Trúarfjötrar og hvað þeir gera fólki

Jæja, núna er búið að vera mikið um trúarumræður á mínu bloggi.  Ég er ekki hætt að skrifa þannig blogg ef einhver hélt hann gæti andað léttar og verið í friði með sína öfgatrú Tounge og þá sérstaklega þegar verið er að níða fólk fyrir kynhneigð sína.   Langar að benda á, að það er hægt að myrða fólk á mismunandi hátt, þ.e. það er hægt að drepa lífsvilja fólks og misþyrma sálum þess, þegar það er stanslaust undir hælnum á trúfólki sem sér ekki bjálkann í eigin augum þegar það notar biblíuna sem vopn til að telja því trú um að kynhneigð þeirra sé af hinu illa og kallar það svo allskyns nöfnum og útlistar því á ýmsan miður fallegan hátt sem ég ætla ekki að fara út í hérna.  Það geta allir kynnt sér það sem les mína síðustu pistla.

Svo ég segi við öfgatrúaða, farið að lesa aðeins um rannsóknir á sálarlífi fólks almennt og verið hreikin af mannúðinni sem er að reyna að brjóta sér farveg í gegnum það fagfólk og það upplýsta fólk sem hefur unnið að því í aldanna rás að reyna að koma fyrir okkur vitinu og upplýsa okkur.  

Farið ofan í saumana á ykkar eigin skoðunum og fordómum og hættið að bera biblíuna fyrir ykkur. Hvernig þið mörg hugsið og komið fram í skrifum og í málflutningi ykkar, ber svo sannarlega vott um heilaþvott og mikla innrætingu.  Því hvernig er hægt að halda fram einhverju ljótu um einstaklinga sem eru ekki eins og þær stereotýpur sem eru aðeins viðurkenndar sem eðlilegar innan margra trúarhópa og halda því svo fram að þið séuð svo kærleiksríkar manneskjur og með Guði í liði.  

Það er hægt að innræta guðsótta og það er auðvelt þegar um er að ræða fólk sem er hrætt við hið "ósýnilega vald" sem trúarbrögðin hafa verið umvafin.  Vald sem þeim var gefið vegna fáfræði og vanþekkingu þeirra sem höfðu vald yfir öðrum og höfðu engan skilning á mannlegu eðli og höfðu mjög takmarkaða þekkingu.   Heimur þeirra var mjög lítill og yfirsýn þeirra yfir heiminn afar smá. 

Það er einfaldlega ekki hægt að fá visku sína úr gömlu trúarriti og tileinka sér þann mismunandi hugsunarhátt sem þar skín í gegn, með því að tileinka sér sumt sem heilagan sannleika en ekki annað.  Þegar fólk gerir það, er það orðið smitað og litað af guðsótta og trúarlegri innrætingu. Við eigum ekki að gefa neinum eða neinu svo mikið vald að það fari að stjórna huga okkar.  

Ég þekki ungan mann sem fór að fara á samkomur hjá ofurtrúuðum söfnuði.  Allt var voða skemmtilegt í fyrstu en smátt og smátt var innrætt í hann guðsótta og núna er svo komið hjá honum að hann þorir ekki að stíga út fyrir rammann sem honum var settur varðandi trúarsýn sína og lífssýn.   Hann sagði að allt í einu á einni samkomunni hefði hann farið að finna fyrir svo miklum ótta í raun við heiminn, að hann þorir ekki að hætta.  Hann er farinn að sjá illt í ýmsu sem hann sá ekki áður og er farin að taka undir fordæmingu á því sem hann hafði ekki fordæmt áður.  Hann er í raun í miklu meiri vanlíðan núna en hann var í áður en hann fór að sækja samkomur. Núna verður hann að fara á samkomur og helst sem oftast til að hreinsa sig nú af öllu þessu illa og allri syndinni sem dynur á heiminum, sem er búið að matreiða ofan í hann með samansuðu úr biblíunni.

Ég er viss um að margir hafi farið þessa sömu leið og þessi ungi maður.

En ég segi, vitandi það hvernig þetta allt hefur áhrif og vitandi meira um trúmál og sálfræðina í trúarinnrætingunni, hafandi skoðað þetta vel og kíkt sjálf inn í þessa heima, þá er ekkert að óttast að fara út úr þessu.  Það er hið sanna frelsi. Það er ekkert að óttast nema manns eigin blekkingar og þær blekkingar sem manni eru innrættar.

Fyrst og fremst á fólk að vera ánægt með sig sjálft og treysta sem mest á sig sjálft og ekki gleypa við því sem aðrir eru að boða með óttablandinni innrætinu úr trúarritum. Við eigum að ráða yfir okkar hugarheimi sjálf en ekki eitthvað ósýnilegt vald. Við eigum að kenna börnum okkar að hugsa sjálfstætt og vega og meta hlutina á víðsýnan hátt og af mannúð og af ábyrgð.  Efla sjálfstæði þeirra.

Það er fullt af fólk í heiminum sem hefur alls enga trú og lifir bara ágætis lífi fyrir það.  Það er bara sóun að vera að keppast um það hversu þóknanlegur maður er einhverjum Guði sem fólk upplifir á mismunandi hátt.  

Það er líka fullt af fólki í trúarfjötrum sem hylur þeim sýn og gerir þeim í raun erfitt með að upplýsast og koma með eitthvað fram sem svo sannarlega myndi nýtast mannkyninu til góðs.  

Andlegum eða vitrænum hæfileikum er sóað í trúarofstækinu.  Hugmyndaheimur fólks er sýktur og settur í fangelsi.

Hið sanna frelsi fæst þegar fólk stígur út úr öfgaheimi trúarinnar og þá fara hæfileikarnir að blómstra.  Vannýttir hæfileikar til að hugsa rökrétt og fá hugmyndir sem nýtast og gera stórkostlegar uppgötvanir og uppfinningar. Að komast í sátt við lífið og kosti þess og galla og vinna að jákvæðum breytingum,  sem er ekki hægt að gera á meðan hugur fólks er fjötraður. Fjötraður hugur lætur leiða sig og hjarðeðli verður til.  Fólk lætur hafa sig út í alls konar vitleysu af því það er blindað og fylgir bara fjöldanum.

Trúarfjötrarnir standa fólki fyrir þrifum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert að verða aðaltrúfrelsisbloggarinnn Magga, sem er flott!!

Trúarbrögð og þá alveg sérstaklega skipulögð trúarbrögð eru mestu fjötrar sem mannkynið hefur sett sig í.
Þetta kemur klárlega fram í mannkynssögunni, við sjáum þetta í fréttum á hverjum einasta degi í mörgum mismunandi birtingarformum.
Ísland heldur uppi stóði af mönnum með ímyndaða vini, vini sem byggjast á bronsaldar rugli, rugli sem er ekkert nema ógnir út í gegn.
Það er skömm að siðmenntað samfélag hendi öllum þessum peningum sem gætu nýst í eitthvað mikilvægara eins og aldraða og sjúka.
Hér í RVK eru kirkjur upp á hundruð milljóna út um allar trissur.... óskiljanlegt með öllu að menn bakki svona rugl upp.

Hey 2 video í lokinn
Rithöfundurinn guddi
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/802553/

Hvernig á að búa til trúarsöfnuð
http://www.youtube.com/watch?v=mnNSe5XYp6E

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Jón Arnar

Vanhelgun trúfélaga á manneskjunni sem lifandi veru, sama hverrar trúar þau aðhyllast, hafa hent mér langt frá öllu sem heitir trú fyrir áratugum.

Þrífst ég svo líka ágætlega með það - fer í jarðarfarir til að virða þá sem verið er að kveðja kíki á kirkjugarða til að segja hæ við vini sem þar liggja (ágætt að hafa þau þarna innan ákveðinna marka í görðum annars væri erfitt að finna þau).

Pirra mig svo einna helst á þessum leiðindahávaða sem er í kirkjunni útá horni hér á sumrin (er allir gluggar jú verða að standa opnir sökum næturyls). Finnst margar trúbyggingar þó spennandi (kirkjur/moskur e.t.c.) og kíki oftast á/inn í þær í borgaheimsóknum

EN AÐ ÞETTA SÉ EITTHVAÐ AÐ STYRKJA/BYGGJA LÍFIÐ Á = NEI EKKI ÉG TAKK

Jón Arnar, 12.2.2009 kl. 23:27

3 identicon

Um þúsundir ára réðu trúarbrögðin öllu, lífið var helvíti á jörð... ekkert raunverulegt gerðist í mannréttindum og þekkingu fyrr en vald kufla & kirkna var brotið á bak aftur.
Við heyrum trúað eigna trú sinni það lýðræði sem heimurinn hefur fengið, ekkert gæti verið fjarri sannleikanum... kikkið bara á söguna.
Það er hagur okkar allra að losa mannkynið við þetta krabbamein.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:39

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Jón Arnar og DoctorE:  Takk fyrir ykkar skrif og hugleiðingar.

Væri ekki gaman ef Ísland yrði fyrsta yfirlýsta trúfrjálsa landið í heiminum? Enginn trúarinnræting hér, en fólk gæti grúskað að vild.  Trú snérist um trú en ekki sannindi eða menntun.  Fjarlægur draumur líklega

Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:48

5 identicon

Það þarf svo sannarlega að frelsa fólk úr viðjum heilaþvottar og peningaplotts. Ég hef haft þá skoðun lengi, eftir áralanga reynslu af þessum málum, að þeir sem helst sökkva dýpst í þessi trúfélög, eru einfaldar sálir sem auðveldlega má stjórna. Því er það skylda okkar allra, sem hafa þekkingu og reynslu af þessum málum, að reyna að frelsa þetta fólk og opna huga þeirra til bjartari og betra lífs.

Frábær færsla, Margrét. Að venju.

Skorrdal (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 02:54

6 identicon

Ég þekki ungan mann sem fór að fara á samkomur hjá ofurtrúuðum söfnuði.  Allt var voða skemmtilegt í fyrstu en smátt og smátt var innrætt í hann guðsótta og núna er svo komið hjá honum að hann þorir ekki að stíga út fyrir rammann sem honum var settur varðandi trúarsýn sína og lífssýn.

Ég hef skoðað næstum alla trúarsöfnuði á höfuðborgarsvæðinu, og tekið þátt í námskeiðum umræðum bænastundum og söngvum .  Og ekki hef ég enn fundið fyrir neinum ótta . Í hvaða ofsatrúarsöfnuð fór þessi ágæta sál magga mín ?

conwoy (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:08

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Conwoy IP son!

 "Ég hef skoðað næstum alla trúarsöfnuði á höfuðborgarsvæðinu, og tekið þátt í námskeiðum umræðum bænastundum og söngvum .  Og ekki hef ég enn fundið fyrir neinum ótta"

Hvað heita þessir söfnuðir sem þú fórst á, Hr Cowoy?

Takk fyrir frábæra  og þarfa færslu Margrét! Gunnar í Krossinum átti stóran þátt í að drepa fyrstu konuna mína. Svo þekki ég nokkur dæmi sem þú lýsir í færslunni.

DoctorE kann þetta best af öllum. Hann er þarfari Íslendur enn öll þjóðkirkjan samanlögð. Ég er almennt á móti "ofurlaunum" enn DoctorE ætti svo sannarlega að vera á svoleiðis launum í baráttunni sinni fyrir þá baráttu sem hann hefur af þrautsegju sýnt hér við verstu glæpamenn sem Ísland hefur alið upp.    

Óskar Arnórsson, 15.2.2009 kl. 12:03

8 identicon

Hvað heita þessir söfnuðir sem þú fórst á, Hr Cowoy?

Fáum fyrst svarið frá möggu litlu .

conwoy (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 14:27

9 identicon

Ofurlaun segir þú.. hmmm nei ég nenni ekki að lenda í veseni ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:00

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

conwoy elsku krílið! Þoriru ekki að svara. Enn hvað ég skil þig. Ég vona bara að magga svari þér ekki.

Svara þú mér. Ég nenni ekki að grafast um í hvaða heilaþottarstöð þú ert í.

DoctorE! Þú átt að vera á ofurlaunum. Algjörlega á hreinu. Þú getur ráðið fólk í vinnu við að hreinsa þetta ofsatrúrarpakk úr landinu.

Þú veist að þú ert sá snjallasti á Íslandi í þessum hreingerningum! Veistu það ekki?

Óskar Arnórsson, 17.2.2009 kl. 12:18

11 identicon

Það er enginn söfnuður á Íslandi er kemst nálægt því að stunda heilaþvott . En nema skyldi vera söfnuður muslima . ( þú reyndar veist held ég ) Skoðaðu t.d blogg á visi.is er kallast hermdarverk, og áttaðu þig á því hvaða trúarbrögð þarf í raun að varast . Þeir sem eru eitthvað að fárast útí Kristni, eru eins og menn sem vara við músum, en vilja ekki tala um öll ljónin sem eru á leiðinni ! Ef Kristni hefur ekki yfirhöndina á Íslandi í framtíðinni, gætu islamistar mjög líklega tekið yfir . Og hvað gera þeir t.d við samkynhneigða ?

conwoy (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 19:49

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Conwoy IP son! Guðmundur í byrginu stundar heilaþvott, Gunnar í Krossinum líka, OMEGA sjónvarpstöðin reyni hvað hún getur, veut ekki um árangurin..

Hvað gera og hvaða skoðun hafa kaðólikkar á samkynhneigðum? Íslama vil ég alla í burtu frá Íslandi. Og líka BANNA alla trúarflokka. Byrja á þjóðkirkjuinni.

Conwoy? Veistu munin á heilbrigðri trú, þar sem engar kirkjur eru(gullkálfar ) , eða trúar-brögðum (-trixum og heilþvætti)

Hugsaðu málið enn einu sinni. Ef þú getur það ekki ert trúlega fastur í einhverri heilarþvottarstöð.  Mér er nákvæmlega sama hvort þú ert múslimi eða tengdur einhvrju kristnu brálæði.   

Óskar Arnórsson, 18.2.2009 kl. 04:18

13 identicon

Skrýtið hvað möggu litlu gengur illa að finna svarið við spurningu minni . Kannski er ekkert svar ?

conwoy (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:39

14 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þakka öllum, er búin að vera talsvert upptekin.

Conwoy:    Ég ætla ekki að segja hvaða söfnuður þetta er, en það sem þú upplifir á samkomum er þín upplifun.   Ert þú kannski hræddur við Guð? Undirstaða mikillar trúar er mjög oft ótti, guðsótti.   Það er reynt að hylma yfir það á samkomum með því að koma öllum í trúarstuð svo það haldi að það sé í sambandi við Guð þegar allt verður voða gaman.  Annars getur þú farið á stórkostlega tónleika hjá Sinfóníunni og upplifað eins og upplyft ástand en enginn myndi fara að vegsama einhvern guð fyrir það.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.2.2009 kl. 16:14

15 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Svo þakka eg öllum fyrir innlitið og skrifin

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.2.2009 kl. 16:15

16 identicon

Það þykir mér ansi einkennilegt að þú skulir hlífa einhverjum trúarsöfnuði ! Eiginlega of einkennilegt til að vera satt ..........................................eða þannig .

Annars getur þú farið á stórkostlega tónleika hjá Sinfóníunni og upplifað eins og upplyft ástand en enginn myndi fara að vegsama einhvern guð fyrir það.

Við erum sköpun Guðs, og ýmsa  hæfileika útdeilir hann til handa mönnum, eins og t.d góðu tónlistareyra . Því er víst hægt að vegsama hann fyrir góða  tónleika hjá sinfóniunni .

P.s ég fór ekki upphaflega á samkomu vegna Guðsótta, heldur vegna þess að ég þurfti á lækningu að halda . Guð læknar án svæfinga og uppskurða, og því kaus ég frekar að leita aðstoðar hans . 

conwoy (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband