13.7.2009 | 01:03
Eðlisfræðikeppni í Mexíkó
Nú er yngri sonur minn Elías Rafn staddur í Mexíkó að taka þátt í Olympíuleikum í Eðlisfræði fyrir hönd Íslands, ásamt þremur öðrum strákum. Með þeim í för eru tveir kennarar héðan.
Datt til hugar að koma þessu að hérna, þar sem lítið er skrifað um annað en um Ice save og kreppuna. Það er ýmislegt sem við getum glaðst yfir líka. Ég er mjög stolt af syni mínum, en hann sigraði keppnina hérna heima. Hann er nýlega orðin stúdent frá MR af Eðlisfræðibraut.
Það er alltof lítið fjallað um það í fjölmiðlum hvað krakkarnir okkar eru að gera og hvað þau standa sig vel oft og tíðum. Íþróttirnar fá þó alltaf sitt pláss en það er lítið fjallað um námsárangur ungmenna og mjög lítið um þessar keppnir sem krakkar héðan fara í. Þær eru þó þrjár talsins. Eðlisfræði-, stærðfræði- og efnafræðikeppnir.
Í eðlisfræðikeppninni taka þátt ca. 60 lönd og það eru 3-6 keppendur frá hverju landi. Keppnin er mjög strembin og stendur í nokkra daga. Á morgun er fyrsti keppnisdagur og síðan er líka keppt á miðvikudaginn. Keppnin er bæði verkleg og fræðileg og er í raun einstaklingskeppni þótt nokkrir taki þátt frá hverju landi fyrir sig.
Strákarnir sem fór héðan, þurftu að vera í strangri þjálfun fyrir keppnina og var þjálfunin á vegum Háskóla Íslands. Sonur minn fékk styrk frá Reykjavíkurborg í 2 mánuði, þ.e. laun, en hinir strákarnir sem eru ekki úr Reykjavík, fengu litla sem enga styrki frá sínu sveitafélagi. Það virðist vera algjör mismunun þarna á ferðinni og þetta ætti nú einhver blaðamaður að taka að sér að kanna. Það er algjörlega út í hött að krakkar sem taka þátt í svona keppni, þótt hún sé kostuð fyrir þá, þ.e. flug og gisting, að þau hafi engin laun á meðan. Það er engin smá vinna sem þau leggja á sig.
En við skulum allavega senda strákunum okkar í Merida í Mexíkó stuðningskveðjur.
Hér má kynna sér keppnina:
Sonur minn er lengst til hægri á myndinni
Mynd tekin að láni frá Morgunblaðinu sem fjallaði smávegins um keppnina
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Vil bæta því við að reyndar heitir þetta Ólympíuleikar í eðlisfræði og er fyrir ungt fólk í framhaldsskólum, ekki eldri en 20 ára. Sonur min er 19. Ef þið farið á síðuna sem ég setti inn linkinn á þá getið þið klikkað á participants og á Ísland og þá sjáið þið hvaða strákar þetta eru. En keppnin er mjög viðamikil eins og sjá má á síðunni.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.7.2009 kl. 01:16
Sæl Margrét.
Það má gera miklu meira af þessu, sýna okkur hvað komandi kynslóðir eru að vinna að og eins og þú segir þetta er ótrúlega erfið vinna.
Ég spilaði einu sinni dinnertónlist fyrir 1000 Eðlisfræðinema á Hótel Örk þegar mótið var haldið hér á landi, fyrir mörgum árum og var þetta gífurlega fjölbreyttur hópur( og allir að keppa að því sama).
Já, meira af svona fréttum.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 05:59
Frábært!
Þorsteinn Briem, 13.7.2009 kl. 13:42
Flottur strákurinn þinn Magga!!!
DoctorE (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 13:51
Sæl og til hamingju með soninn, það er svo frábært þegar þau standa sig vel og þegar þau hafa áhuga á því sem þau eru að gera, bara æði. Heyrumst og velkomin aftur hingað á bloggið...
Ingibjörg R Þengilsdóttir, 13.7.2009 kl. 14:20
Heil og sæl; frænka, æfinlega !
Megi; þeim Elíasi Rafni, og förunautum hans, ganga hið bezta, hjá þeim Mexíkönum.
Þú mátt vera stolt; af þessum syni þínum, Margrét mín. Sæmd ein; að eiga slíka pilta, innan frændgarðsins.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 21:20
Til hamingju með þetta bæði tvö! Flottir strákar og duglegir. Það er leitt að þeir skyldu ekki fá sama stuðning frá landsbyggðinni. Hér mætti samvinna sveitarfélaga vera meiri. Baráttukveðjur!
Gaman að hitta þig um daginn. Fyrirgefðu hvað ég var lengi að kveikja. Vonandi gefst okkur tækifæri til að spjalla betur við annað tækifæri.
Svanur Sigurbjörnsson, 14.7.2009 kl. 00:18
Þakka innlitið og góðar kveðjur
Hef ekkert frétt frá Mexíkó þar sem ekki er hægt að hringja í keppendur á meðan á keppninni stendur. Bíð bara spennt eftir fréttum.
Svanur: Takk og það var líka gaman að hitta þig. Já það væri skemmtilegt að eiga gott spjall við þig við tækifæri
Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.7.2009 kl. 23:27
Frábært, allt of lítið af þessu gert að benda á það góða sem ungmenni eru að gera. Gangi honum vel þarna í þessu.
Kær kveðja
Ragnheiður , 19.7.2009 kl. 14:11
Til hamingju með stráksa Magga! Sannarlega efnilegur.
Ætlaði að vera búinn að hafa samband en lenti svo barasta á spítala um helgina en er óðum að ná mér.
Kveðja
Róbert Björnsson, 23.7.2009 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.