16.9.2017 | 00:47
Þreytt á öskuröpum
Mikið er ég orðin þreytt á hávaðasömu fólki hér á Íslandi sem telur sig vera sjálfskipaða siðapostula þessa lands. Á Fésbókinni fara mikinn nokkrir aðilar og hópar sem eru með stanslausa gagnrýni og upphrópanir og skítkast út í ákveðið fólk hér í pólitík og út í fólk sem deilir ekki skoðunum þeirra. Það kallar þá sem þeir eru ekki sammála:
Siðblindingja
Siðlausa
Rasista
Fasista
Nasista
Aumingja
Drullusokka
Drulluhala
Skítapakk
Viðrini
Hálfvita
Svikara
Níðinga
Ribbalda
Hatara
og fleira miður fallegt. Þetta jafnvel bylur í eyrum barna og ungmenna, eða þau sjá þetta á netinu. Börn og ungmenni sem er verið að kenna að beita ekki ofbeldi og leggja ekki í einelti. Svo er fólk hissa á því að það skuli þrífast einelti ennþá í skólum og víðar.
Svo eru allar fóbíurnar sem sumt fólk telur sig hafa getu til að greina hjá öðrum, þótt í raun fóbía sé geðrænt ástand sem aðeins fagfólk ætti að greina. Hæst eru öskrin um islamafóbíu þessa dagana. Fólk má ekki ræða málefni islam og gagnrýna það trúarkerfi og það má ekki viðurkenna að það hræðist öfgaislam og kærir sig ekki um að það festi rætur hér, án þess að fá þennan fóbíu stimpil á sig. Ekki man ég eftir því að það hefði verið öskrað á mig hér á moggablogginu "kristnifóbía" þegar ég og fleiri gagnrýndum mikið öfgasinnaða kristna hér um árið.
Svo er þjóðerniskennd/föðurlandsást hrikalega slæm. Fólk má ekki vera stolt af þjóð sinni og vera þjóðrækið, þá fær það á sig nasista stimpilinn.
Svo eru allir svo vondir sem vilja ekki flóð af innflytjendum til landsins, óheft.
Þessir öskurhópar, sem láta hvað hæst eru duglegir að kalla þjóð sína ógeðslegt fólk, illa hugsandi og rotna, þ.e. þá sem ekki eru sammála þeim. Þrátt fyrir að þessi litla þjóð hafi náð mjög miklum árangri í víðum skilningi, og hefur ekki bugast endanlega eftir hrakfarir og glundroða sem hefur skapast á tímabilum. En er hætta á því?
Það er búið að vera þannig um tíma að margir eru svo yfir sig þreyttir á öskrunum og látunum að fólk heldur fyrir eyrun og setur upp dökk sólgleraugu þegar öskuraparnir verða á vegi þeirra í orðum eða æði. Það er eins og allt of margir séu orðnir meðvirkir þessu rugli og reyna að halda friðinn með því að segja ekki neitt. Afleiðingin af því er að það er búið að svipta þjóðina tjáningarfrelsi að miklu leyti. Því allt of fáir þora eða treysta sér til þess að takast á við ofsann sem oft brýst út hjá öfgahópunum. Já öfgahópunum og skoðanabræðrum og systrum þeirra! Þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir því að það er farið að kúga og einoka, leggja í einelti og gera aðsúg að öðru fólki sem reynir að koma öðrum sjónarmiðum að. Svo margt lagt á versta veg af þessum öfgahópum sem aðrir eru að reyna að koma á framfæri.
Ég persónulega er stolt af því að vera íslendingur og finnst vænt um land mitt og þjóð og vildi svo óska þess að við gætum unnið meira saman. Fólk sem vill breytingar á einhverjum málefnum, þarf líka að vera málefnalegt og þjálfa sig í rökræðum. Það er kúgun að vilja bara þagga niður í öðru fólki og enginn lærdómur í því fólginn. Þjóðin öll sem byggði þetta land á rétt á þessu landi, rétt á að búa hér við góð kjör og rétt á því að ákveða hvert við stefnum, en ekki smá hluti af þjóðinni sem lætur hvað hæst en fær litlu ágengt í raun til farsældar fyrir alla.
Það er kominn tími til að þöguli hluti þjóðarinnar, opni aftur eyrun og augun og taki aftur til sín tjáningarfrelsið sem er réttur þeirra.
Almenn kurteisi er góður kostur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Breytt 17.9.2017 kl. 12:09 | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér fyrir velgreinandi, snarpan pistilinn, Margrét. Þetta orðbragð og dólgsháttur ýmissa á netinu er alveg til skammar. Við þurfum hófstilltari og háttvísari umræðu og að þeir æstustu LESI YFIR orð sín og HUGSI, áður en þeir ýta á "enter" á tölvuborði sínu!
Jón Valur Jensson, 16.9.2017 kl. 02:33
Þakka þér sömuleiðis Jón Valur. Já það er nauðsynlegt að lesa yfir orð sín og hugsa áður en ýtt er á enter, alveg rétt hjá þér. Stundum er gott að sofa á hlutunum.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.9.2017 kl. 13:52
Vonandi tók guðfræðingurinn margt af innihaldi þessa fína pistils til sín.
Sá hefur nú aldeilis beitt mörgum að ofangreinum orðum.
Væri gaman að vita hvort höfundi finndist hin klassíka samsetning hjá guðfræðingnum og ristjóra bloggi Íslensku þjóðfylkingarinnar [þess er ritstýrð og þeir sem ekki eru á máli guðfræðingins fá ekki að tjá sig], þá "ESB-sleikja" vera eitt af því sem betur mætti orða ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.9.2017 kl. 14:50
Komdu sæl Margrét, ég reyni að sofa á mínum þegar reiðin er að ná tökum á mér. Mér er næst að halda að þeim hávaðasömustu sé alveg fyrirmunað að játa að þeir höfðu rangt fyrir sér;
Auðvitað er það óþægilegt,en alltaf léttir að biðja afsökunar. Takk fyrir góða grein.
Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2017 kl. 14:55
Komið þið sæl Sigfús Ómar og Helga og takk fyrir skrifin.
Það mega allir tjá sig á mínu bloggi undir sínu eigin nafni. Mér er alveg sama þótt fólk hafi ekki sömu skoðanir og ég. Geri samt þá kröfu að fólk sé málefnalegt og sleppi skítkasti.:)
Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.9.2017 kl. 15:18
Sæl Margrét.
Snilldarpistill hjá þér og svo sannur.
Svo þegar vel er gáð,
reynist það oftast vera, að öskuraparnir,
eru nær undantekninalaust, minnihluta hópar sem
með frekju og yfirgang vilja troða sínum skoðunum
ofan í kok á þeim sem eru ósammála.
Minnihlutalýðræði er hjá þessum hópum ofar
meirhlutalýðræði sem sýnir hversu brenglaða mynd
svona fólk hefur á lýðræði almennt.
Takk fyrir.
Sigurður Kristján Hjaltested, 16.9.2017 kl. 17:35
Einkennilegt ad sja alla oskurapana koma her inn hvern a faetur odrum ad lofa skrif heilvita manneskju. Thad er komikin a laugardagskvoldi med lokal olinu
Maria (IP-tala skráð) 16.9.2017 kl. 20:29
Sæl Margrét
Mikið rétt, þetta er þó bara rétt að byrja.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 16.9.2017 kl. 21:03
Sigfús Ómar mætti reyna að finna því stað með dæmum úr vefskrifum mínum (áður en hann fullyrðir nokkuð), að ég hafi notað eitthvað af þessum niðrandi orðum um andstæðinga mína eða landsins okkar, þ.e. kallað þáað ósekju:
Siðblindingja
Siðlausa
Rasista
Fasista
Nasista
Aumingja
Drullusokka
Drulluhala
Skítapakk
Viðrini
Hálfvita
Svikara
Níðinga
Ribbalda
Hatara
Jú, vissulega hef ég talað um þá, sem stukku frá undirbúningi að framboði Íslensku þjóðfylkingarinnar með því að greiða henni holundarsár með árás á ögurstundu, sem "svikara". Eins veit ég betur en Sigfús þessi, að Steingrímur, Össur og Jóhanna sviku hagsmuni landsins í Icesave- og ESB-málunum. En ég kalla þau hvorki níðinga, ribbalda né hatara þess vegna, svo að dæmi séu nefnd. Vani minn er að rökstyðja mál mitt, þurfi ég að taka djúpt í árinni eða sterkt til orða.
Jón Valur Jensson, 17.9.2017 kl. 13:57
Ágæti ritstjóri og málfrelsisstjóri Íslensku þjóðfylkingarinnar [þessi sem leyfir bara þeim að tjá sig sem eru á sömu skoðun og hann].
Það þarf ekki leita lengi á þeim fjölmörgu síðum sem Þú stýrir, þar sem ofgnótt lýsingaorða er beitt. Þá ítrekað orðið "svikari/ar". Nú hefur þú ítrekað kalla marga "ESB sleikjur" en kannksi orð sem þú ert vanur að nota og jafnvel kalla dætur þinar ef þær álitu e-ð sem þér var illa við, hver veit.
Ég kannast við orðin "hataz" af listanum í þinum orðaflaum, já og siðblina.
Svö mörg voru þau orð.
Verður svo gaman að sjá hvaða flokk þú munt styðja núna í nóv, þá Sjálfsstæðismenn, Framsóknarmenn, Íslensku þjóðfylkinguna, Flokk fólksins, Kristna framboðið þitt eða Framfaraflokk Margrétar Friðriksdóttur. Skynja ég valkvíða hjá þér ?
Svo þetta með Icesave, bara svo því sé haldið til haga, þá var "Icesave skuldin" greitt af full út úr þeim bönknum sem við áttu. Það var gert með þeim eignum sem búið átti. Þannig að barátta ykkar var til einskis. Þessi 207 milljarar sem þjóðarbúið hefði tekið á sig, tímabundið, hefði verið greitt upp, þá beint til ríkisstjóðs. En þetta er auðvitað e-ð sem má og á ekki að koma fram.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.9.2017 kl. 14:27
Sigfús Ómar er margreyndur að því að vera óvildarmaður minn og því annað en hlutlaus álitsgjafi -- er þvert á móti ómarktækur vegna eigin pólitíkur.
Enga kalla ég á netinu "aumingja, drullusokka, drulluhala, skítapakk, viðrini eða hálfvita", svo að mörg dæmi séu nefnd úr upptalningu Margrétar. Og takið eftir, lesendur, að engin tilvitnunardæmi kom hann með úr skrifum mínum né nákvæma heimild fyrir neinu.
Svo lýgur hann hér bæði um Icesave og um birtingar á athugasemdum á vefsíðum mínum eða samtaka minna. Hann má ekki dæma út frá sjálfum sér, sem hefur fengið höfnun á innleggjum, vegna lyga í þeim og niðrandi orðfæris í engum takti við settar reglur á þeim vefsetrum. Fjöldinn allur af fólki í öðrum flokki en mínum eða engum flokki hefur sent inn athugasemdir frjálslega á blogg mín eða fengið þau birt þar eða á vefjum samtaka, sem ég er í, þrátt fyrir strangari reglur þar um birtingar.
Maðurinn er bara týpískur þrákelknisfullur og iðulega ósvífinn baráttumaður fyrir skoðanir sem eru andstæðar mínum og lætur mig gjalda þess í ósanngjörnum dómum hér. Og annað hef ég að gera en að eltast við skottið á honum í enn einni ófrægingarherferð hans.
Jón Valur Jensson, 17.9.2017 kl. 15:36
Hvað er þessi kjáni að minnast hér á dætur mínar elskaðar sem hann þekkir ekkert til og ég mundi aldrei halla orði á!
Þetta sýnir betur en margt annað ótrúlegan fjandskap hans og að hann kann sig ekki. Hann er einn þeirra sem betur létu það vera að koma nálægt Netinu!
Jón Valur Jensson, 17.9.2017 kl. 17:09
Þakka öllum innlitið og skrifin.
Vinsamlegast farið ekki að rífast um Icesave hér :)
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.9.2017 kl. 17:35
Jón Valur: Ég deili ekki þínum skoðunum um ýmislegt þótt ég sé sammála þér um sumt. Ef fólk er á öndverðu meiði við þig varðandi ýmis málefni, þá endilega leyfðu því að tjá sig á þeim svæðum á netinu sem þú hefur til umráða þ.e. ef þú gerir það ekki. En auðvitað á að fara fram á að fólk sýni almenna kurteisi. En mér finnst ósmekklegt af Sigfúsi að vera að draga dætur þínar inn í þetta.
En það eru til fleiri ónefni en þau sem ég taldi upp. Þurfum við ekki öll að líta í eigin barm? :)
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.9.2017 kl. 17:56
Margir, sem skrifa athugasemdir á vefi mína, hafa verið mér ósammála um ýmis atriði, þótt hinir séu fleiri. :)
Takk fyrir svarið, Margrét. --Í flýti,
Jón Valur Jensson, 17.9.2017 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.