Hvað er "æðri vitund eða æðra sjálf"?

Æðri vitund mannsins sem rís upp handan við allan svokallaðan raunveruleika, jarðneska vitsmuni og rökhugsun, er gríðarlega merkileg ef út í það er farið. Leið fólks til að skilja hana og tengjast er afar torfær og þyrnum stráð og markeruð af vitsmunalegum blekkingum, þar sem trúarinnræting og trúarbrögð hafa mótast af því að festa hið æðra í form með mótun huga fólks.  Þar sem fólki er talin trú um að það sé eitthvað að óttast ef það fer út fyrir ákveðinn ramma og því er hugsunum og hugarheimi þeirra stýrt.  Þetta hefur litað huga mannsins og sett í fjötra.

Það er talsvert af fólki sem er í góðum tengslum við sína æðri vitund án þess að gera sér grein fyrir því.  Það fólk er yfirleitt mjög víðsýnt og hugur þeirra sér langt út fyrir rammann hvað varðar m.a. þróun mannsins og möguleika okkar í framtíðinni. Kærleikur þeirra og mannúð er ekki bundin við hugsun um hver sé þóknanlegur og hver ekki.  Það fólk hefur líka góða stjórn á huga sínum og kann að aðgreina og skilgreina hvað er í gangi í kollinum á því. Það hefur yfirsýn yfir sinn eigin huga og kann að skilgreina ímyndanir og upplifanir og egóið þeirra þvælist ekki fyrir.  Að hafa yfirsýn yfir sinn eigin huga og vita hvað þar er í gangi segir fólki að það hafi góð tengsl við sína æðri vitund.  

Æðri vitund mannsins gefur honum innblástur, innsýn og yfirsýn langt út fyrir rammann á því sem telst "raunverulegt". Þaðan koma oft stórkostlegar uppfinningar og uppgötvanir sem hafa nýst manninum til góðs og upplýst hann, þótt á stundum hafi hinum upplýsta líka tekist að litast af hugarheimi annarra þegar til framkvæmda kom eða fallið sjálfur í brunn græðgi, spillingar og/eða fengið háleitar hugmyndir um sjálfan sig.  Góð tengsl við sína æðri vitund gefur manninum dýpri og meiri meðvitund um lífið yfirleitt og kosti þess og galla og þetta fólk er oft með ríkulega réttlætistilfinningu.  Réttlæti þeirra er byggt á sönnu réttlæti sem er óháð hugmyndum trúarbragða um réttlæti sem oft er byggt á ranglæti og fáfræði.

Það er erfitt að tengjast sinni æðri vitund og lifa í því ástandi alltaf, því að til þess þarf maður að horfast í augu við sjálfan sig sem reynist mörgum erfitt. Maður þarf að hlusta á skynsemi sína og samvisku og losna við ótta við hið ósýnilega og sleppa öllum hugsunum um að maður sé eða verði meiri en hver annar.  

Ég hef trú á því að við séum í vitsmunalegri þróun og sú þróun væri aldrei til staðar ef maðurinn hefði ekki æðri vitund. Æðri vitundin er það sem margir upplifa sem Guð. Hvaðan þessi æðri vitund er komin og hvort eitthvað er handan hennar og hvernig hún gerir okkur einstök verður að upplýsast í eilífðinni.

Skynjun og vitund mannsins hefur ekki verið kortlögð og vísindin eru komin stutt á veg með að rannsaka þessi mál, enda kannski mjög erfitt að rannsaka æðri vitund því lausnin er að tengjast henni.  Þaðan er uppspretta sannleikans um okkur sjálf Heart

ShowLetter w

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðri vitund manna getur aldrei orðið æðri æðri vitund Guðs, enda bjó hann til vitund okkar og hugarheim ásamt ýmsu öðru . Samt sem áður telja menn vitund Guðs og æðri mátt, eitthvað fornaldarfyrirbæri er fylgir ekki lengur tíðarandanum . En það er nú bara reginmisskilningur ! , ,svo að nú vitið þið það elsku dúllurnar mínar !

conwoy (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 19:54

2 identicon

Convoy og hans æðri vitund er hvað... ímyndaður fjöldamorðingi sem pyntar alla sem elska hann ekki.
Ef hægt er að tala um æðri vitund.. þá er það sú vitund sem segir guði ekki vera til.. sú vitund sem segir að við sjálf séum ábyrg gjörða okkar... sú vitund að það sé bara eitt líf og því sé lífið óendanlega verðmætt.

P.S. Fuck god (Hey its ok, hann er ekki til)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 13:32

3 Smámynd: TARA

Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að lesa bloggið þitt...

TARA, 20.2.2009 kl. 20:31

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Góð lesning,eins og venjulega hér á þessu bloggi..

Góða helgi frænka góð

Guðný Einarsdóttir, 21.2.2009 kl. 00:05

5 identicon

Æðsta vitund af öllum er: We are all in this mess together, lets share and do our best, one for all, all for one... for freedom
Á meðan trúarbrögð eru til, þá er þettta ekki möguleiki... EVOLVE

DoctorE (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 00:37

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk fyrir innlitið og skrifin.

Ég hef trú á því að ef við værum tengdari okkur sjálfum og okkar æðri vitund þá væri lífið miklu auðveldara og jafnframt myndum við taka stökk hvað varðar þróun til góðs og myndum gera stórkostlegar uppfinningar.

Fólk þarf að losa sig við hjarðeðlið sem er alið upp í okkur mörgum og við látum bara berast með fjöldanum, þótt í raun við vitum að sú leið er ekki endilega rétt

Við þurfum líka að losa okkur við hugmyndir um stereótýpur svo sérstaða hvers einstaklings verði virt og skilin um leið.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 21.2.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband