16.11.2011 | 03:33
Drengurinn er hetja!
Mér finnst persónulega að strákurinn sem þessi ömurlegu karlar níddust á sé í raun sannur karlmaður og hetja. Hann leggur í það að kæra þessa karla og fara í gegnum það ferli sem felst í því að kæra mál af þessu tagi og standa á sínu. Það þarf dug til þess. Hann er greinilega haldinn ríkri réttlætiskennd og er mikið í mun að honum sé trúað. Vonandi líður honum betur eftir að dómur er fallinn í málinu. Það er ekki heiglum hent að berjast fyrir réttlæti. Hann er búinn að koma af stað umræðu og vitundarvakningu í þjóðfélaginu.
Þótt ég trúi því ekki að svona níðingsskapur viðgangist á skipum almennt, þá veit ég að þetta er ekki eina tilfellið. Ég veit um mann sem er á miðjum aldri í dag, sem varð fyrir hrottaskap í veiðiferð sem hann fór í kornungur, þar sem einhverjir skipsverjar sveifluðu honum yfir borðstokkinn á skipinu hvað eftir annað og héldu um fæturnar á honum. Eftir þessa hryllingsferð var hann í svo miklu áfalli að hann fór að stama og gerir enn í dag, að því er ég best veit.
Þegar maður les dóminn í málinu sem fjallað er um í fréttinni, sér maður að hátterni karlanna á skipinu myndi flokkast undir perraskap eins og það er kallað á góðri íslensku. Ef maður viðhefði þessa tilburði á almannafæri og væri að áreita börn með því að bera sig m.a. fengi hann þyngri dóm. Það vegur kannski þyngra ef slíkir atburðir eiga sér stað á fastlendi heldur en til sjós.
Ég óska drengnum og fjölskyldu hans alls hins besta.
Níddust á 13 ára dreng í veiðiferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Vinir og fjölskylda | Breytt 17.11.2011 kl. 16:03 | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér hér Bergljót. Svo sannarlega hefur þetta vakið verðskulduð viðbrögð. Og komin tími til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2011 kl. 10:45
Mér finnst við ættum að vera varkár í dómum okkar um föður drengsins. Báðir foreldrar piltsins virðast t.d. hafa gefið skýrslur til stuðnings ákærunnar og hugsanlega hafa þau sameiginlega leitað aðstoðar opinberra aðila til að mállið yrði rannsakað, nema drengurinn hafi sjálfur leitað hjálpar utan fjölskyldunnar.
Þetta er skelfilegt mál og við þurfum að leggja okkur fram að umræðan um það rysti dýpra en leit að sökudólgi. Þeir sem ákærðir voru í þessu sambandi hafa hlotið sinn dóm. Kannski ætti umræðan þess vegna að snúast um hvernig okkar þjóðfélag bregðst við svona ódáðaverkum frekar en persónulegar aðstæður þolendans.
Agla (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 11:58
Ég fellst á það að faðirinn hlýtur aðeins öðruvísi en en gert er ráð fyrir feður hegði sér.
Það sem ég get ekki verið sátt við eru dómarar í þessu máli.
Það eru orðnir ansi skrýtnir dómar á Íslandi.Ef við hugsum um þetta mál um perrann í Vestmannaeyjum sem fékk að ganga laus í yfir eitt ár. Samt vissu yfirvöld hvað hann hafi haft fyrir sér undanfarin ár.
Og dæma þessa skipshöfn ekki í tugthús þá er ég ekki að meina í föndur og fínt hólel eins og Kvíabryggju eða Akureyri. Ég meina í einangrun. Þessi nöfn eiga birtast úr því að búið er að dæma þá. Hvar getur maður fundið nöfnin
hjá hinu opinbera? Er einhver sem veit?
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 17:53
ó hvað ég er sammála. Og hvar var skipstjórinn ? Sonur minn var á sjónum frá 10 ára aldri til tvítugs með föður sínum. Held að pabbi hans hefði hent geranda í sjóinn, og það í Beringsea, við Rússland. Hann sýnir styrkleika sem mörgum vantar, t.d gerendunum.
Fanney Amelía Guðjonsson, 17.11.2011 kl. 08:52
Ásthildur: Takk fyrir innlitið, en ég heiti Margrét
Agla: Góðir punktar hjá þér.
Jóhanna: Sammála þér með margt, en ég sé ekkert að því að aðstaða í fangelsum sé mannleg. Það er miklu farsælla að hlúð sé að föngum heldur en þeir beyttir harðræði.
Fanney Amelía: Takk fyrir innleggið og góða punkta.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.11.2011 kl. 16:02
Margrét !
Ég fór nú bara aðeins og geyst í hugsunargangi mínum með aðbúnað fanga. Auðvitað er ég sammála. En hvernig drengnum hefur liðið og hans aðbúnaður á bátnum, og að þeir fengu ekki fangavist þessir aumingjar er mér og verður alltaf hulin ráðgáta.
Jóhanna (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 19:23
Fyrirgefðu Margrét mín, þetta er annað bloggið sem ég geri vitleysu men nafn blogghafa. Veit ekki hvað hefur komið yfir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2011 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.