23.1.2009 | 01:06
Það má flengja litla drengi
Ég verð svo pirruð þegar ég les svona fréttir. Sýknaður fyrir að flengja syni kærustu sinnar 4ra og 6 ára. Ef þetta hefðu verið stúlkubörn sem áttu þarna í hlut hefði maðurinn ekki verið sýknaður. Það get ég svo sannarlega sagt og staðið við. Þrýstihópar um málefni kvenna hefðu orðið vitlausir. En í þessu tilfelli var um tvo litla drengi að ræða.
Að bera svo olíu á rassinn á þeim eftir flengingarnar, sannar bara fyrir mér að þarna var helv.... perri á ferð, enda maðurinn kenndur við bdsm.
Þetta er bara ofbeldi sem drengirnir urðu fyrir af hendi mannsins og mjög gróft. Aumingjaskapurinn í mömmunni að bregðast ekki við þessu fyrr. Kannski stóð þrælslundin eitthvað í henni.
Vesalings litlu drengirnir.
Það er skömm að þessum dómi og ég lýsi vanþóknun minni á þessu. Hvar eru þrýstihóparnir núna? Hóparnir sem öskra hátt og láta ófriðlega ef konur verða fyrir einhverju óréttlæti og þá líka stúlkubörn.
Hver ætlar að halda uppi vörnum fyrir litla drengi og karlmenn svona yfirleitt sem svo sannarlega verða fyrir ofbeldi og valdníðslu, og líka af hendi kvenna.
Mér er óglatt.
Mátti flengja drengi kærustu sinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:09 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst flengingar á börnum algjör villimennska sem ekki ætti að líðast. Ekki frekar en flenginar á dómurum. Það er ekkert verra. Og það er líklega rétt athugað hjá þér að í þessu tilfelli skiptir kyn barnanna máli hvað viðbrögð varða.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2009 kl. 02:01
"Hann var sýknaður þar sem
sýnt þótti að athæfið hefði verið hluti kynlífsathafna þeirra, og með samþykki konunnar, og „ákærði kveðst hafa sérstakan huga á flengingum og bindileikjum (BDSM) í kynlífi,“ eins og segir í héraðsdómi."
Ég bara spyr, hvað kemur eiginlega kynhegðun og kynlíf tveggja fullorðinna einstaklinga (sem gefa leyfi sitt) flengingum á börnum við??? ÞETTA ER BÖRN, ekki þátttakendur í bdsm-leikjum. KRÆST MAÐUR. Það er greinilegt að Hæstiréttur hefur ENGA HUGMYND um hvernig bdsm virkar. En hver kærði flengingarnar ef konan 'samþykkti'? Eða er verið að tala um samþykki þeira tveggja á milli....? Fatta þetta ekki.
Please Magga trúðu mér, við erum ekki öll einhverjir sækópatar þó sum okkar hafi gaman af ákveðnu kryddi í kynlífinu. Þessi maður er greinilega pedophile, og sú hegðun hefur akkúrat ekkert að gera með kinky kynlíf. Og þar sem hann lét eftir hneigð sinni þá er hann orðinn að barnaníðing í mínum augum. BDSM kemur þessu ekkert við, þó helvítis mannfýlan hafi líklega leitað í þann félagsskap til að fela barnagirnd sína. Vil samt taka það fram að svona athæfi (og ALLT athæfi sem hefur ekki skýrt samþykki allra þáttakenda) er fordæmt af ÖLLUM sem stunda þetta af einhverju viti.
-Jóna Svanlaug.
kiza, 23.1.2009 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.