20.12.2009 | 17:38
Dýrlingastöðuveitingar
Það er alveg fáránlegt að detta það einu sinni til hugar að taka einhvern í dýrlingatölu á 21. öldinni. Kaþólska batteríið sem hefur staðið fyrir þessum dýrlingastöðuveitingum er löngu búið að gera sig að athlægi með sínum athæfum og forsjárhyggjupólitík í gegnum aldirnar og árin. Það eru margir búnir að sjá í gegnum þetta valdabatterí sem ennþá fær að valsa um heiminn flest öllum til leiðinda.
Þrátt fyrir að mikið hafi verið skrifað og rætt um barnaníð innan þessarar trúarstofnunar, er þetta ömurlega batterí ennþá með einhverja áhangendur sem þora ekki að sleppa pilsfaldinum á páfanum af ótta við helvítisvist sem er búið að innræta þeim. Þrátt fyrir að stór sök liggi á herðum þessa valdabákns vegna útbreiðslu alnæmis í Afríku vegna þess að þeim er í nöp við smokkinn og stór sök liggi á herðum þess vegna afstöðu þeirra til ýmissa mannréttindamála, eins og mannréttinda samkynhneigðra og kvenna sem vilja ráða yfir líkama sínum og fara í fóstureyðingar ef þær verða ófrískar eftir nauðgun sem dæmi. Þrátt fyrir að þessi stofnun liggi eins og ormur á gulli á öllum sínum auðæfum á meðan fólk sveltur í heiminum og þrátt fyrir að þessi stofnun trúi mjög heitt á meintan djöful og illa anda sem taka sér bólfestu í fólki og kenni þjónum sínum að reka þá út með krossum og bölbænum, er fólk ennþá, já ég endurtek ennþá að kalla þetta kirkjuna sína.
Gvuð minn góður hvað fólk er vitlaust.
Páfar í dýrlingatölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:41 | Facebook
Athugasemdir
Athæfi er eintöluorð!
Ég tel vitavonlaust að reyna að leiðrétta annað hjá þér!
Jón Valur Jensson, 20.12.2009 kl. 18:15
Innilega sammála þér með að kaþólska kirkjubáknið er valdabákn. Samfélag fólks sem telur sig öðrum æðri og hafa leyfi frá Guði til að dæma mann og annann. Slíkir hljóta að verða hissa þegar þeir komast yfir á æðra stig og sjá að Guð hefur ekki sama dómstig og þeir. En það er reyndar þeirra vandamál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 09:27
Bara kvitta fyrir innlitinu,,Gleðileg jól Magga mín og hafðu það gott
Guðný Einarsdóttir, 22.12.2009 kl. 09:25
Takk fyrir innlitið og gleðileg jól
Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2009 kl. 19:36
Kirkjan hans JVJ er mesta glæpabatterí heimsins síðustu °~2000 árin eða svo... JVJ veit þetta vel en vill ekki láta það uppi vegna þess að hann telur að þá muni Guddi svipta hann lúxuslífi að eilífu.
Það er ekki mikill munur á útrásarvíkingum og útrásarjesúlingum...
DoctorE (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.