30.1.2009 | 19:46
Alvöru rannsóknir varðandi kynhneigð
Ég gleymdi alveg að nefna í þættinum á Útvarpi Sögu, samtökin sem hafa staðið að viðamestu rannsóknum á kynhneigð í heiminum, en þau heita
The AmericanPshychological Association (APA)
Þau eru staðsett í Washington DC og eru stæstu samtökin á sínu sviði í heiminum. Meðlimir þeirra eru 148.000,- Þessi samtök hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og rannsóknir.
Á heimsíðu samtakanna, sem er viðamikil með gott aðgengi fyrir leikna og lærða að nýjustu og helstu upplýsingum og "vönduðum" rannsóknum um sálarlíf fólks, er að finna vandaða skýrslu um samkynhneigða og tvíkynhneigða. Samtökin hafa staðið fyrir rannsóknum á því sviði í áratugi. Árið 1975 voru þau leiðandi á því sviði að fá sálfræðinga til að losa samkynhneigða og tvíkynhneigða undan þeim smánarbletti að kynhneigð þeirra væri geðsjúkdómur.
Niðurstaða þeirra er ótvíræð. Kynhneigð er meðfædd og hvar sem hún liggur hjá fólki er hún eðlileg og hluti af flórunni. Samtökin segja einnig að það skipti höfuð máli að styðja fólk sem er að koma "út úr skápnum" og það hafi reynst farsælast fyrir alla.
Foreldrar eiga að standa með börnum sínum sama hver kynhneigð þeirra er en ekki fyllast sorg og bera sorgarband eins og sumir forkólfar trúarsafnaða hafa látið út úr sér.
Þannig að það öfgatrúar fólk og leiðtogar safnaða, sem leita svara við öllu í kreddufullum kenningum biblíunnar, sem er bók um trúmál, ættu að taka sig saman í andlitinu, líta upp úr biblíunni og kynna sér alvöru rannsóknir gerðar af alvöru fagfólki sem hefur mannúð og þekkingu að leiðarljósi.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar, lýsa samtökin ótta sínum vegna aðferða sem öfgatrúaðir beita samkynhneigða einstaklinga til að "lækna" þá af kynhneigð og telja það mjög varasamt. Einnig lýsa þau því yfir að níð um þessa hópa og ofbeldi gagnvart þeim, hafa mjög slæmar geðrænar afleiðingar og valda óhamingju og mikilli streitu. Þau tala sérstaklega um hversu slæmt þetta er í samfélögum trúaðra og að þessar "tilraunir" til að losa fólk við áskapaða kynhneigð séu hættulegar.
Þannig að þið sem eruð að leika ykkur svona að sálarlífi fólks og teljið það óeðlilegt á einhvern hátt eruð bara ótýndir glæpamenn af því þið látið hafa ykkur í það að svívirða fólk og rugla það í ríminu með því að halda því fram við það að það sé vanþóknanlegt og óeðlilegt.
Skammist ykkar!!!
Beint á rannsóknirnar:
http://www.apa.org/topics/sorientation.html
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:21 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta mín kæra
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.1.2009 kl. 19:52
Það gekk bara vel Hefði viljað fá meiri tíma en það verður kannski næst
Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.1.2009 kl. 20:03
Meira en velkomið og ekkert að þakka Anna mín.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.1.2009 kl. 20:03
Þetta trúarhyski sem lætur svona gegn samkynhneigðum og fleirum er bara börn djöfulsins!
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 20:10
Heil og sæl; frænka, og þið önnur, hér á síðu !
Þakka þér; mjög góða frammistöðu, í þættinum hjá Markúsi, í dag, Margrét mín.
Kross Gunnar (Þorsteinsson); þyrfti að fara að komast inn í raunveruleika samtímans, og skoða betur, hvað raunverulega skiptir máli, í þessu lífsstandi öllu, hér á Heims kringlunni.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:19
Ég dáist að ykkur sem hafið úthald í að ræða við manninn.
Missti því miður af þættinum, veistu hvort hann verður endurtekinn ?
Birna Gunnarsdóttir, 30.1.2009 kl. 20:22
Þakka ykkur Óskar frændi og Sigurður Þór.
Hér er linkur beint á umræddar rannsóknir:
http://www.apa.org/topics/sorientation.html
Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.1.2009 kl. 20:23
Þátturinn verður endurtekinn trúlega seint í kvöld og líka um helgina. Hringja bara í Útv. Sögu og fá upplýsingar, eða kíkja á síðuna hjá þeim og senda póst ef með þarf.
www.utvarpsaga.is
Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.1.2009 kl. 20:27
Gunnar Á krossinum mar...
DoctorE (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:35
Ég á voða bágt með að skilja hvers vegna fólk horfir til hægri, þegar hættan er til vinstri . Er það kannski af því að Magga segir því að horfa í þá áttina ? Sennilega . And read this : If you study scripture, you understand that the sin of homosexuality is as bad as promiscuity, fornication, prostitution, bestiality and any sexual activity apart from holy matrimony between one man and one woman.
This is hedonism, which places personal pleasure above any concept of right or wrong. So, modern homosexuals are rejecting God’s plan for righteous fulfillment of a God-given sex drive and replacing it for a “if it feels good, do it,” philosophy. And homosexuality, like prostitution, bestiality, etc., is a destructive lifestyle. It always damages those who get caught up in it.
Homosexual men rarely have monogamous relationships. That greatly increases the risk of disease from their unnatural acts. A homosexual publication printed the following statistics:
• 24 percent of homosexual men had more than 100 partners.
• 43 percent of homosexual men had more than 500 partners.
• 28 percent of homosexual men had more than 1,000 partners.
A study by the Journal of Sex Research showed that only 2.7 percent of the 2,583 older homosexuals surveyed claimed to have sex with only one partner.
The risk of anal cancer for homosexual men rises by an amazing 4,000 percent and doubles again for those who are HIV positive. According to the Centers for Disease Control, homosexual men are a thousand times more likely to contract AIDS than the general male heterosexual population.
If your risk of being killed by a terrorist rose by 4,000 percent, you would probably take steps to stop it.
So, when you place homosexuality in the context of a move away from God’s morality to selfishness and licentiousness, it suddenly does become more dangerous than a terrorist with a bomb in a subway.
Sally was right. The homosexuals, including those who sent her death threats, are dead wrong.
If America continues down a path of rejection of God’s standards, we will suffer the same fate as Rome.
Júrí (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 17:39
Takk Júri fyrir að sýna okkur hversu vangefnir menn verða af kristni...
Það styttist óðum í að þú og þínir líkar verðið skilgreindir sem yfirnáttúrulega geðsjúkir.... það vantar bara herslumuninn
Já vinir mínir, Júrí er lifandi dæmi um viðbjóð trúarbragða... ekki vilt þú vera í hóp með honum og hans líkum....
DoctorE (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 17:53
Hægri, hvítir, kristnir, kkk, Gyðingahatur, hommahatur, gegn fóstureyðingum (synd), ameríska þjóðernishyggju (og kannski íslenska), félagi í byssueigendaklúbbi o. s. frv. Fyrir þetta stendur Júrí! Klettafjallahyski og hvítt fenjapakk!
Auðun Gíslason, 31.1.2009 kl. 21:19
Júrí..........Þér kemur ekkert við kynlíf annarra og hversu oft fólk stundar kynlíf. Þú ert ekki kynfræðingur og ekki sálfræðingur. Þú ættir að lesa það sem ég var að benda þér á hérna fyrir ofan.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.1.2009 kl. 22:41
Afhverju er rangt að ég elski að faðma manninn minn þegar við vöknum á morgnanna.
Afhverju er rangt að ég hafi elski manninn fyrir að koma heim með einhvurja undarlega gjöf.
Afhverju skiptir máli t.d kynlíf samkynhneigðra.
hvað er rangt við það kynlíf.
Afhverju á maður á árinu 2009 að þurfa að skrifa niður svona athugasemdir.
Ég veit bara að kærleikur og umhyggja mun byggja okkur upp.
Og vitið það... Hvað ætlið þið t.d að segja við dóttir eða son sem kemur útur skápnum.
Á bara að loka á hann/hana..........
Margrét....takk fyrir að vera til.
Bara Steini, 1.2.2009 kl. 02:49
Flott hjá þér Juri.
En eitt gleymist hér. Tildæmis er ég syndari eins og þið öll.
Guð elskar mig samt, þó hann hatar syndina.
Aida., 1.2.2009 kl. 10:01
Hann elskar lika homma og lesbiur, og ef þau meðtaka Guð, já þá eru þau hans þrátt fyrir syndir þeirra alveg eins og mig.
Ég skil ekki hvað er svona slæmt við það eða vont eins og þið lýsið með hatri.
Mér finnst þið full af hatri gagnvart kærleikanum, eða eigum við bara að elska suma en ekki hina eins og þið lýsið hér með stórum orðum?
Aida., 1.2.2009 kl. 10:06
Júrí..........Þér kemur ekkert við kynlíf annarra og hversu oft fólk stundar kynlíf. Þú ert ekki kynfræðingur og ekki sálfræðingur. Þú ættir að lesa það sem ég var að benda þér á hérna fyrir ofan.
Kynlíf annara kemur mér nefnilega akkúrat við ! Samkynhneigðir menn dreifa öðrum fremur hættulegum sjúkdómum um samfélagið, sem eykur álag í heilbrigðiskerfinu og þar af leiðandi hækka mínir skattar . Þið eruð ansi skammsýn ef þið sjáið ekki þessi hlið á málinu .
Ég hef tíma fyrir þennann lestur sem þú ert að benda mér á Magga, en endurtek enn einu sinni : Samkynhneigðir ganga ekki í ríki Guðs, nema þeir snúi sér frá sínu samkynhneigða líferni . Ef það er mannvonska hjá mér, að benda þeim á það, er lítið orðið eftir af mennlegri skynsemi á þessum umræðugrundvelli sýnist mér .
Júrí (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:00
Þannig að þið sem eruð að leika ykkur svona að sálarlífi fólks og teljið það óeðlilegt á einhvern hátt eruð bara ótýndir glæpamenn af því þið látið hafa ykkur í það að svívirða fólk og rugla það í ríminu með því að halda því fram við það að það sé vanþóknanlegt og óeðlilegt.
Kristið fólk hefur enga þörf þess eðlis að "leika sér að sálarlífi fólks" BULL OG KJAFTÆÐI ! (eins og margt annað sem frá þér kemur Magga)
það hlýtur að vera fullt af fólki hlægjandi úti bæ, þegar það les þessar bullandi ranghugmyndafærslur þínar Magga . Farðu því sem fyrst að blogga um eitthvað annað vinan !
Júrí (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:28
Hvaða heilaþvottastöð tilheyrið þið Júrí og Aida?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.2.2009 kl. 11:31
Það er engin "heilaþvottastöð"
Ég skoða bara það sem ég "gúgla" um normal sex og svo framvegis .
Júrí (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 11:42
Þessi Júrí er rannsóknarefni. Einn af mínum nánustu vinum er hommi. Heilbrigðari mann þekki ég varla á líkama og sinni. Það þarf ekki að fletta mörgum sögubókum til að sjá hvorir hafa meira blóð á sínum höndum, hommar eða kristnir.
Það sem hann gerir í svefnherberginu kemur mér ekki við og ég reyni ekki að hugsa um það, enda annarrar hneigðar.
Aum er tilvera þín Júrí ef þú þarft að vasast í annarra manna kynlífi. Ég læt mér nægja að hugsa um mitt, sem og annað venjulegt fólk sem telja sig ekki útvalda siðapostula mannkyns. Þið jesúhoppararnir hættið seint að vera með nefið í hvers manns koppi. Þú ættir að taka til í hausnum á sjálfum þér áður telur þig þess umkominn að skipta þér að öðrum. Það er næg vinna fyrir höndum þar ef marka má skrif þín.
Gangi þér vel við eigin hugarræstingar. Ég óska þér lukku á því sviði.
Einar (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:36
Þetta er ágætis dæmi um ofurhetjuna þína.
Meðan menn nota ekki á sér kynfærin til að misnota börn eða nauðga, þá er mér slétt sama og kemur faktískt ekki við hvað þeir gera við þau.
Ekki þér heldur.
Einar (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:45
Takk fyrir greinina Margrét.
Ég er löngu hættur að reyna að ræða við þetta forskrúfaða fólk sem telur sig vera í umboði heilags anda.
Segi eins og Rúni heitinn Júl. Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig.
Einar Örn Einarsson, 1.2.2009 kl. 16:45
http://archive.salon.com/comics/boll/2006/04/13/boll/index1.html
Þetta vantaði með.
Einar (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:45
Þakka öllum innlitið og skrifin og falleg orð til mín frá sumum
Bara Steini: Þú ert yndislegur og vertu bara duglegur að faðma manninn þinn
Aida: Talaðu fyrir sjálfa þig. Ég trúi ekki að við séum öll fæddir syndarar og að við séum öll syndarar. Þetta er bara blekking. Innrættur guðsótti.
Júrí....það ert þú og þeir sem hugsa líkt þér sem fólk er að hlægja að og vorkenna. Þið lifið í blekkingunni og skrattinn heldur í skottið á ykkur.
Jóhanna: Já hvaða heilaþvottastöð skyldi það nú vera þetta fólk ætti að fá kennslu hjá þér hálærðri manneskjunni í guðfræði og miklum mannvini um hvað kærleikurinn snýst um, en ekki frá forkólfum safnaða sem segja þeim hvernig á að hugsa og ala guðsótta upp í fólki.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.2.2009 kl. 22:56
DoctorE: Sniðug mynd
Einar og Einar Örn: Þakka ykkur innleggin og stuðninginn
Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.2.2009 kl. 22:59
Mig varðar ekkert um hvernig eitthvað fólk úti í bæ vill haga sínu fjölskyldumynstri. Það á að hafa sín mál eins og því hentar. Sameiginlegur vilji þess mun á endanum leiða til hagkvæmustu niðurstöðu heildarinnar. Eftir nokkrar kollsteypur.
Baldur Fjölnisson, 4.2.2009 kl. 23:05
Tek algjörlega undir þetta Baldur. Mikið ofboðslega er þetta flott mynd af þér annars
Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:07
Þór...... takk fyrir þitt innlegg. Það hefur nú oft viðgengist kvenkúgun í trúarsöfnuðum og ég hef enga trúa á því að þeir sem boða stereótýpur í trúboði sínu séu alltaf að notast við trúboðastellinguna í herberginu
Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:11
Sæl Margrét, þú verður að fyrirgefa en finnst þér þú orðin aðeins of góð með þig að segja mér hvernig ég átti að upplifa það þegar dóttir mín kom út úr skápnum, í samtölum sem ég átti við fólk í samtökunum 78 vorum við einmitt hvött til að leyfa öllum tilfinningum að koma upp því þá væri auðveldara að vinna með þær.
Við erum búin að gera okkur einhverjar hugmyndir um hvernig rætist úr börnum okkar og allar "hindranir" sem þau verða fyrir, tekur maður nærri sér og veit ekki hvernig maður bregst við fyrr en maður stendur frammi fyrir þeim.
Svo lækkaðu aðeins í þér rosstann kona.
Jóna (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 22:12
Jóna: Var ég að segja þér eitthvað hvernig þú áttir að upplifa það þegar dóttir þín kom út úr skápnum? Ég veit hvernig það er að eiga náinn ástvin sem kom út úr skápnum og þekki hvaða tilfinningar þú ert að tala um og ég þekki vel til starfsemi samtakanna 78. Maður getur verið stoltur af börnum sínum þó maður upplifi miklar tilfinningasveiflur þegar þau koma út úr skápnum og ég er viss um að þú ert mjög stolt af dóttur þinni.
Ég veit að sumir foreldar upplifa ótta og sorg þegar börnin þeirra koma út úr skápnum og oft er hann tilkominn vegna þess að þau óttast um hag þeirra.
Rauðlitaði textinn í greininni er tilkominn vegna þess sem forkólfi trúarsafnaðar lét út úr sér og vegna afstöðu sumra trúaðra sem álíta að samkynhneigð sé óeðli.
Ég ætla svo ekkert að lækka í mér þennan meinta "rosta" sem þú talar um, af því ég er að vinna að réttlætismálum og mér er virkilega umhugað um samkynhneigða og ástvini þeirra.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.2.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.