4.10.2017 | 20:34
Lönd sem leyfa dauðarefsingu vegna samkynhneigðar
Hér er listi yfir 10 lönd þar sem samkynhneigð varðar við lög og hægt að beita dauðarefsingu.
Yemen:
Samkvæmt lögum frá 1994, er hægt að grýta gifta menn til dauða fyrir samfarir við aðra menn. Ógiftir menn eru húðstrýktir eða fá eins árs fangelsisdóm. Konur geta fengið allt að 7 ára fangelsisdóm.
Iran:
Samkvæmt Sharia lögum má dæma karlmenn til dauða fyrir samfarir við aðra menn, og hýðingu við kossum og öðrum minniháttar atlotum. Konur geta verið hýddar líka. Íranir beita líka ótrúlega grimmum aðferðum gegn samkynhneigðum karlmönnum sem dæmi. Þeir eru skikkaðir í kynleiðréttingu af því að það er álitið að þetta sé fæðingargalli. Þeir séu í raun konur. Þeir sem ekki vilja hlýða þessu, bíður fangelsisvist eða jafnvel dauði.
Mauritania:
Karlkyns múslimar sem taka þátt í kynlífi með öðrum karlmönnum má grýta til dauða, skv. lögum síðan 1984, þrátt fyrir að engin heimildir hafa fundist um að þeim hafi verið framfylgt. Konur fá fangelsisdóm.
Nígería:
Sambandslög skilgreina samkynhneigða hegðun sem glæp sem varðar við fangelsisvist, en nokkur fylki hafa tekið upp Sharia lög og sett á dauðarefsingu fyrir karlmenn. Lög sem voru sett á fyrir rúmlega ári, banna samkynhneigðu fólki á landsvísu að halda fundi og stofna klúbba.
Qatar:
Sharia lög í Qatar eiga aðeins við um karlmenn sem eru múslimar, sem er hægt að dæma til dauða fyrir kynlíf utan hjónabands, sama hver kynhneigðin er.
Saudi Arabia:
Samkvæmt túlkun þeirra á Sharia lögum er kynlíf milli karlmanna, hvort sem það eru múslimar eða aðrir bannað og varðar við dauðarefsingu með grýtingu. Það hefur líka talsvert mörg dæmi verið skráð, þar sem mönnum er hent fram af háhýsum. Allt kynlíf utan hjónabands er bannað samkvæmt lögum.
Afghanistan:
Refsingar í lögum ná ekki yfir samkynhneigð, en grein 130 í stjórnarskránni leyfir hana refsiverða þar sem Sharia lög eru stunduð, sem banna almennt hvers konar kynhegðun samkynhneigðra og þar má beita dauðarefsingu. Engin tilfelli um dauðarefsingu hafa verið skráð síðan yfirráðatíma Talibana lauk árið 2001.
Somalía:
Refsiramminn leyfir fangelsisvist, en í sumum syðri hlutum landsins, hafa Islamskir dómstólar sett á Sharia lög sem leyfa dauðarefsingu.
Súdan:
Við þriðja brot karlmanns vegna kynlífs með öðrum karlmönnum má beita dauðarefsingu; fyrsta og annað brot má beita hýðingum eða fangelsisvist. Syðri hlutar landsins hafa slakað á þessum lögum.
Sameinuðu Arabísku furstadæmin:
Lögfræðingar landsins og aðrir sérfræðingar eru ósammála um túlkun sambandslaganna og hvort þar sé lýst dauðarefsingu fyrir samþykkt kynlíf á milli samkynhneigðra einstaklinga eða bara fyrir nauðgun. Í nýlegum skýrslum Amnesty International kemur fram að þau hafi ekki fundið nein gögn um það að dauðarefsingum fyrir samkynhneigð hafi verið beitt. Allt kynlíf utan hjónabands er bannað.
Bætti þessu við löndin 10:
Islamic State of Iraq and the Levant - ISIL hryðjuverkasamtökin
Dauðarefsing og ekki bara fyrir samkynhneigð heldur vegna margs annars eins og mönnum ætti að vera orðið ljóst. Sharia lög í gildi. Þetta gildir um öll hryðjuverka- og öfgasamtök múslima.
Það er alveg ljóst að þar sem Sharia lögum er beitt, er mun meira um dauðarefsingar og mannréttindabrot, enda eru þetta ekki lög byggð á þekkingu og vísindum og mannúð, heldur bókstafstúlkun á trúarriti. Í mörgum þessara landa og fleiri landa sem mismuna fólki eftir kynhneigð er líka skráningum um refsingar ábótavant og upplýsingar um dauðarefsingar taldar ekki alltaf aðgengilegar að fullu. Vesturlönd verða að vara sig á því að leyfa ekki trúarhópum að fá sérreglur sem eru á skjön við lög landa, sem hafa lagt mikið upp úr því að vinna að mannréttindum.
Mannréttindi snúast um rétt einstaklinga, ekki hópa.
Það er óþolandi til þess að vita hversu ömurlega er komið fram við hinsegin fólk víða í heiminum. Algjör vitfirring að mínu mati og ekki hægt að afsaka með fávisku og þekkingarleysi á upplýsingaöld.
Heimildir: https://www.washingtonpost.com/news/worldviews/wp/2016/06/13/here-are-the-10-countries-where-homosexuality-may-be-punished-by-death-2/?
https://en.wikipedia.org/wiki/Death_penalty_for_homosexuality
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Athugasemdir
Bættu nú við í dæmið, að Saudi Arabía er forsvari "mannréttindamála" hjá SÞ.
Huggulegt, eða hitt þá heldur.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 07:56
Og hvað um "bacha bazi" ?
https://www.google.is/search?q=bacha+bazi&rlz=1C1CHMO_enIS721IS721&tbm=isch&source=iu&pf=m&ictx=1&fir=Bjhx8J02AUXquM%253A%252Cmwd9WNSmt-SEHM%252C_&usg=__NIkl7hqud20QhUBz4RbWb3vrzyQ%3D&sa=X
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 5.10.2017 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.