Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Góðar lífsreglur

Ellefu lífsreglur Bill Gates


Bill Gates, forstjóri tölvurisans Microsoft, hélt eitt sinn fyrirlestur fyrir unglinga í gagnfræðaskóla í Bandaríkjunum.
Þar talaði hann um reglurnar ellefu sem þau myndu aldrei læra á skólagöngu sinni en þyrftu nauðsynlega að kunna til að komast af í lífinu.

 

1. Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því.


2. Veröldinni er sama um þitt sjálfsálit. Allir ætlast til að þú áorkir einhverju áður er þú ferð að vera ánægður með sjálfan(n) þig.


3. Þú munt ekki þéna fjórar milljónir á ári strax þegar þú útskrifast úr skóla og þú verður ekki framkvæmdastjóri fyrr en þú hefur   unnið fyrir því.


4. Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu þangað til þú færð yfirmann.


5. Að snúa hamborgurum á skyndibitastað er ekki fyrir neðan þína virðingu. Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það að snúa hamborgurum, þau kölluðu það TÆKIFÆRI.


6. Ef þú klúðrar einhverju, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna, "hættu þessu væli og lærðu af mistökunum".


7. Áður er þú fæddist voru foreldrar þínir ekki svona leiðinlegir eins og þeir eru núna. Þeir urðu svona eftir að hafa borgað fyrir uppeldið þitt, þvegið fötin þín, þrifið til draslið eftir þig og hlustað á hvað þú ert cool og hallærisleg/ur. Svo áður en þú og vinir þínir bjargið regnskógunum og leysið heimsmálin, reyndu þá að taka til og koma reglu á herbergið þitt.


8. Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og tapara en lífið gerir það ekki. Í sumum skólum er hægt að taka sama prófið aftur og aftur, þannig er þetta ekki í atvinnulífinu.


9. Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki hafa frí öll sumur. Mjög fáir samstarfsmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að finna sjálfan(n) þig. Gerðu það í þínum eigin tíma.


10. Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna.


11. Vertu vingjarnleg(ur) við nördana í skólanum, það endar mjög líklega með því að þú þarft að vinna hjá einhverjum þeirra.



Kveðja, Bill Gates, nörd í skóla...

Hverjir eru þessir lítilmagnar og þeir sem minna mega sín?

Ég beinlínis þoli ekki þessar útlistanir á fólki frá öðru fólki sem telur sig hafa meira "vald" en aðrir eða hefur tekið sér það.

Þegar fólk er að tala um að gera eitthvað fyrir þá sem "minna mega sín" og að styðja "lítilmagnann" er það í rauninni að tala niður til fólks og gera lítið úr því.  Sá sem minna má sín er valdalítill og sá sem er lítilmagni er það líka.  Það er merking orðanna.  Mér finnst þetta bara niðurlægjandi tal um fólk sem hefur kannski ekki gert neitt af sér annað en það að veikjast eða vera veikt frá fæðingu svo dæmi séu tekin.  Þetta er líka sagt um fólk sem er að basla og er launalágt og hefur ekki aðgang að meiri launum vegna þess að vinna þeirra er illa metin.

Þetta er bara hroki og ekkert annað!

Það er mjög gott að sveipa sig einhverri skykkju góðmennsku og æða um í staurblindni og finnast maður verðskulda meiri auð og völd heldur en aðrir sem berjast í bökkum og taka sér svo það vald að þú sért yfir aðra hafinn og verðskuldir meira þegar þú átt miklu meira en nóg fyrir þig og þína. Það er ömurlegt til þess að hugsa að "ölmusuhugsunin" skuli vera svona hátt skrifuð hjá kristlingum þessarar þjóðar sem m.a. halda tónleika "fyrir þá sem minna mega sín" og með því staðfesta "valdaleysi" þeirra sem hafa troðist undir hér í samfélaginu.

Það er ömurlegt að hlusta á presta flytja ræður með helgislepjutón í röddinni, og segja .........þá sem minna mega sín.........og bla bla bla............ og auglýsa svo matargjafir handa þeim sem þurfa á því að halda.

Það er ömurlegt að fólki skuli vera boðið yfirhöfuð upp á það að standa í biðröðum eftir mat og fatnaði og það skuli þykja bara næstum sjálfsagt og að það skuli hálfpartinn vera sveipað einhverri "helgi" og þykja svo gott að geta gefið fólki eitthvað á þennan hátt......Ömurlegt! Það er svo gott að vera í þeirri aðstöðu að geta fundið fyrir valdi sínu og geta verið þess umkominn að henda svona eins og einum þúsundkalli í allar þessar svokölluðu "hjálparstarfsemi" hér sem býður fólki að niðurlægja sig með því að standa í biðröðum.

Staðreyndin er að það er enginn einn meiri en annar.  Það vald sem fólk tekur sér til að ráðskast með líf annarra, viðhalda fátækt, troða á öðrum og niðurlægja fólk með því að kalla það og líta á það sem einhvers konar undirmálsfólk, er bara vald sem fellur um sjálft sig vegna þess að þetta er ekkert annað en sýking hugans sem veldur þessum valdasjúkdómi og hefur fengið tengingu við peninga.

Það fólk sem telur sig meira en aðrir og viðheldur fátækt og leyfir ekki fólki að halda mannlegri reisn sama hvað á gengur og í krafti auðæfa sinna telur sig yfir aðra hafið, er það fólk sem er veikast af öllum.  Það fólk sem þarf að finna fyrir einhvers konar valdi er í raun mjög veiklundað.

Svo heldur fólk að það geti friðað sjálft sig með því að henda brauðmolum í aðra og lifa svo áfram í blekkingum með egóið í botni.  Svo fyrirlítur það í raun þá sem það þykist vera að hjálpa.

Ölmusu hugsunin er mörgum hjartkær.  Þess vegna er fátækt og mismunun til yfirhöfðuð.  Það er troðið á fólki og það beitt óréttlæti vegna þess að einhverjum finnst það sjálfsagt.  Þess vegna heldur þetta áfram og fólk verður undir, þar til hugsun annarra verður kærleiksríkari og jöfnuður næst.  Jöfnuður er það eina sem gengur til að samfélög blómstri.


Óska öllum bloggurum og gestum hér gleðilegra jóla

Óska öllum bloggurum hér
gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
 
Vonandi fer að landið og landar þess
að rísa upp til betra lífs fyrir alla.
 
Eigið þið yndislegan tíma.
 
homestead_winter.jpg
 
 

Dýrlingastöðuveitingar

Það er alveg fáránlegt að detta það einu sinni til hugar að taka einhvern í dýrlingatölu á 21. öldinni.  Kaþólska batteríið sem hefur staðið fyrir þessum dýrlingastöðuveitingum er löngu búið að gera sig að athlægi með sínum athæfum og forsjárhyggjupólitík í gegnum aldirnar og árin.  Það eru margir búnir að sjá í gegnum þetta valdabatterí sem ennþá fær að valsa um heiminn flest öllum til leiðinda.

Þrátt fyrir að mikið hafi verið skrifað og rætt um barnaníð innan þessarar trúarstofnunar, er þetta ömurlega batterí ennþá með einhverja áhangendur sem þora ekki að sleppa pilsfaldinum á páfanum af ótta við helvítisvist sem er búið að innræta þeim.  Þrátt fyrir að stór sök liggi á herðum þessa valdabákns vegna útbreiðslu alnæmis í Afríku vegna þess að þeim er í nöp við smokkinn og stór sök liggi á herðum þess vegna afstöðu þeirra til ýmissa mannréttindamála, eins og mannréttinda samkynhneigðra og kvenna sem vilja ráða yfir líkama sínum og fara í fóstureyðingar ef þær verða ófrískar eftir nauðgun sem dæmi.  Þrátt fyrir að þessi stofnun liggi eins og ormur á gulli á öllum sínum auðæfum á meðan fólk sveltur í heiminum og þrátt fyrir að þessi stofnun trúi mjög heitt á meintan djöful og illa anda sem taka sér bólfestu í fólki og kenni þjónum sínum að reka þá út með krossum og bölbænum, er fólk ennþá, já ég endurtek ennþá að kalla þetta kirkjuna sína.

Gvuð minn góður hvað fólk er vitlaust.

quake004


mbl.is Páfar í dýrlingatölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilabrot

Sonur minn spurði mig:
 
Hvað mundi gerast ef Gosi segði
 
Nú stækkar nefið mitt!
 
gosi_me_ranann_353265.gif
 
Smá heilabrot í jólaösinni Grin

Maðurinn með hattinn

Seinnipartinn í gær átti ég leið um Grensásveginn ásamt syni mínum.  Stopp á ljósum sá ég álengdar álútinn mann með hatt standandi upp við staur.  Ég benti syni mínum á manninn og sagði:

Maðurinn með hattinn,

stendur upp við staur,

þarf að borga skattinn

en hann á engan aur.

Stráksa fannst þetta fyndið og sagði:  Varstu að semja þetta mamma?

Nei, þetta er gömul íslensk vísa sagði ég Grin


Eru íslenskir athafnamenn grínistar?

Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.

Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?

Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið.. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"

(Kristnihald undir Jökli, bls. 301)


Að nefna barn eftir bíl

Þetta var ansi sniðugt hjá bresku hjónunum að nefna dóttur sína eftir bílnum sem hún fæddist í.  Kia er ekki svo slæmt nafn.  Og fá svo nýjan bíl frá bílaframleiðandanum svona óvænt.  Þetta er góð hugmynd fyrir ófrískar konur í kreppunni ef þær vantar bíl að reyna að fæða barnið í aftursætinu á flottum bíl og ekki svo slæmt ef það væri strákur sem fæddist í Lexus.

Í mínum bíl væri hægt að nefna bæða strák og stelpu sem fæddust í honum, þ.e. Nissan og Míkra Grin


mbl.is Nefndu barnið eftir bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar með D-vítamín skort?

Getur hugsanlega verið að okkur hér á Íslandi skorti svo mjög D-vítamín?  Getur það að einhverju leiti útskýrt það hversu illa við veikjumst af svínaflensunni?

Það eru margir læknar erlendis sem segja að D-vítamín og nægilegt magn af því í líkamanum verji okkur gegn flensum m.a.  Þeir segja að hér á vesturlöndum skorti marga D-vítamín vegna þess að við borðum of lítið af fiski og vegna þess að við notum allt of mikið af sólarvörn.

Hér höfum við litla sól og hér hefur fólk minnkað mikið fiskneyslu.  Persónulega tek ég D-vítamín og þrefaldan ráðlagðan dagskammt sem kemur fram á upplýsingum á vítamínglasinu.  D-vítamín veldur ekki eituráhrifum eins og áður hefur verið haldið fram, nema í einhverjum risa skömmtum.

Þannig að nú ættu sem flestir að trítla í næsta apótek eða heilsubúð og kaupa sér D3 vítamín.

Hér er linkur þar sem nokkrir læknar fjalla um D-vítamín gegn flensu m.a.

 

http://thorsteinnscheving.blog.is/blog/thorseinnscheving/entry/963654/

 


mbl.is 20% flensusjúklinga á gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæti fyrir of feita og of mjóa

Fyrst það er farið að framleiða extra stór sæti fyrir offitusjúklinga og þau auglýst sérstaklega fyrir þá, þá finnst mér ekki annað en sanngjarnt að það verði líka framleidd extra mjó sæti fyrir horrenglur og þau auglýst fyrir anorexíusjúklinga.
mbl.is Blá sæti fyrir feita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband