Veskið sem ekki var stolið

Það er talsvert í umræðunni hér á landi að mikið af þeim útlendingum sem koma til landsins séu meira og minna þjófar og að erlend þjófagengi vaði hér uppi.   Ég er nú samt ekki viss um hvort að íslendingur hefði endilega sýnt af sér eins mikinn heiðarleika og ung erlend kona sýndi í dag.

Ekki löngu eftir að ég kom heim seinnipartinn, var dyrabjöllunni hringt.  Fyrir utan stóð ung ljóshærð kona.  Hún spurði mig á bjagaðri íslensku með pólskum hreim, hvort ég héti Margrét Hafsteinsdóttir.  Þegar ég játti því hálf hikandi, því ég vissi ekki hvað hún vildi, spurði hún mig hvort ég ætti ekki peningaveskið sem hún hélt á og sýndi mér. Hún sagðist hafa fundið það fyrir utan blokkina á bílastæðinu.  Ég sá að þetta var mitt veski og varð mjög undrandi, því ég var ekki farin að fatta það að ég hefði misst veskið á leiðinni inn. Ég þakkaði ungu konunni að sjálfsögðu kærlega fyrir og vildi endilega fá að borga henni fundarlaun, því það voru peningar í veskinu sem ekkert hafði verið snert á og allt á sínum stað.  Unga konan harðneitaði fundarlaunum, brosti bara og ætlaði að ganga í burtu, en þá gekk ég til hennar og knúsaði hana.

Mér skildist á henni, þegar hún var að reyna að útskýra fyrir mér hvar hún hefði fundið veskið að hún byggi í götunni, og nú verð ég að reyna að hafa upp á henni, svo ég geti fært henni blóm eða konfekt.  Því hún var flogin, vinkandi með bros á vör áður en mér tókst að spyrja hana.

Svo gott að finna fyrir heilindum og heiðarleika þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Klárlega zannkriztin & gegnheiðarleg kona...

Steingrímur Helgason, 21.9.2010 kl. 01:39

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hún gæti líka hafa verið sanntrúaður múslimi eða algjör trúleysingi

Margrét St Hafsteinsdóttir, 21.9.2010 kl. 17:53

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Kanski Búddatrúar

Aðalsteinn Agnarsson, 21.9.2010 kl. 20:11

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra svona sögur.  Ég þekki svona dæmi líka.  VIð erum fyrst og fremst við sjálf hvaða lit, kyn eða þjóðerni sem við berum.  Það væri gott ef allir hugsuðu þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2010 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband