25.9.2017 | 04:25
Kremið E45 sem fæst í Costco og innhald þess
Það eru miklar umræður í Costco hópnum á Facebook um ágæti andlitskrems sem er kallað E45 og talsvert margir hrifnir af. Fólk er þó að velta fyrir sér innihaldi kremsins og hvort það sé svo gott fyrir húðina í raun. Þar koma fram margar rangfærslur varðandi innihaldsefni kremsins. Persónulega myndi ég ekki nota það. Það er talsvert af paraben efnum í því sem dæmi. Þar sem ég þekki talsvert af efnum vegna rekstursins sem ég er í og hef gaman að því að grúska í svona, setti ég saman listann með innhaldslýsingunum og skilgreindi efnin lauslega.
White Soft Paraffin
er skylt Vaselini. Það er í upphafi unnið úr hráolíu, en í gegnum þann iðnað var Vaselin uppgötvað fyrir ca. 150 árum, þegar verkamenn í olíuiðnaði fundu það út að olíufitubrákin sem varð eftir í rörunum við uppdælingu var einstaklega græðandi og þeir báru þetta á hendurnar á sér til að græða sár og sprungur. Þetta efni er mjög gott fyrir húðina og er einstaklega græðandi. Sama er með Light Liquid Paraffin sem er skylt og er líka í kreminu.
Anhydrous Lanolin
er hreinsuð fita úr ull af kindum. Hún þykir mjög græðandi og mýkjandi, góða á sprungur í húð og slær á kláða. Hrindir frá sér vatni, ver gegn frosti. Í góðu lagi með hana en það eru þó einhverjir sem fá ofnæmi fyrir þessu efni eða þola það ekki.
Glycerol monostearate
eru lífrænar sameindir (GMS) notaðar til mýkingar. GMS er hvítt duft, flögukennt, lyktarlaust efni en sætt á bragðið og hefur þann eiginleika að viðhalda raka. Það er unnið úr fitusýrum.
Cetyl alcohol
er olíukennt eða feitt alkóhól sem er unnið úr plöntum. Það er fengið með því að nota Sodium hydroxide - vítissóda sem dæmi blandaðan við kókosfitu til að ná fram þessu alkóhóli. Þetta alkóhól er hins vegar ekkert líkt venjulegu alkóhóli, heldur hefur það þau áhrif að það heldur saman efnum þannig að þau aðskilji sig ekki, gerir þau stöðug og viðheldur þykkt eins og í kremum. Það er hreinsandi og verndandi og er m.a. oft notað í hárnæringu.
Sodium Cetostearyl Sulphate
Þetta er hreinandi efni sem er búið til úr "feitu" alkóhóli. fitusýrum og söltum og ekki hefur verið sýnt fram á að það sé skaðlegt.
Carbomer
Í lífrænni efnafræði er Carbomer þanin sameind sem verður til með efnafræðilegum tengingum til að auka möguleika stöðugra sameinda. Uppgötvað af Rémi Chauvin árið 1995. Carbomer hefur þykkjandi eiginleika og hindrar "blæðingu" eða smitun og leka í kremum sem dæmi.
Methyl Hydroxybenzoate - Paraben efni
Er sveppa- og bakteríudrepandi efni. Semsagt rotvarnarefni oft notað í snyrtivörur og matvæli einnig. Það eru skiptar skoðanir um ágæti þessa efnis fyrir húðina og mannslíkamann, þar sem það flokkast undir paraben efni sem eru í raun sýrur sem drepa sveppi, bakteríur og skordýr. Það er þó ekki talið skaðlegt í litlum skömmtun en það hafa verið skráð ofnæmisviðbrögð við því og næmleiki við sólarljósi, sem veldur hraðari öldrun húðarinnar og DNA skemmdum.
Propyl Hydroxybenzoate - Paraben efni
Er líka í flokki paraben efna. Það hefur mjög lík áhrif og í efninu hér fyrir ofan.
Sodium Hydroxide
Er Vítissódi stundum líka kallaður Lútur. Hann er langt því frá að vera meinlaus einn og sér. Hann er mjög basískur og er notaður til að herða olíur í sápum svo þær harðni. Við það efnaferli breytist hann í basísk steinefni. Þegar hann er settur í vörur eins og sápur og krem fer hann í gegnum efnaferli og er líklega notaður í krem til að gera þau þéttari og er um leið bakteríudrepandi. Sódinn er ekki hættulegur ef hann er rétt meðhöndlaður í þessar vörur. Svo er hann unnin úr salti, þar sem hann er verður til fyrir sérstök efnahvörf.
Það má geta þess að það er hægt að búa til krem fyrir húðina á miklu einfaldari hátt. Margir eru að búa til allskonar jurtakrem úr náttúrunni hér á landi. Þau krem hafa ekki eins langan endingartíma, enda laus við varasöm rotvarnarefni. Svo er spurningin hvort krem af þessu tagi þurfi að hafa langan endingartíma. Best að nota þau fersk og ný og kaupa svo aftur þegar á þarf að halda :)
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Heilbrigðismál, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Paraben er hormónaraskandi. Það er ódýrara en hliðstæð rotvarnarefni. Þess vegna nota sumir snyrtivöruframleiðendur það.
https://en.wikipedia.org/wiki/Paraben#Breast_cancer
Jens Guð, 25.9.2017 kl. 06:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.