blogg ef einhver hélt hann gæti andað léttar og verið í friði með sína öfgatrú Tounge og þá sérstaklega þegar verið er að níða fólk fyrir kynhneigð sína.   Langar að benda á, að það er hægt að myrða fólk á mismunandi hátt, þ.e. það er hægt að drepa lífsvilja fólks og misþyrma sálum þess, þegar það er stanslaust undir hælnum á trúfólki sem sér ekki bjálkann í eigin augum þegar það notar biblíuna sem vopn til að telja því trú um að kynhneigð þeirra sé af hinu illa og kallar það svo allskyns nöfnum og útlistar því á ýmsan miður fallegan hátt sem ég ætla ekki að fara út í hérna.  Það geta allir kynnt sér það sem les mína síðustu pistla.

Svo ég segi við öfgatrúaða, farið að lesa aðeins um rannsóknir á sálarlífi fólks almennt og verið hreikin af mannúðinni sem er að reyna að brjóta sér farveg í gegnum það fagfólk og það upplýsta fólk sem hefur unnið að því í aldanna rás að reyna að koma fyrir okkur vitinu og upplýsa okkur.  

Farið ofan í saumana á ykkar eigin skoðunum og fordómum og hættið að bera biblíuna fyrir ykkur. Hvernig þið mörg hugsið og komið fram í skrifum og í málflutningi ykkar, ber svo sannarlega vott um heilaþvott og mikla innrætingu.  Því hvernig er hægt að halda fram einhverju ljótu um einstaklinga sem eru ekki eins og þær stereotýpur sem eru aðeins viðurkenndar sem eðlilegar innan margra trúarhópa og halda því svo fram að þið séuð svo kærleiksríkar manneskjur og með Guði í liði.  

Það er hægt að innræta guðsótta og það er auðvelt þegar um er að ræða fólk sem er hrætt við hið "ósýnilega vald" sem trúarbrögðin hafa verið umvafin.  Vald sem þeim var gefið vegna fáfræði og vanþekkingu þeirra sem höfðu vald yfir öðrum og höfðu engan skilning á mannlegu eðli og höfðu mjög takmarkaða þekkingu.   Heimur þeirra var mjög lítill og yfirsýn þeirra yfir heiminn afar smá. 

Það er einfaldlega ekki hægt að fá visku sína úr gömlu trúarriti og tileinka sér þann mismunandi hugsunarhátt sem þar skín í gegn, með því að tileinka sér sumt sem heilagan sannleika en ekki annað.  Þegar fólk gerir það, er það orðið smitað og litað af guðsótta og trúarlegri innrætingu. Við eigum ekki að gefa neinum eða neinu svo mikið vald að það fari að stjórna huga okkar.  

Ég þekki ungan mann sem fór að fara á samkomur hjá ofurtrúuðum söfnuði.  Allt var voða skemmtilegt í fyrstu en smátt og smátt var innrætt í hann guðsótta og núna er svo komið hjá honum að hann þorir ekki að stíga út fyrir rammann sem honum var settur varðandi trúarsýn sína og lífssýn.   Hann sagði að allt í einu á einni samkomunni hefði hann farið að finna fyrir svo miklum ótta í raun við heiminn, að hann þorir ekki að hætta.  Hann er farinn að sjá illt í ýmsu sem hann sá ekki áður og er farin að taka undir fordæmingu á því sem hann hafði ekki fordæmt áður.  Hann er í raun í miklu meiri vanlíðan núna en hann var í áður en hann fór að sækja samkomur. Núna verður hann að fara á samkomur og helst sem oftast til að hreinsa sig nú af öllu þessu illa og allri syndinni sem dynur á heiminum, sem er búið að matreiða ofan í hann með samansuðu úr biblíunni.

Ég er viss um að margir hafi farið þessa sömu leið og þessi ungi maður.

En ég segi, vitandi það hvernig þetta allt hefur áhrif og vitandi meira um trúmál og sálfræðina í trúarinnrætingunni, hafandi skoðað þetta vel og kíkt sjálf inn í þessa heima, þá er ekkert að óttast að fara út úr þessu.  Það er hið sanna frelsi. Það er ekkert að óttast nema manns eigin blekkingar og þær blekkingar sem manni eru innrættar.

Fyrst og fremst á fólk að vera ánægt með sig sjálft og treysta sem mest á sig sjálft og ekki gleypa við því sem aðrir eru að boða með óttablandinni innrætinu úr trúarritum. Við eigum að ráða yfir okkar hugarheimi sjálf en ekki eitthvað ósýnilegt vald. Við eigum að kenna börnum okkar að hugsa sjálfstætt og vega og meta hlutina á víðsýnan hátt og af mannúð og af ábyrgð.  Efla sjálfstæði þeirra.

Það er fullt af fólk í heiminum sem hefur alls enga trú og lifir bara ágætis lífi fyrir það.  Það er bara sóun að vera að keppast um það hversu þóknanlegur maður er einhverjum Guði sem fólk upplifir á mismunandi hátt.  

Það er líka fullt af fólki í trúarfjötrum sem hylur þeim sýn og gerir þeim í raun erfitt með að upplýsast og koma með eitthvað fram sem svo sannarlega myndi nýtast mannkyninu til góðs.  

Andlegum eða vitrænum hæfileikum er sóað í trúarofstækinu.  Hugmyndaheimur fólks er sýktur og settur í fangelsi.

Hið sanna frelsi fæst þegar fólk stígur út úr öfgaheimi trúarinnar og þá fara hæfileikarnir að blómstra.  Vannýttir hæfileikar til að hugsa rökrétt og fá hugmyndir sem nýtast og gera stórkostlegar uppgötvanir og uppfinningar. Að komast í sátt við lífið og kosti þess og galla og vinna að jákvæðum breytingum,  sem er ekki hægt að gera á meðan hugur fólks er fjötraður. Fjötraður hugur lætur leiða sig og hjarðeðli verður til.  Fólk lætur hafa sig út í alls konar vitleysu af því það er blindað og fylgir bara fjöldanum.

Trúarfjötrarnir standa fólki fyrir þrifum.


Álit öfgatrúaðra á samkynhneigðum í hnotskurn

Hér kemur álit eins ofurtrúaðs bloggara á samkynhneigðum í hnotskurn:

Það kemur fram í athugasemd við þetta blogg sem ég er búin að vísa í áður í þar síðasta pistli.



"Eins og ég sé samkynhneigð þá getur hún varla verið meðfædd.  En veiki tel ég hana vera.  Ég ætla að telja aðeins hérna hvernig ég sé samkynhneigð.

1. Þegar einhver einstaklingur fæðist frábrugðin öðrum t.d. með downsyndrome, siamstvíburar, afbrigðilegaútlimi eða eitthvað annað þá er um einskonar framleiðslugalla að ræða sem við köllum fötlun.

2. Það er ekkert í DNA eða neitt líkamlegt sem að spilar inní kynhneigð manna.  Líkamlega eru samkynhneigðir 100% eins og við.

Ergo => samkynhneigð er þá andlegt mein eða andleg fötlun.

Að því gefnu að þetta er andlegt þá  get ég ekki samþykkt það að þetta sé meðfætt. Þar sem það eru hlutnirnir umhverfis barnið sem hafa áhrif á andlegu þætti þess.

Ergo => ég lýt sömu augum á samkynhneigð og þunglyndi og aðra geðræna sjúkdóma."

Arnar Geir Kárason, 10.2.2009 kl. 19:31

Athugið, breiðletrunin er mín.

............

Það er svo greinilegt að viðkomandi aðili hefur ekkert gert af því að kynna sér alvöru rannsóknir varðandi kynhneigð og lætur bara þar við sitja að hafa þessa trú.  

Ég segi:  Hvernig væri að upplýsast og fræðast?  Hvernig getur þú Arnar Geir Kárason, sett fram svona rugl og vitleysu og talið þetta einhver sannindi?  Er það af því að þú ert ofurtrúaður og hefur trú þín gert þig svona fávísan?  

En góðir lesendur, þetta er álit öfgatrúaðra á samkynhneigðum í hnotskurn.  Og auðvitað verðum við svo að bæta við í þeirra fordóma sarp.............já það er líka litið á þá sem glæpamenn og með meðfædda synd og vanþóknanlega guði og að kynhneigð þeirra sé sori og að þeir séu kynvillingar og ábyrgir fyrir þjáningu þjóðarinnar fyrst var samþykkt á alþingi að leyfa þeim að fá blessun í kirkjum landsins yfir staðfesta sambúð sína og kynlíf þeirra líkt við viðurstyggð og svo mætti lengi telja.

Ég ætla bara að leyfa mér að segja við fólk sem er með svona viðurstyggilegan og ljótan hugsunarhátt að þið eruð algjörir trúvillingar! Af hverju haldið þið að þið séuð kölluð "öfgatrúarfólk"?

Svo fær þetta fólk að viðra þessar ömurlegu skoðanir sínar hér á blogginu og níða fólk.

Það er staðreynd að hjá öfgatrúuðum eins og ég er marg búin að benda á er samkynhneigð mikið áhyggjuefni.  Þetta öfgatrúarfólk telur sig vita betur en læknar, geðlæknar, sálfræðingar og kynfræðingar og annað upplýst fólk sem veit að kynhneigð skiptir ekki máli og hvernig sem hún er, er hún hluti af náttúrunni og eðlileg.  Þetta fólk er með alla sína vitneskju úr biblíunni sem skrifuð var fyrir 2 þúsund árum og 5-6 þúsund árum, þ.e. gamla testamentið.

Það er svo gott að geta skýlt fávisku sinni og fordómum á bak við trúarrit og túlkað þau á þann hátt sem styður fordómana og öfgana.

Ef það er eitthvað samkynhneigt fólk að lesa mín skrif þá vona ég svo sannarlega að ekkert ykkar láti ykkur detta það til hugar að þið séuð eitthvað annað en hluti af flórunni og að þið látið ekki trúaröfgaskoðanir hafa áhrif á ykkur.  Ég og fleiri ætlum að hreinsa þetta út  Smile svo allir geti unað sáttir við sig.


Trúardekur

Langar að benda á frábæra færslu um trúmál og trúardekur eins og bloggarinn Hnakkus kallar það.   Endilega lesið færsluna.

 

http://hnakkus.blogspot.com/2009/02/niur-me-trufrelsi.html#links

 

 


Dýrin fara ekki til himnaríkis

Nú er það nýjasta hjá öfgatrúuðum þegar maður bendir þeim á að það fyrirfinnist líka samkynhneigð og tvíkynhneigð í dýraríkinu að það skipti engu máli því að dýrin séu ekki undir náð drottins.  Þau fara því væntanlega beint til helvítis eftir dauða sinn. 
 
dyrag_kaninur.jpg
 
Dýrin sem mörg eru okkur svo kær og sýna af sér meiri kærleika oft og tíðum heldur en maðurinn eru bara óþarfi og eiga ekki skilið að fara til himnaríkis.
Þau eru ekki í náðinni.
 
att00005.jpg
 
Nei það eru víst engin dýr í himnaríki.  Þar er bara fólk sem er haldið trúarblindu.
 Þetta himnaríki öfgatrúaðra hlýtur að vera nokkurs konar hæli fyrir þetta fólk og því  leyft að vafra þar um um ókomna tíð að eilífu.
 
ShowLetter 8
 
Voðalega kann þessi leiðinlegi Guð þeirra illa að meta dýrin.
Ég er ansi hrædd um að margir dýravinir vilji nú ekki kannast við þennan guð
frekar en mannvinir sem vilja ekki heldur kannast við hann vegna fólks sem fellur ekki undir stereótýpur öfgatrúaðra hvað varðar kynhneigð.

Alvöru rannsóknir varðandi kynhneigð

Ég gleymdi alveg að nefna í þættinum á Útvarpi Sögu, samtökin sem hafa staðið að viðamestu rannsóknum á kynhneigð í heiminum, en þau heita

The AmericanPshychological Association (APA) 

Þau eru staðsett í Washington DC og eru stæstu samtökin á sínu sviði í heiminum.  Meðlimir þeirra eru 148.000,- Þessi samtök hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og rannsóknir.  

Á heimsíðu samtakanna, sem er viðamikil með gott aðgengi fyrir leikna og lærða að nýjustu og helstu upplýsingum og "vönduðum" rannsóknum um sálarlíf fólks, er að finna  vandaða skýrslu um samkynhneigða og tvíkynhneigða.  Samtökin hafa staðið fyrir rannsóknum á því sviði í áratugi. Árið 1975 voru þau leiðandi á því sviði að fá sálfræðinga til að losa samkynhneigða og tvíkynhneigða undan þeim smánarbletti að kynhneigð þeirra væri geðsjúkdómur.

Niðurstaða þeirra er ótvíræð.  Kynhneigð er meðfædd og hvar sem hún liggur hjá fólki er hún eðlileg og hluti af flórunni.  Samtökin segja einnig að það skipti höfuð máli að styðja fólk sem er að koma "út úr skápnum" og það hafi reynst farsælast fyrir alla.

Foreldrar eiga að standa með börnum sínum sama hver kynhneigð þeirra er en ekki fyllast sorg og bera sorgarband eins og sumir forkólfar trúarsafnaða hafa látið út úr sér. 

Þannig að það öfgatrúar fólk  og leiðtogar safnaða, sem leita svara við öllu í kreddufullum kenningum biblíunnar, sem er bók um trúmál, ættu að taka sig saman í andlitinu, líta upp úr biblíunni og kynna sér alvöru rannsóknir gerðar af alvöru fagfólki sem hefur mannúð og þekkingu að leiðarljósi.

Í niðurstöðum rannsóknarinnar, lýsa samtökin ótta sínum vegna aðferða sem öfgatrúaðir beita samkynhneigða einstaklinga til að "lækna" þá af kynhneigð og telja það mjög varasamt. Einnig lýsa þau því yfir að níð um þessa hópa og ofbeldi gagnvart þeim,  hafa mjög slæmar geðrænar afleiðingar og valda óhamingju og mikilli streitu.  Þau tala sérstaklega um hversu slæmt þetta er í samfélögum trúaðra og að þessar "tilraunir" til að losa fólk við áskapaða kynhneigð séu hættulegar.

Þannig að þið sem eruð að leika ykkur svona að sálarlífi fólks og teljið það óeðlilegt á einhvern hátt eruð bara ótýndir glæpamenn af því þið látið hafa ykkur í það að svívirða fólk og rugla það í ríminu með því að halda því fram við það að það sé vanþóknanlegt og óeðlilegt.

Skammist ykkar!!!


www.apa.org 

Beint á rannsóknirnar:

 http://www.apa.org/topics/sorientation.html

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband