Færsluflokkur: Spaugilegt

Nútíma texti við gamalt jólalag - Og allir syngja með!

Nú er Gunni á nýjum jeppa
nú eru að koma jól
Sigga er sér alveg að sleppa
í oggulitlum kjól.

Pabbi er í eldhúsinu
og honum er svo heitt.
Rauðvín þambar og í sósu hellir
og sparar ekkert neitt.

Mamma hún í ógnarbasli
á með dressið sitt.
Fljótur Siggi faldaðu núna
nýja pilsið mitt!

Kötturinn er svo undirförull
í búrinu lepur skjótt
dýsæta súpu í bolluskál
sem yljar honum fljótt.

Jólatré í stofu stendur
í slifur gráum lit
Afi gamli í sófa situr
og bara alveg bit.
 
Lag: Nú er Gunna á nýjum skónum
Texti: Margrét St. Hafsteinsdóttir.

Maðurinn með hattinn

Seinnipartinn í gær átti ég leið um Grensásveginn ásamt syni mínum.  Stopp á ljósum sá ég álengdar álútinn mann með hatt standandi upp við staur.  Ég benti syni mínum á manninn og sagði:

Maðurinn með hattinn,

stendur upp við staur,

þarf að borga skattinn

en hann á engan aur.

Stráksa fannst þetta fyndið og sagði:  Varstu að semja þetta mamma?

Nei, þetta er gömul íslensk vísa sagði ég Grin


Eru íslenskir athafnamenn grínistar?

Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.

Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?

Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið.. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"

(Kristnihald undir Jökli, bls. 301)


Að nefna barn eftir bíl

Þetta var ansi sniðugt hjá bresku hjónunum að nefna dóttur sína eftir bílnum sem hún fæddist í.  Kia er ekki svo slæmt nafn.  Og fá svo nýjan bíl frá bílaframleiðandanum svona óvænt.  Þetta er góð hugmynd fyrir ófrískar konur í kreppunni ef þær vantar bíl að reyna að fæða barnið í aftursætinu á flottum bíl og ekki svo slæmt ef það væri strákur sem fæddist í Lexus.

Í mínum bíl væri hægt að nefna bæða strák og stelpu sem fæddust í honum, þ.e. Nissan og Míkra Grin


mbl.is Nefndu barnið eftir bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega krúttlegar myndir

Þessar myndir eru bara krúttlegar og ekkert annað Smile Gaman að sjá hvernig vinátta getur þróast hjá ólíkum dýrategundum.

kisa_pafagaukur.jpg

 

kisa_pafagaukur_1.jpg

 

kisa_pafagaukur_2.jpg

 

kisa_pafagaukur_4.jpg

 

kisa_pafagaukur_5.jpg

 

kisa_pafagaukur_6.jpg

 

kisa_pafagaukur_7.jpg

 

kisa_pafagaukur_8.jpg

 

kisa_pafagaukur_9.jpg

 

kisa_pafagaukur_10.jpg

 

kisa_pafagaukur10.jpg

 

kisa_pafagaukur11.jpg

 

HeartHeartHeart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband