Færsluflokkur: Mannréttindi

Kynferðisáreiti er óþolandi!

Mikið er ég fegin að konur hafa risið upp gegn kynferðisáreiti, þótt sumum þyki nóg um.  Svona áreiti er afskaplega niðurlægjandi og leiðinlegt.  Ég hef sjálf lent í þannig áreiti oft og mörgum sinnum í gegnum árin.   Mér finnst bara frábært og  í góðu lagi að konur kæri slík mál og að í dag hafi þær tækifæri til þess, enda óþolandi að verða fyrir svona dónaskap og kúgandi aðstæðum.

Þegar ég var á 15. ári var ég að vinna í bakaríi að sumri til.  Þar vorum við stelpurnar sem þar unnum fyrir miklu áreiti af hálfu eins bakarans, sem var eldri maður.  Hann bókstaflega káfaði á okkur þegar honum sýndist svo.  Hann varð þó fljótur til að láta mig í friði, af því ég sló hann utan undir einu sinni.  Ef þetta væri í dag, myndi maðurinn verða kærður.

Ég man líka eftir lögfræðingi á einum vinnustað, sem stundaði það að króa okkur tvær stúlkur af, og reyna að káfa á okkur og kyssa, giftur maðurinn.  

Svo þótti líka mjög skemmtilegt af nokkrum starfsmönnum í sláturhúsinu, þar sem ég vann í haustslátrun að æða með lúkurnar á milli fótanna á okkur stelpunum, þegar við vorum önnum kafnar í vinnu og/eða káfa á brjóstunum á okkur.  Eitt skipti man ég eftir því að ég snéri mér snöggt við þegar maður káfaði á mér þar sem ég var að vinna við að hreinsa garnir og var með sloruga hanska á höndunum, og gaf honum einn góðan utan undir, svo slorið lak af fésinu á honum.

Versta sem ég hef lent í var af hálfu læknis, sem kom í sjúkravitjun heim til mín, þegar ég fékk svo alvarlega í bakið að ég gat varla hreyft mig.  Hann lét mig standa upp við borð sem ég studdi mig við svo ég snéri baki að honum.  Hann skoðaði á mér bakið og svo kippti hann niður um mig nærbuxunum, horfði á rassinn á mér, sem var alveg óþarfi af því mér var ekki illt í rassinum.  Ég reyndi í vanmætti mínum að snúa mér við og reyndi að kippa aftur upp nærbuxunum, en þá dró hann þær aftur upp og lét smella í teygjunni.  Hann var glottandi á svip þegar mér tókst að líta framan í hann og mér leið ömurlega, þarna næstum ósjálfbjarga, ein heima og upplifði þrúgandi ástand.   Læknirinn sagði mér síðan bara að taka verkjatöflur og gerði ekkert, enda sagði hann að ekkert væri hægt að gera, nema að liggja og láta þetta lagast og taka verkjatöflur, þar sem þetta væri slæmt þursabit. Reyndar var ég með brjósklos og endaði í skurðaðgerð vegna þess.

Ég lenti líka einu sinni í leigusala, sem varð ákaflega hrifinn af mér, giftur maður að sjálfsögðu.  Hann beinlínis lagði mig í einelti, var alltaf að hringja í mig á kvöldin, bjóðandi mér til Spánar og út að borða, sem ég þáði að sjálfsögðu ekki.  Svo kom hann oft þar sem ég var að vinna, en hann átti það húsnæði og var sífelt að daðra við mig og reyna við mig þótt ég væri í sífellu að neita honum.  Óþolandi!

Þetta er bara brot af því sem ég hef lent í hvað varðar kynferðisáreiti.  Ég hef líka lent í nauðgunartilraun og líkamsárás af hálfu karlmanns sem ég vildi ekki þýðast.  Ég kærði hann og vann málið!!

Já stelpur, ég skil ykkur sem verða fyrir kynferðisáreiti og stend með ykkur í baráttunni.  


mbl.is Saka fyrrum forstjóra um kynferðisáreitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæti fyrir of feita og of mjóa

Fyrst það er farið að framleiða extra stór sæti fyrir offitusjúklinga og þau auglýst sérstaklega fyrir þá, þá finnst mér ekki annað en sanngjarnt að það verði líka framleidd extra mjó sæti fyrir horrenglur og þau auglýst fyrir anorexíusjúklinga.
mbl.is Blá sæti fyrir feita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðigangan

Nú er dagur Gleðigöngunnar
 
Gay Pride!
 
Allir að mæta með gleði í hjarta, fallegar hugsanir
og gleðjast yfir fjölbreytileika mannflórunnar.
 
HeartHeartHeart

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar kæru bloggvinir og takk fyrir veturinn. 

showletter_2.jpg


Megi þið eiga gott og hlýtt sumar

og megi bjartsýni og sköpunarkraftur verða ríkjandi hér á landi.

............

Ég kvaddi veturinn með flensu og núna í dag á sumardaginn fyrsta fór ég loksins að hressast.

barn nagar ta

 

Og muna svo að kjósa rétt!!  W00tFootinMouth

 


Það má flengja litla drengi

Ég verð svo pirruð þegar ég les svona fréttir.  Sýknaður fyrir að flengja syni kærustu sinnar 4ra og 6 ára.  Ef þetta hefðu verið stúlkubörn sem áttu þarna í hlut hefði maðurinn ekki verið sýknaður.  Það get ég svo sannarlega sagt og staðið við.   Þrýstihópar um málefni kvenna hefðu orðið vitlausir.  En í þessu tilfelli var um tvo litla drengi að ræða.  

Að bera svo olíu á rassinn á þeim eftir flengingarnar, sannar bara fyrir mér að þarna var helv.... perri á ferð, enda maðurinn kenndur við bdsm.

Þetta er bara ofbeldi sem drengirnir urðu fyrir af hendi mannsins og mjög gróft. Aumingjaskapurinn í mömmunni að bregðast ekki við þessu fyrr.  Kannski stóð þrælslundin eitthvað í henni.

Vesalings litlu drengirnir. 

Það er skömm að þessum dómi og ég lýsi vanþóknun minni á þessu.  Hvar eru þrýstihóparnir núna?  Hóparnir sem öskra hátt og láta ófriðlega ef konur verða fyrir einhverju óréttlæti og þá líka stúlkubörn.

Hver ætlar að halda uppi vörnum fyrir litla drengi og karlmenn svona yfirleitt sem svo sannarlega verða fyrir ofbeldi og valdníðslu, og líka af hendi kvenna.

Mér er óglatt.


mbl.is Mátti flengja drengi kærustu sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband