Færsluflokkur: Menning og listir
10.11.2008 | 01:55
Laxness um athafnamenn og fleira
Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.
Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?
Og svarað: Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið.. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"
(Kristnihald undir Jökli, bls. 301)
.............................................................................................................
Svona verður sumarfríið hjá mörgum árið 2009
................................................................................
Nú eru jólin framundan og hér er sniðug hugmynd fyrir einhverja
til að létta þeim lífið á þessum erfiðu tímum
.........................................................................
Svo er ýmislegt hægt að gera til að bregðast við matarskorti ef hann verður
...........................................
Það gengur allavega ekki að gefast upp og gefa skít í allt
................................................................
Við verðum að reyna að skilja hvað heimurinn snýst um og hvað gengur og hvað ekki
..............................................................
Við þurfum að vera opin og finna nýjar leiðir
...........................................
16.10.2007 | 04:12
Ætli ég verði núna kölluð rasisti?
Ég fór á djammið síðasta laugardagskvöld
sem er kannski ekki í frásögur færandi
nema fyrir þá sök að ég fer ekki nema svona
einu sinni á ári
Mér finnst miklu skemmtilegra að vera heima,
borða góðan mat, dunda mér og prjóna!
Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég fer
hvað mikið er af fullu fólki á djamminu
Ég hitti þó skemmtilegt fólk
og ég og vinkona mín sem fór með mér
vorum talsvert að spjalla við frábær hjón
og sátum við borðið hjá þeim
Það kom maður að borðinu
og hlammaði sér á milli hjónanna
enda leist honum greinilega vel á konuna
sem er mjög myndarleg
Eiginmaðurinn segir eitthvað við manninn
sem ég heyrði ekki
en ég segi eitthvað á þá leið
að það sé óþarfi að maðurinn sé að troða sér á milli þeirra
Þá segir eiginmaðurinn:
Æ, það er allt í lagi. Þetta er bara pólverji!
Ég er enn að hlæja að þessu
og á trúlega að skammast mín fyrir það
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)