24.8.2009 | 23:15
Sæti fyrir of feita og of mjóa
Fyrst það er farið að framleiða extra stór sæti fyrir offitusjúklinga og þau auglýst sérstaklega fyrir þá, þá finnst mér ekki annað en sanngjarnt að það verði líka framleidd extra mjó sæti fyrir horrenglur og þau auglýst fyrir anorexíusjúklinga.
Blá sæti fyrir feita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Samgöngur | Facebook
Athugasemdir
Týpískt fitubolluröfl
Helgi (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 23:27
Hahahah, so true :')
Lena (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 00:01
Það er of seint í rassinn gripið ef þú hefur étið rassinn úr buxunum að koma með svona kvart..
Binni (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 00:02
Ég er sjálfur eins og þú orðar það, horrengla en ég get ekkert af því gert. Ég er 191 cm á hæð og 66 kg, léttist um 4-10kg frá því að ég hætti í fótbolta og get ekki fitnað en ét samt eins og svín. Finnst þér commentið þitt sanngjarnt?
Munurinn á mér og of feitu fólki er það að ég geti ekki brotið stóla með því að setjast á þá og ég er ekki með anorexíu né átröskun. En feitt fólk getur hins vegar brotið stóla og fleira í þeim dúr með því að setjast á það þannig vörn þín fyrir hönd offitu er óréttlætanleg.
Björgvin (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 01:32
Ég er hvorki að gera grín að feitu eða mjóu fólki. Mér finnst þetta bara svolítið kaldranalegt og því eru þessar línur skrifaðar af kaldhæðni.
Ég þekki fólk sem étur og étur án þess að fitna og aðra sem gera slíkt hið sama og fitna.
Annars passa ég í venjuleg sæti þótt ég sé engin mjóna
Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.8.2009 kl. 01:37
Vill nú bara benda feitu fólki á þá staðreynd að á 7 stöðum á höfuðborgarsvæðinu er starfrækt fyrirtæki sem heitir World Class og er opið frá 6 á morgnanna til 23:30 á kvöldin
Bara í Laugum eru um 200 hlaupabretti, 80 spinninghjól og 100 stígatæki, fjölþjálfar, cross-trainerar og skíðatæki.
Er einhver afsökun að vera feitur í dag?
pétur (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 08:19
Því miður er full þörf á þessu.Enn þessi leti, óhóf og græðgi er alveg með ólíkindum. Þetta er sjálfskaparvíti og þessu fólki er ekki vorkun frekar enn reykingarmönnum sem geta varla labbað út í bíl vegna mæði! Borða hóflega,hreyfa sig daglega alla daga og borða reglulega og mikið grænmeti þá verður fólk ekki eins og loftbelgir í laginu!
ómar (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 10:37
pétur, það er útbreiddur misskilningur að ekki sé hægt að grenna sig nema með einhverju prógrammi í rándýrum æfingarsölum. Sjálfur hef ég létt mig um 26 kg síðan 10. feb, án þess að stíga fæti inn í þessa gerviveröld. Vilji er allt sem þú þarft, hafir þú hann ekki gagnsast ekkert, hversu dýrt og flott það kann að vera.
Hvað stólana varðar þá sé ég ekkert skammarlegt við þá. Öllu skammarlegra er að bjóða einungis upp á sæti sem aðeins henta sumum. Hvað er verra en þurfa að troða sér í stól sem er mörgum númerum og lítill.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2009 kl. 13:20
Ég stenst bara ekki að skipta mér af þessu. Það er töluverður munur á að vera horrengla og anorexíusjúklingur. Væri ekki þá best að merkja sætin fyrir geðsjúka?
Anna (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 15:44
Sammála Önnu og Axel...
Guðný Einarsdóttir, 25.8.2009 kl. 15:48
"Vill nú bara benda feitu fólki á þá staðreynd að á 7 stöðum á höfuðborgarsvæðinu er starfrækt fyrirtæki sem heitir World Class og er opið frá 6 á morgnanna til 23:30 á kvöldin
Bara í Laugum eru um 200 hlaupabretti, 80 spinninghjól og 100 stígatæki, fjölþjálfar, cross-trainerar og skíðatæki.
Er einhver afsökun að vera feitur í dag?"
Samt er það nú staðreyndin að offita hefur aldrei verið meiri en akkurat núna, á tímum líkamsræktarstöðvanna. Nei, þetta er ekki svona svart og hvítt Pétur.
Fólk er heimskt þrátt fyrir bókasöfnin og alfræðibækur á internetinu. Fólk er drykkfellt þrátt fyrir fjölda meðferðarstofnana og AA-samtökin. Fólk er þunglynt þrátt fyrir fjölda sálfræðinga, sjálfshjálparbóka og Dr. Phil.
Er einhver afsökun fyrir því að vera heimskur, drykkfelldur eða þunglyndur?
Ertu ekki bara að tala með afturendanum?
Haukur Viðar, 25.8.2009 kl. 18:15
haha já það hafa nú ekki allir efni á þessum líkamsræktarstöðvum, en grannir komast nú líka í venjulegu sætin, en hinir feitu komast ekki í þau...
Gunni (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.