Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Börn eru ekki í tísku

Etsy myndir 2804Nei börn eru ekki í tísku enda fer þeim fækkandi eins og hverjum öðrum hlut sem hættir að vera í tísku. Málefni barna og ungmenna hafa ekki verið ofarlega á baugi undanfarin ár. Þau hafa algjörlega setið á hakanum í allri þessari óöld sem ríkt hefur um mörg málefni, sem hefur aukið á óhamingju margra.

Nú er svo komið að allt of margir telja að börn og ungmenni séu ofurseld klámheiminum og nú þurfi að kenna þeim að umgangast klámheiminn á réttan hátt. Ákveðnir hópar fara fram með miklum kulda í garð barna og telja að þau séu meira og minna öll kominn í klámheiminn og hafi aðgang að honum. Þetta fólk mærir mjög svo grófar bækur sem á að kenna þeim á þetta allt saman og telur að hugarheimur barnanna sé nú þegar orðið mengaður af klámi og þess vegna þurfi að fara þessa leið. Eins og það sé ekki hægt að bæta þann skaða sem orðið hefur á hugarheimi barna og ungmenna, heldur eigi bara að bæta í.

Það er hægt að aðstoða og hjálpa börnum í mótun með umhyggju og heilbrigðum aga. Börn eru mörg hver að kljást við ótrúleg vandamál, m.a. tengslavanda. Það er samt ekki flókið hvernig á að halda góðum tengslum við börn og hjálpa þeim þannig tilfinningalega. Það þarf að tala við þau, gefa þeim tíma í spjall um hitt og þetta, horfa í augun þeirra, setjast niður með þeim og hafa bara kósí og skemmtilegt. Það gengur ekki að þau séu endalaust í símanum eða í tölvunni og horfi meira á skjá en í augun á sínum nánustu, vinum og vandamönnum. Foreldrar sem eru meira uppteknir af símanum sínum, að glápa á Netflix eða hanga endalaust á FB eða einhverjum öðrum netmiðlum, þurfa virkilega að athuga sinn gang.

Það þarf að virkja börn í að gera eitthvað skemmtilegt og börn þurfa að stunda útiveru, vera í samskiptum við vini og vandamenn, án netsins, og þjálfa þannig félagsleg samskipti og tengsl.

Það er hins vegar hauga lygi að flest öll börn og ungmenni séu að horfa á klám og hafi gert það. Samt á kynfræðslan að taka mið af því að þau séu upplýst um klámheiminn.

Það er sem betur fer ennþá til foreldrar sem passa upp á hvað börnin þeirra eru að horfa á á netinu og hvaða upplýsingar þau fá. Vita það að þau þurfa allt í smáskömmtum. Þau vita það líka að börn melta upplýsingar smátt og smátt og það rennur upp fyrir þeim ljós smátt og smátt varðandi hin ýmsu mál. Börn hafa innri heim eins og við fullorðna fólkið. Þau eru ekki vélmenni sem þarf að mata út í eitt.

Nú er svo komið að foreldrar og aðstandendur barna sem vilja breytingar og vilja ekki að börn verði tengd svona við klám heiminn, efni sem er stranglega bannað þeim n.b. eru að rísa upp og mótmæla. En þau hafa hreinlega verið skotin niður af allskonar aktívistum og af fólki sem þykist vera að vernda börnin, og virðast konur þar vera í stórum hluta, sem er hreint ótrúlegt. Hvað gerðist eiginlega?

Það er talað um nýjan raunveruleika barna og raunveruleikinn er klámheimurinn. Klámheimurinn er búinn til af fullorðnu fólki og hann er ekki fyrir börn. Aðgengi að honum hefur næstum verið gert frjálst.

Af hverju eru svona örfáir að tala um forvarnir? Það er hægt að laga þetta. Af hverju eru þið sum svona blind og köld? og skítsama? Ég stend með foreldrum og velunnurum barna. Ég stend ekki með þessari ógn sem er verið að leiða börn inn í og börn eru leidd inn í. Og það verndar ekki börn gegn barnaníðingum að læra um þessi mál á þann hátt sem stendur til að kenna þeim núna. Og munið það að börn leika eftir það sem þau sjá og þeim er innrætt. Þau gætu auðveldlega farið að leika eftir eitthvað af þessum grófu myndum sem fyrirfinnast í klámbókunum þeirra. Valdið sjálfum sér og öðrum skaða með því. Það eru þegar komin dæmi.

Börn og ungmenni leika ýmislegt eftir sem þau sjá, það er liður í því að þroskast. Þegar hljómsveitin Hatari var vinsæl, fóru krakkar að vilja fara í búninga eins og hljómsveitarmeðlimir. Þau voru að skemmta sér við það, fannst þessir búningar flottir og tónlistin. Þau voru ekki að pæla í B D S M. Þegar börn og ungmenni klæða sig í búninga eru það oftast búningsins vegna og oft kemur tónlist þar inn í og eða týpur í kvikmyndum.

FAÐMLAG TIL ALLRA SEM ÞEKKJA BÖRN OG ER ANNT UM VELFERÐ ÞEIRRA. Takið ykkur nú saman að rísið upp! Það veitir ekki af því að hafa þetta eitthvað skemmtilegra.


Kremið E45 sem fæst í Costco og innhald þess

Það eru miklar umræður í Costco hópnum á Facebook um ágæti andlitskrems sem er kallað E45 og talsvert margir hrifnir af. Fólk er þó að velta fyrir sér innihaldi kremsins og hvort það sé svo gott fyrir húðina í raun. Þar koma fram margar rangfærslur varðandi innihaldsefni kremsins. Persónulega myndi ég ekki nota það. Það er talsvert af paraben efnum í því sem dæmi. Þar sem ég þekki talsvert af efnum vegna rekstursins sem ég er í og hef gaman að því að grúska í svona, setti ég saman listann með innhaldslýsingunum og skilgreindi efnin lauslega.

White Soft Paraffin

er skylt Vaselini. Það er í upphafi unnið úr hráolíu, en í gegnum þann iðnað var Vaselin uppgötvað fyrir ca. 150 árum, þegar verkamenn í olíuiðnaði fundu það út að olíufitubrákin sem varð eftir í rörunum við uppdælingu var einstaklega græðandi og þeir báru þetta á hendurnar á sér til að græða sár og sprungur. Þetta efni er mjög gott fyrir húðina og er einstaklega græðandi. Sama er með Light Liquid Paraffin sem er skylt og er líka í kreminu.

Anhydrous Lanolin

er hreinsuð fita úr ull af kindum. Hún þykir mjög græðandi og mýkjandi, góða á sprungur í húð og slær á kláða. Hrindir frá sér vatni, ver gegn frosti. Í góðu lagi með hana en það eru þó einhverjir sem fá ofnæmi fyrir þessu efni eða þola það ekki.

Glycerol monostearate

eru lífrænar sameindir (GMS) notaðar til mýkingar. GMS er hvítt duft, flögukennt, lyktarlaust efni en sætt á bragðið og hefur þann eiginleika að viðhalda raka. Það er unnið úr fitusýrum.

Cetyl alcohol

er olíukennt eða feitt alkóhól sem er unnið úr plöntum. Það er fengið með því að nota Sodium hydroxide - vítissóda sem dæmi blandaðan við kókosfitu til að ná fram þessu alkóhóli. Þetta alkóhól er hins vegar ekkert líkt venjulegu alkóhóli, heldur hefur það þau áhrif að það heldur saman efnum þannig að þau aðskilji sig ekki, gerir þau stöðug og viðheldur þykkt eins og í kremum. Það er hreinsandi og verndandi og er m.a. oft notað í hárnæringu.

Sodium Cetostearyl Sulphate

Þetta er hreinandi efni sem er búið til úr "feitu" alkóhóli. fitusýrum og söltum og ekki hefur verið sýnt fram á að það sé skaðlegt.

Carbomer

Í lífrænni efnafræði er Carbomer þanin sameind sem verður til með efnafræðilegum tengingum til að auka möguleika stöðugra sameinda. Uppgötvað af Rémi Chauvin árið 1995. Carbomer hefur þykkjandi eiginleika og hindrar "blæðingu" eða smitun og leka í kremum sem dæmi.

Methyl Hydroxybenzoate - Paraben efni

Er sveppa- og bakteríudrepandi efni. Semsagt rotvarnarefni oft notað í snyrtivörur og matvæli einnig. Það eru skiptar skoðanir um ágæti þessa efnis fyrir húðina og mannslíkamann, þar sem það flokkast undir paraben efni sem eru í raun sýrur sem drepa sveppi, bakteríur og skordýr. Það er þó ekki talið skaðlegt í litlum skömmtun en það hafa verið skráð ofnæmisviðbrögð við því og næmleiki við sólarljósi, sem veldur hraðari öldrun húðarinnar og DNA skemmdum.

Propyl Hydroxybenzoate - Paraben efni

Er líka í flokki paraben efna. Það hefur mjög lík áhrif og í efninu hér fyrir ofan.

Sodium Hydroxide

Er Vítissódi stundum líka kallaður Lútur. Hann er langt því frá að vera meinlaus einn og sér. Hann er mjög basískur og er notaður til að herða olíur í sápum svo þær harðni. Við það efnaferli breytist hann í basísk steinefni. Þegar hann er settur í vörur eins og sápur og krem fer hann í gegnum efnaferli og er líklega notaður í krem til að gera þau þéttari og er um leið bakteríudrepandi. Sódinn er ekki hættulegur ef hann er rétt meðhöndlaður í þessar vörur. Svo er hann unnin úr salti, þar sem hann er verður til fyrir sérstök efnahvörf.

Það má geta þess að það er hægt að búa til krem fyrir húðina á miklu einfaldari hátt. Margir eru að búa til allskonar jurtakrem úr náttúrunni hér á landi. Þau krem hafa ekki eins langan endingartíma, enda laus við varasöm rotvarnarefni. Svo er spurningin hvort krem af þessu tagi þurfi að hafa langan endingartíma. Best að nota þau fersk og ný og kaupa svo aftur þegar á þarf að halda :)


Íslendingar með D-vítamín skort?

Getur hugsanlega verið að okkur hér á Íslandi skorti svo mjög D-vítamín?  Getur það að einhverju leiti útskýrt það hversu illa við veikjumst af svínaflensunni?

Það eru margir læknar erlendis sem segja að D-vítamín og nægilegt magn af því í líkamanum verji okkur gegn flensum m.a.  Þeir segja að hér á vesturlöndum skorti marga D-vítamín vegna þess að við borðum of lítið af fiski og vegna þess að við notum allt of mikið af sólarvörn.

Hér höfum við litla sól og hér hefur fólk minnkað mikið fiskneyslu.  Persónulega tek ég D-vítamín og þrefaldan ráðlagðan dagskammt sem kemur fram á upplýsingum á vítamínglasinu.  D-vítamín veldur ekki eituráhrifum eins og áður hefur verið haldið fram, nema í einhverjum risa skömmtum.

Þannig að nú ættu sem flestir að trítla í næsta apótek eða heilsubúð og kaupa sér D3 vítamín.

Hér er linkur þar sem nokkrir læknar fjalla um D-vítamín gegn flensu m.a.

 

http://thorsteinnscheving.blog.is/blog/thorseinnscheving/entry/963654/

 


mbl.is 20% flensusjúklinga á gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýfædd börn

Það vita það allir foreldrar hversu mikill munur er á nýfæddum börnum þegar litið er á þyngd þeirra og lengd.  Þessi "litli" hlunkur frá Indónesíu hlýtur að vera ótrúlegur að sjá.  Við vitum að það er talsverður mundur á nýfæddum börnum þegar þau eru 12 merkur eða 16 merkur að þyngd, hvað þá 35 merkur.  Mér fannst nóg að burðast með mína syni, 14 og 15 merkur. 

lanfredij-0011-001_hres.jpg

 

Þegar yngri sonur minn fæddist, 15 merkur og 50 cm, stuttur og digur InLove með kolsvartan hárlubba, þá var konan í næsta rúmi með son sem var 18 merkur og 56 cm og það var hreint ótrúlega mikill munur á þessum tveim, þótt það munaði ekki nema 750 gr. á þyngdinni og 6 cm á lengdinni. Eldri sonur minn var 14 og hálf mörk og 52 cm og þótti frekar grannur.  Stuttu áður en ég eignaðist hann fæddi frænka mín son sem var 20 merkur og 59 cm!   Hann var ótrúlega stór og mikill miðað við önnur nýfædd börn.

En ég væri til í að halda á krúttinu frá Indónesíu Heart Gaman að velta þessu fyrir sér.

 


mbl.is Risabarn vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband