12.1.2009 | 18:55
Bakreikningur eftir jarðarför
Ég var að tala við konu í fjölskyldu minni ekki alls fyrir löngu um bruðlið hjá Þjóðkirkjunni. Það fór ekkert á milli mála hver afstaða mín var í því samtali og að ég aðhylltist aðskilnað ríkis og kirkju.
- Já þú segir nokkuð sagði konan. Ég hef einmitt verið að velta þessu svolítið fyrir mér, sérstaklega eftir að tengdamamma lést. Við fórum í viðtal við prestinn sem ætlaði að jarðsyngja hana til að ræða við hann um athöfnina. Hann bauð okkur að flytja sjálfur fallegt verk á selló í athöfninni sem okkur fannst mjög vinsamlegt af honum að bjóða okkur og við þáðum það. Athöfnin var falleg og presturinn flutti sitt sellóverk mjög vel og tók það einhverjar mínútur.
Nokkrum dögum eftir jarðarförina fengum við svo reikning frá prestinum upp á 25.000,- kr. fyrir flutninginn
Síðan bætti hún við eftir að ég var búin að sjokkerast. - Já svo þarf ég að borga yfir 4.000 kr. fyrir fermingarfræðslu yngsta barnsins sem fermist í vor og síðan 10.000 fyrir ferminguna sjálfa. Í hvað fara allir þessir skattpeningar?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þvílík ósvífni í prestinum. Mér finnst að þú ættir að taka fram hver hann er. Mér finnst líka ferlega hallærislegt af prestum að rukka sérstaklega fyrir hvert viðvik eins og skírn, fermingu og brúðkaup.
Þóra Guðmundsdóttir, 12.1.2009 kl. 19:02
Þóra: Þetta er gráðug peningamaskína. Þú getur kíkt á pistilinn minn á undan þessum. Hann fjallar líka um Þjóðkirkjuna.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.1.2009 kl. 19:09
Það er athyglisvert segir ýmislegt um forgangsröðun skattpeninga okkar að nú nýverið var eini geðlæknirinn á landsbyggðinni látinn hætta í sparnaðarskyni. Hann hefur varla fengið mikið meira greitt en eins og einn prestur. Hversu margir prestar eru á fullum launum á landsbyggðinni? Væri ekki hægt að skipta einu til tveimur út fyrir lækna?
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item245022/
Sindri Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 11:52
Þetta hlýtur að hafa verið séra Gunnar með sellóið sitt. Ágústa hefur ekki boðist til að syngja líka?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2009 kl. 12:08
Guð er peningur, án peninga er enginn guð...
DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 16:12
Sindri: Já hvernig væri að skipta út einum og einum presti fyrir lækna. Hvernig væri að leggja niður kirkjur en ekki heilsugæslu og sjúkrastofnanir?
Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.1.2009 kl. 17:55
Ásthildur:
DoctorE: Mikið til í því.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.1.2009 kl. 17:57
Ég á bara ekki til orð,sko hún ég er kjaftstopp
Guðný Einarsdóttir, 14.1.2009 kl. 15:16
Prestar eru totally gagnslaus fyrirbrigði... þeir sem eiga við andlega erfiðleika þurfa alvöru fagfólk... ekki vitleysinga sem dýrka ímyndaðan fjöldamorðingja.
Já elskan þetta verður í lagi... ég á ímyndaðan fjöldamorðingja sem vin.. og hann elskar þig ...
Þetta er púra shit... ég gæti ekki lifað með sjálfum mér sem prestur, ég myndi skammast mín svo mikið fyrir ruglið
DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:15
já - svo er eitt í viðbót í þessu, að þeir prestar sem eru "vinsælir" þeir geta tekið miklu hærra aukagjald fyrir ýmsar athafnir - eins og t.d., giftingar og skírnir, ég þekki, ekki til með fermingarnar, en veit að þeir hafa leifi til þess að taka aukalega fyrir þessa þjónustu, og ég veit líka um presta sem taka ekkert fyrir þetta aukalega - eru auðvitað á launum, en yfirleitt er tekið gjald fyrir leiguna á kyrtlinum - það er víst svo dýrt að láta hreinsa hann. Ja dýrt er drottins orðið, sagði einhver, man ekki hver, hvernig er það getum við ekki bara fermt börnin okkar sjálf - góðar stundir
Ingibjörg R Þengilsdóttir, 25.1.2009 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.