31.5.2010 | 16:21
Betlað fyrir auðkýfinga Vatikansins
Þá sagði kunningi minn: "Þú færð kannski peninga í þennan bauk til að kaupa 1-2 brauð af því baukurinn er lítill en líran umfangsmikil. Af hverju ferði ekki þarna inn, sagði hann og benti inn í það allra helgasta, og færð eitthvað af gullinu og gersemunum þar til að gefa fátækum!
...........................
Fjórir sendimenn Vatikansins verða sendir til Írlands til að rannsaka kynferðismisnotkun á börnum þar innan kaþólsku kirkjunnar og til að kanna hvort þeim hafi ekki verið bættur skaðinn á fullnægjandi hátt!
Bættur skaðinn! Það er ekki hægt að bæta fyrir svona skaða á fullnægjandi hátt!
Rannsókn á svona málum á líka að vera á valdi löggjafans, alfarið! Það þarf að svipta kaþólsku kirkjuna því valdi sem henni hefur verið gefið og hún hefur tekið, sem gerir það að verkum að hún er hafin yfir lög og mannréttindi.
En þetta veldi er í hnignun. Það er bara spurningin hvenær fólk opnar augum og skilur við það.
Kynferðisglæpir írskra presta rannsakaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
He he,
Er þetta ekki lenska, að reyna búa til grýlu úr öðrum, til að réttlæta eigin ömurleika. Ekki get ég séð að páfar eða kardínálar, og prestar Vatíkansins búi í vellystingum. Ótrúlega klént að horfa upp æluna sem kemur upp úr þér.
Þeir eru þó að rannsaka málið. Bíddu hvað er t.d. verið að rannsaka hérna á Íslandi. Dæmin eru fjölmörg á stofnunum allt í kringum land. Ekkert mál er í rannsókn!!! Þarna er þó verið að rannsaka eitthvað. Þarna taka menn ábyrgð á gjörðum sínum ólíkt t.d. Íslendingum.
Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 17:20
Æ, hvað þú ert dónalegur og leiðinlegur Hafsteinn
Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.5.2010 kl. 23:57
Já, ég er dónalegur, en þú litli gullkálfurinn
Æi, voðalega ertu glötuð.
Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 01:41
Það kemur mér ekki á óvart að menn taki upp hanskann fyrir þeim sem misnota börn og auðtrúa fólk. Enda margir sem hafa persónulegan hag af því að sitja að gulkálfinum sem gefur þeim daglega aur. Það er stór hópur manna sem hefur það að atvinnu að halda trúarbrögðum að fólki og fær góð laun fyrir. Þessir einstaklingar munu ekki gefa þessa þægilegu vinnu frá sér. Því eins og þú réttilega bendir á þá vantar ekki fjármunina hjá Vatíkaninu, enda hafa þeir blóðmjólkað ríki heimsins í aldaraðir.
Odie, 1.6.2010 kl. 09:41
Já, eins og maður segir geðveikin er víða í samfélaginu. Sumir ráðast á þá sem svara ekki fyrir sig. Þanng líður þeim hinum sömu best
Svona lukkuriddara, eða ætti maður að segja lukkuhundar, hafa alltaf verið samfélaginu mikil byrði. Hvernig sumt fólk reynir að búa til grýlu úr öðrum hlutum, til að fela sinn eigin ömurleika, er miklu meira en sorglegt!!!
Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 11:39
mér þykir þetta koma út hörðustu átt Hafsteinn. Það vellur af þér ömurleikinn og skítkastið. Er Það ekki satt að páfagarður er stútfullur af gulli og gersemum? Jú það er rétt. Er það ekki rétt að páfi sjálfur var með barnanýðinga undir sínum verndarvæng? jú það er rétt.
Er það að "búa til grýlu úr öðrum" eða að benda á það sem er. Ef þú skítur á þig og einhver bendir þér á það er það ekki honum að kenna að þú lyktar illa.
Styrmir Reynisson, 7.6.2010 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.