Dýrin fara ekki til himnaríkis

Nú er það nýjasta hjá öfgatrúuðum þegar maður bendir þeim á að það fyrirfinnist líka samkynhneigð og tvíkynhneigð í dýraríkinu að það skipti engu máli því að dýrin séu ekki undir náð drottins.  Þau fara því væntanlega beint til helvítis eftir dauða sinn. 
 
dyrag_kaninur.jpg
 
Dýrin sem mörg eru okkur svo kær og sýna af sér meiri kærleika oft og tíðum heldur en maðurinn eru bara óþarfi og eiga ekki skilið að fara til himnaríkis.
Þau eru ekki í náðinni.
 
att00005.jpg
 
Nei það eru víst engin dýr í himnaríki.  Þar er bara fólk sem er haldið trúarblindu.
 Þetta himnaríki öfgatrúaðra hlýtur að vera nokkurs konar hæli fyrir þetta fólk og því  leyft að vafra þar um um ókomna tíð að eilífu.
 
ShowLetter 8
 
Voðalega kann þessi leiðinlegi Guð þeirra illa að meta dýrin.
Ég er ansi hrædd um að margir dýravinir vilji nú ekki kannast við þennan guð
frekar en mannvinir sem vilja ekki heldur kannast við hann vegna fólks sem fellur ekki undir stereótýpur öfgatrúaðra hvað varðar kynhneigð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

´Biblían segir að dýrin séu ofurseld okkur... við megum gera hvað sem er við þau... þau finna ekki til sársauka or nuthing.
Jesú sýndi einmitt mikið tillitleysi þegar hann á að hafa tekið snælduvitlausan mann og rekið andann úr honum yfir í svínin sem síðan drekktu sér hópum saman... Jesú spurði ekki einu sinni eiganda svínanna hvort þetta væri í lagi
Margir vilja einmitt meina að við séum búinn að fara með náttúruna í rusl einmitt vegna boðskaps biblíu um dýrin og náttúruna..
Við eigum ekki meiri rétt á að lifa en dýrin...  við búum öll saman á þessari jörð...
Again fuck the bible :)

P.S. Anna ef þú kemur hér.. .þú ert mikill dýravinur, hvernig samræmir þú trú þína og að vera dýravinur? :) 

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:13

2 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:17

3 identicon

Smá viðbót... í paradís lifðu dýrin og menn í góðum fíling.. menn borðuðu ekki dýr.... svo leið og beið... Adam og Eva voru 100% sakleysingjar sem vissu ekkert í sinn haus.. þekktu ekki illt EÐA gott... það var auðvelt að plata þau til þess að borða epli þekkingar... og guddi varð vitlaus vegna þess að þessir súpersakleysingjar gerðu þetta...
BANG
Adam og allir menn dæmdir til að vinna.. Eva & allar konur til að þjást við barneignir.. og svo öll saklausu dýrin, þau lentu í hefndinni líka, þau þurftu að þjást vegna einhvers sem þau gerðu alls ekki... þau voru sett á matseðilinn... og til að þjást vegna verka manna
Er biblían ekki frábær bók... er guðinn ekki rosalega kærleiksríkur og miskunnsamur.
Nei... þið skuluð vera þakklát fyrir það að þessi guð er ekki til... because he sucks

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:26

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

~All good dog's go to heaven~...

Steingrímur Helgason, 10.2.2009 kl. 22:46

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Þau fara því væntanlega beint til helvítis eftir dauða sinn." – Þín orð, Margrét, ekki Biblíunnar.

Dýrin hafa ekki ódauðlega sál eins og maðurinn. Þau eiga því ekkert himnaríki í vændum. En minningar okkar verða ekki frá okkur teknar. Punctum, basta. Causa finita est.

Jón Valur Jensson, 11.2.2009 kl. 01:12

6 Smámynd: halkatla

Ég hef aldrei kynnst beint þessu viðhorfi frá neinum trúuðum - og ég hef þekkt marga. Kristnir og fólk af öðrum trúarstefnum hefur mismunandi skoðanir á sál dýra og tilgangi hennar, mikið af hugmyndum í gangi innan hvers flokks. Jón Valur og ég erum ekki sammála um mörg trúaratriði þó að við elskum bæði Jesú og Biblíuna. Ég hef verið að rannsaka þetta sérstaklega, og Biblían staðfestir að dýr skipta Guð miklu máli, og þau hafa sál. Þar fyrir utan, þá veit ég með persónulegri fullvissu að andi dýra lifir eftir dauðann!!! Já, ég veit það

vonandi mun ég einhverntímann á eftir hafa tíma til að setja inn nokkur atriði sem tengjast þessu, úr eigin rannsóknum - vertu blessuð þangað til Margrét

p.s það sem er svo æðislegt við mörg trúarbrögð og hegðun kristna fólksins sem ég þekki og umgengst, það er þessi blíða og kærleikur sem þau sýna dýrum, einsog þau og hamingja þeirra skipti máli, að ég tali nú ekki um t.d jainisma og skrif í gömlum helgiritum af ýmsu tagi, menn ekki borðandi dýr osfrv osfrv - ég fatta t.d engan vegin kristna menn sem eru tilfinningalausir fyrir þessum staðreyndum og telja dýr bara hverja aðra auðlind, það er sick - og svo elska ég líka hvað trúleysingjarnir sem ég umgengst eru góðir við dýr og bera mikla virðingu fyrir þeim. Guð vill hafa það þannig.

indíánar (og fl) geta samt veitt dýr á siðferðislega réttan hátt vegna þess að þeir voru með þetta andlega kontakt milli síns og náttúrunnar...

halkatla, 11.2.2009 kl. 12:26

7 identicon

Sjá þetta bull í JVJ... hann telur sig vera spes... kannski hann ætti að taka þátt í  The special olympics.
Ég þekki til margra dýra sem eru miklu meira næs en JVJ... svo er JVJ náttlega í trúarsöfnuði sem hefur kostað óteljandi manneskjur lífið...

If there is hell... JVJ has a place there.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:31

8 Smámynd: halkatla

kristnin hér á landi í gamla daga snerist að mörgu leiti (hjá þeim sem voru ofurtrúaðir í alvörunni) um sambandið milli þeirra, dýra og náttúrunnar. Guðsóttinn var t.d að forðast að meiða dýr, kvelja þau ekki og að virða skapara þeirra gegnum þau. Foreldrarnir kenndu börnunum þetta

halkatla, 11.2.2009 kl. 12:46

9 Smámynd: halkatla

Genesis 1:

29Og Guð sagði:

"Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. 30Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðinni, öllu því, sem hefir lifandi sál, gef ég öll grös og jurtir til fæðu."

Og það varð svo.

31Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.

Genesis 8: (bann við því að láta dýrategundir deyja út t.d)

  16"Gakk þú úr örkinni, þú og kona þín og synir þínir og sonakonur þínar með þér. 17Og láttu fara út með þér öll dýr, sem með þér eru, af öllu holdi, bæði fuglana og fénaðinn og öll skriðkvikindin, sem skríða á jörðinni. Verði krökkt af þeim á jörðinni, verði þau frjósöm og fjölgi á jörðinni."

Genesis 9:

1Guð blessaði Nóa og sonu hans og sagði við þá: "Verið frjósamir, margfaldist og uppfyllið jörðina. 2Ótti við yður og skelfing skal vera yfir öllum dýrum jarðarinnar, yfir öllum fuglum loftsins, yfir öllu, sem hrærist á jörðinni, og yfir öllum fiskum sjávarins. Á yðar vald er þetta gefið. 3Allt sem hrærist og lifir, skal vera yður til fæðu, ég gef yður það allt, eins og grænu jurtirnar. 4Aðeins hold, sem sálin, það er blóðið, er í, skuluð þér ekki eta. 5En yðar eigin blóðs mun ég hins vegar krefjast. Af hverri skepnu mun ég þess krefjast, og af manninum, af bróður hans, mun ég krefjast lífs mannsins. 6Hver sem úthellir mannsblóði, hans blóði skal af manni úthellt verða. Því að eftir Guðs mynd gjörði hann manninn. 7En ávaxtist þér og margfaldist og vaxið stórum á jörðinni og margfaldist á henni."

8Og Guð mælti þannig við Nóa og sonu hans, sem voru með honum: 9"Sjá, ég gjöri minn sáttmála við yður og við niðja yðar eftir yður 10og við allar lifandi skepnur, sem með yður eru, bæði við fuglana og fénaðinn og öll villidýrin, sem hjá yður eru, allt, sem út gekk úr örkinni, það er öll dýr jarðarinnar. 11Minn sáttmála vil ég gjöra við yður: Aldrei framar skal allt hold tortímast af vatnsflóði, og aldrei framar mun flóð koma til að eyða jörðina."

12Og Guð sagði: "Þetta er merki sáttmálans, sem ég gjöri milli mín og yðar og allra lifandi skepna, sem hjá yður eru, um allar ókomnar aldir:

13Boga minn set ég í skýin, að hann sé merki sáttmálans milli mín og jarðarinnar. 14Og þegar ég dreg ský saman yfir jörðinni og boginn sést í skýjunum, 15þá mun ég minnast sáttmála míns, sem er milli mín og yðar og allra lifandi sálna í öllu holdi, og aldrei framar skal vatnið verða að flóði til að tortíma öllu holdi. 16Og boginn skal standa í skýjunum, og ég mun horfa á hann til þess að minnast hins eilífa sáttmála milli Guðs og allra lifandi sálna í öllu holdi, sem er á jörðinni."

 --------------------------------------------------------------------

þetta er bara byrjunin -  en ég læt þetta duga í bili :)

halkatla, 11.2.2009 kl. 12:53

10 identicon

Yea rite Anna... guðinn þinn dæmdi blessuð dýrin í þjáningar vegna þess að hann sjálfur plataði Adam og Evu til að borða af tré þekkingar..

Þetta er svona eins og ef þú gerðir eitthvað af þér... og ég myndi í framhaldi pynta alla íslendinga + öll dýr á íslandi.
Yep, thats your god.. facce it

DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:55

11 Smámynd: halkatla

hann var náttlega reiðari útí okkur mennina heldur en dýrin,  en við eigum líka að vita betur refsingin er ennþá að koma fram en svo kemur "ný jörð og nýr himin" og allt verður æðislegt með eintómum kærleika (um þetta eru næstum öll trúarkerfi sammála)

halkatla, 11.2.2009 kl. 13:15

12 Smámynd: halkatla

refsingin er raunveruleg, en ég get ekki gagnrýnt guðlegt réttlæti, og mér finnst Guð líka bara dásamlega góður og hann hugsar um alla sem hafa þjáðst eftir að þeir færast á annað tilverusvið, líka dýrin, ég veit það m.a vegna eigin reynslu.

halkatla, 11.2.2009 kl. 13:17

13 Smámynd: halkatla

og ekki gleyma Dokksi að mannssálir og dýrasálir dæmast líka yfirleitt til mjög mikillar gleði á jörðinni - það er verið að kenna mönnunum ákveðna hluti með því að láta þá lifa hérna.

halkatla, 11.2.2009 kl. 13:20

14 identicon

In your dreams Anna... ég veit að þú ert skynsöm... ég er alltaf að bíða eftir að þú vaknir upp úr þessu bulli..

Þú hlýtur að sjá að guð biblíu er alger fantasía... guðinn er skrímsli.... þú yrðir strax sammála mér ef við værum að tala um gudda eins og hvern annan mann.
Sá maður væri talin fokking snargeðveikur fáviti... staðreynd sem er ekki hægt að hafna.
Ef ég væri trúaður þá væri ég ekki í vafa um að guð biblíu og kórans væri djöfullinn sjálfur.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:20

15 Smámynd: halkatla

nei Dokksi þú veist að við getum aldrei orðið sammála um þetta en erum samt vinir ok? tölum frekar um dýrin og hvað þau eru æðisleg

halkatla, 11.2.2009 kl. 13:26

16 identicon

Auðvitað erum við vinir, til margra ára :)

Ég treysti því að þú komir til... ég tala einmitt við fullt af fólki erlendis sem var mjög illa haldið af ofurkrissasýki... aldir upp frá fæðingu í að verða ofurkrissar.. og eða múslímar, þetta fólk vaknaði og hefur aldrei fíla sig betur, tala eins og þau hafi losnað úr prísund, sem trúarbrögð vissulega eru, andlegt fangelsi.
Trúarbrögðin voru hönnuð sem andleg fangelsi.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:49

17 Smámynd: halkatla

sumt við trúarbrögð er hræðilegt (en það stendur svosem líka í biblíunni og Jesú varaði okkur við að treysta kuflum fyrir öllu, þeir eru stundum svo vondir)

halkatla, 11.2.2009 kl. 14:34

18 identicon

Biblían, kóran.. kuflar og klerkar eru til þess að virkja trúarþörf fólks í eitthvað algerlega ótengt.. þrýsithópa, stríð, sátt við fátækt, peingaplokk...
Þið getið trúað á guð, verið bara viss um að hann er ekki í neinum bókum.. .enginn getur sagt ykkur meira um guð en þið sjálf finnið innra með ykkur.
Throw the books, keep yer god....

DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 16:48

19 Smámynd: halkatla

einsog talað útúr munninum á Tolstoy

halkatla, 11.2.2009 kl. 20:43

20 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Anna Karen og DoctorE:  Þið standið ykkur ágætlega í þessum umræðum

.hmmessage P { margin:0px; padding:0px } body.hmmessage { font-size: 10pt; font-family:Verdana } http://ruslana.blog.is/blog/ruslana/entry/800743/#comments

Hér er ég kölluð guðlastari!!! 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 11.2.2009 kl. 21:27

21 identicon

Ég verð augljóslega að fara að lesa Tolstoy ;)

Guðlastari... þetta fólk talar um guðinn sinn eins og hann sé vanmáttug smásál sem getur ekki varið sig sjálfur.... hehehe

DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 21:41

22 Smámynd: halkatla

lestu Tolstoy - hann úthúðaði kuflum síns tíma og þeir bannfærðu hann :)

og Tolstoy var einn fyrsti vííganinn í heiminum, áður en það varð eitthvað dæmi... hann elskaði dýr.

halkatla, 12.2.2009 kl. 15:24

23 identicon

haha svona eins og mbl "bannfærði" mig ;)
Ég þarf að kikka á kappann...

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband