Mega strákar ekki vera með bleikar regnhlífar?

Ekki alls fyrir löngu var ég stödd á útihátíð og stóð þar í sölutjaldi við borð sem seldi allskonar dót fyrir krakka.  Lítill gutti með snuð, svona 2ja ára, lallaði sér að borðinu og horfði þar með aðdáun á ofboðslega fallegar og krúttlegar bleikar regnhlífar fyrir "krakka" sem voru til sölu.  Hann kallaði á mömmu sína, sem var þarna rétt hjá og benti á bleiku regnhlífarnar og sagði:

- Langa fá sona! 

Mamma hans þreif hann upp og sagði með hálfgerðum snúð: 

- Þú færð ekki "bleika" regnhlíf!

Svo snéri hún sér frá borðinu, en litli drengurinn horfði ennþá með aðdáun yfir öxlina á henni á bleiku regnhlífarnar og eins lengi og hann gat á meðan mamma hans gekk með hann í burtu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband