10.2.2009 | 22:52
Álit öfgatrúaðra á samkynhneigðum í hnotskurn
Hér kemur álit eins ofurtrúaðs bloggara á samkynhneigðum í hnotskurn:
Það kemur fram í athugasemd við þetta blogg sem ég er búin að vísa í áður í þar síðasta pistli.
"Eins og ég sé samkynhneigð þá getur hún varla verið meðfædd. En veiki tel ég hana vera. Ég ætla að telja aðeins hérna hvernig ég sé samkynhneigð.
1. Þegar einhver einstaklingur fæðist frábrugðin öðrum t.d. með downsyndrome, siamstvíburar, afbrigðilegaútlimi eða eitthvað annað þá er um einskonar framleiðslugalla að ræða sem við köllum fötlun.
2. Það er ekkert í DNA eða neitt líkamlegt sem að spilar inní kynhneigð manna. Líkamlega eru samkynhneigðir 100% eins og við.
Ergo => samkynhneigð er þá andlegt mein eða andleg fötlun.
Að því gefnu að þetta er andlegt þá get ég ekki samþykkt það að þetta sé meðfætt. Þar sem það eru hlutnirnir umhverfis barnið sem hafa áhrif á andlegu þætti þess.
Ergo => ég lýt sömu augum á samkynhneigð og þunglyndi og aðra geðræna sjúkdóma."
Arnar Geir Kárason, 10.2.2009 kl. 19:31
Athugið, breiðletrunin er mín.
............
Það er svo greinilegt að viðkomandi aðili hefur ekkert gert af því að kynna sér alvöru rannsóknir varðandi kynhneigð og lætur bara þar við sitja að hafa þessa trú.
Ég segi: Hvernig væri að upplýsast og fræðast? Hvernig getur þú Arnar Geir Kárason, sett fram svona rugl og vitleysu og talið þetta einhver sannindi? Er það af því að þú ert ofurtrúaður og hefur trú þín gert þig svona fávísan?
En góðir lesendur, þetta er álit öfgatrúaðra á samkynhneigðum í hnotskurn. Og auðvitað verðum við svo að bæta við í þeirra fordóma sarp.............já það er líka litið á þá sem glæpamenn og með meðfædda synd og vanþóknanlega guði og að kynhneigð þeirra sé sori og að þeir séu kynvillingar og ábyrgir fyrir þjáningu þjóðarinnar fyrst var samþykkt á alþingi að leyfa þeim að fá blessun í kirkjum landsins yfir staðfesta sambúð sína og kynlíf þeirra líkt við viðurstyggð og svo mætti lengi telja.
Ég ætla bara að leyfa mér að segja við fólk sem er með svona viðurstyggilegan og ljótan hugsunarhátt að þið eruð algjörir trúvillingar! Af hverju haldið þið að þið séuð kölluð "öfgatrúarfólk"?
Svo fær þetta fólk að viðra þessar ömurlegu skoðanir sínar hér á blogginu og níða fólk.
Það er staðreynd að hjá öfgatrúuðum eins og ég er marg búin að benda á er samkynhneigð mikið áhyggjuefni. Þetta öfgatrúarfólk telur sig vita betur en læknar, geðlæknar, sálfræðingar og kynfræðingar og annað upplýst fólk sem veit að kynhneigð skiptir ekki máli og hvernig sem hún er, er hún hluti af náttúrunni og eðlileg. Þetta fólk er með alla sína vitneskju úr biblíunni sem skrifuð var fyrir 2 þúsund árum og 5-6 þúsund árum, þ.e. gamla testamentið.
Það er svo gott að geta skýlt fávisku sinni og fordómum á bak við trúarrit og túlkað þau á þann hátt sem styður fordómana og öfgana.
Ef það er eitthvað samkynhneigt fólk að lesa mín skrif þá vona ég svo sannarlega að ekkert ykkar láti ykkur detta það til hugar að þið séuð eitthvað annað en hluti af flórunni og að þið látið ekki trúaröfgaskoðanir hafa áhrif á ykkur. Ég og fleiri ætlum að hreinsa þetta út svo allir geti unað sáttir við sig.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ég ætlaði að fara benda þér í síðu hjá einum sem gerðist bloggvinur minn en þeirri síðu hefur verið lokað.
Offari, 10.2.2009 kl. 22:59
Samkynhneigð er meðfædd... algeng í dýraríkinu... kristni er innprentaður geðsjúkdómur... sem finnst hvergi nema á meðal sjálfselskra og hræddra manna.
Í framtíðinni munu kristnir verða þeir sem verða úti í kuldanum... allir munu dissa þá.
Já það er orðið svo að þegar fólk segist kristið/íslamistar blah... þá er það að segja að það sé sjálfselskir hræðslupúkar.. sem setja sig sjálfa framar öllu öðru... þeir setja sig í dómarasæti... þó stendur: Dæmið ekki svo að þér munuð ekki dæmdir verða
Kristnir vilja paradís fyrir sjálfa sig.. sama hvað það kostar... íslamistar vilja það sama.. + 72 hreinar meyjar.... þetta gengur allt út á sjálfselsku
Ert þú sjálfselsk(ur)?
DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 23:00
Tíkurnar mínar (Yourkshire Terrier og Peking/Chihuahua blanda) sýna stundum af sér lesbíska tilburði. Ættu þær að skammast sín eða skyldi þetta kannski bara vera þeim eðlilegt?
Karl Ólafsson, 10.2.2009 kl. 23:47
Afsakið prentvillu, Yorkshire Terrier er tíkin að sjálfsögðu.
Karl Ólafsson, 10.2.2009 kl. 23:48
Kjartan Rafn: Þú ert greinilega ekki mikill mannþekkjari. Halda mig með lágt sjálfsmat og að ég sé haldin miklu óöryggi Þú getur bara haft þinn forpokaða hugsunarhátt í friði fyrir mér.
Samkynhneigt fólk á líka að fá að vera í friði fyrir trúaröfgum.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:01
Karl: Tíkunum þínum ætti bara að líða sem best og vera sáttar sama hvað þær gera hvor við aðra
Margrét St Hafsteinsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:04
Er bara að spá í af hverju þessi umræða er hér í gangi. Getur ekki hver og einn stundað sína kynhneigð óáreittur og látið svo lítið að áreita aðra með skoðunum sínum gagn eða sam kynhneygðum.?? Verið bara það sem þið eruð og búið. Ég er viss um að ef ég væri samkynhneigð þá mundu allir vita það og ekkert skrítið í gangi. Það þarf ekkert að auglýsa þetta mál neitt meira.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2009 kl. 00:15
Ég alla vega skipti mér ekki af athöfnum tíkanna minna og skammast mín bara ekkert fyrir þær
Ég held líka að Guði vorum (eins og við túlkum hann hvert fyrir sig) sé slétt sama. Það voru menn sem skrifuðu hina umdeildu kafla Biblíunnar þar sem meint fordæming á samkynhneigð kemur fram.
Karl Ólafsson, 11.2.2009 kl. 01:11
Ásdís, það er "stríð" í gangi um heim allan... Kristni vs mannréttindi, kristni vs vísindi og menntun.
Þetta snýst um miklu meira en bara þetta.... + krappið í íslam líka og annað, náttlega.
DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 07:36
Margrét mín ég hélt að ég hefði sett inn komment hér á þessa færslu hjá þér, en sé að hún hefur farist fyrir af einhverjum ástæðum.
En ég er alveg yfir mig gáttuð á svokölluðu hreintrúarfólki, sem þykist vera svo gott og grandvart en er stútfullt af fordómum og illsku. Það er nánast eins og það kallist á við djöfulinn í stað þess að leita að innri friði, kærleika og umburðarlyndi. Þetta eru auðvitað ekki allir í þessum hópi, en afskaplega margir og þeir skemma mikið fyrir öðrum, og meiða og særa fólk sem ekkert hefur til saka unnið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2009 kl. 11:18
Sko Ásthildur, kristnir eru hræddir vegna þess að í bilíunni stendur klárlega að þegar guddi verður reiður þá drepur hann alla, vini sína líka, lítil saklaus börn.. og dýr.
Guðinn er svo geggjaður að kristnir eru að verja sjálfa sig þegar þeir ráðast gegn samkynhneigðum og öðrum með bulli úr biblíunni.
Yep guðinn er snargeðveikur fjöldamorðingi... sem betur fer er hann ekki til.
DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 11:27
fyrir utan alhæfingarnar (og þá móðgun sem felst í því að segja að svona ljót orð séu á einhvern hátt táknræn fyrir alla öfgatrúaða) þá styð ég þig fullkomlega kæra Margrét í því að draga fram svona texta og birta þá hér - þú ert með athygli mjög margra og vonandi verður tekið á svona löguðu - þú skalt samt ekkert vera að falla niður á þetta sama plan, ok, því það er flottur tilgangur í þessu hjá þér.
halkatla, 11.2.2009 kl. 13:24
öfgatrúaða... you say, annað hvort trúir fólk biblíu eða EKKI... there is no middle way.
Delusion or reason... face it
DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 17:50
Kvitt
Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.2.2009 kl. 22:29
Sæl Margrét.
Ég tilkynnti líka færslu frá þessum aðila fyrir jól. Þar var samkynhneigð flokkað undir sjúkdóma hjá honum. Sú færsla var fjarlægð.
Minnist þess að hann skrifaði líka í kynningu um sig á síðu sinnu að hann væri stoltur meðlimur AA . En fjarlægði það, væntanlega er spjótin fóru að beinast að honum sjálfum. (ath. Hef ekkert út á AA að setja - þvert á móti finnst bara skrítið að það hafi verið fjarlægt af honum.)
Nú velti ég mér fyrir hvort svona skrif, sem hann áður hefur þurft að fjarlægja að sinni síðu megi viðhalda á síðum annara smkv notendaskilmálum mbl.is. (?)
kristjan (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 03:52
Leíðrétting: Sé að hann er búinn að setja inn AA textan sinn aftur. Batnandi manni er best að lifa.
kristjan (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 03:55
Þakka öllum hér.
Kristjan: Gott hjá þér
Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.