Börn eru ekki í tísku

Etsy myndir 2804Nei börn eru ekki í tísku enda fer þeim fækkandi eins og hverjum öðrum hlut sem hættir að vera í tísku. Málefni barna og ungmenna hafa ekki verið ofarlega á baugi undanfarin ár. Þau hafa algjörlega setið á hakanum í allri þessari óöld sem ríkt hefur um mörg málefni, sem hefur aukið á óhamingju margra.

Nú er svo komið að allt of margir telja að börn og ungmenni séu ofurseld klámheiminum og nú þurfi að kenna þeim að umgangast klámheiminn á réttan hátt. Ákveðnir hópar fara fram með miklum kulda í garð barna og telja að þau séu meira og minna öll kominn í klámheiminn og hafi aðgang að honum. Þetta fólk mærir mjög svo grófar bækur sem á að kenna þeim á þetta allt saman og telur að hugarheimur barnanna sé nú þegar orðið mengaður af klámi og þess vegna þurfi að fara þessa leið. Eins og það sé ekki hægt að bæta þann skaða sem orðið hefur á hugarheimi barna og ungmenna, heldur eigi bara að bæta í.

Það er hægt að aðstoða og hjálpa börnum í mótun með umhyggju og heilbrigðum aga. Börn eru mörg hver að kljást við ótrúleg vandamál, m.a. tengslavanda. Það er samt ekki flókið hvernig á að halda góðum tengslum við börn og hjálpa þeim þannig tilfinningalega. Það þarf að tala við þau, gefa þeim tíma í spjall um hitt og þetta, horfa í augun þeirra, setjast niður með þeim og hafa bara kósí og skemmtilegt. Það gengur ekki að þau séu endalaust í símanum eða í tölvunni og horfi meira á skjá en í augun á sínum nánustu, vinum og vandamönnum. Foreldrar sem eru meira uppteknir af símanum sínum, að glápa á Netflix eða hanga endalaust á FB eða einhverjum öðrum netmiðlum, þurfa virkilega að athuga sinn gang.

Það þarf að virkja börn í að gera eitthvað skemmtilegt og börn þurfa að stunda útiveru, vera í samskiptum við vini og vandamenn, án netsins, og þjálfa þannig félagsleg samskipti og tengsl.

Það er hins vegar hauga lygi að flest öll börn og ungmenni séu að horfa á klám og hafi gert það. Samt á kynfræðslan að taka mið af því að þau séu upplýst um klámheiminn.

Það er sem betur fer ennþá til foreldrar sem passa upp á hvað börnin þeirra eru að horfa á á netinu og hvaða upplýsingar þau fá. Vita það að þau þurfa allt í smáskömmtum. Þau vita það líka að börn melta upplýsingar smátt og smátt og það rennur upp fyrir þeim ljós smátt og smátt varðandi hin ýmsu mál. Börn hafa innri heim eins og við fullorðna fólkið. Þau eru ekki vélmenni sem þarf að mata út í eitt.

Nú er svo komið að foreldrar og aðstandendur barna sem vilja breytingar og vilja ekki að börn verði tengd svona við klám heiminn, efni sem er stranglega bannað þeim n.b. eru að rísa upp og mótmæla. En þau hafa hreinlega verið skotin niður af allskonar aktívistum og af fólki sem þykist vera að vernda börnin, og virðast konur þar vera í stórum hluta, sem er hreint ótrúlegt. Hvað gerðist eiginlega?

Það er talað um nýjan raunveruleika barna og raunveruleikinn er klámheimurinn. Klámheimurinn er búinn til af fullorðnu fólki og hann er ekki fyrir börn. Aðgengi að honum hefur næstum verið gert frjálst.

Af hverju eru svona örfáir að tala um forvarnir? Það er hægt að laga þetta. Af hverju eru þið sum svona blind og köld? og skítsama? Ég stend með foreldrum og velunnurum barna. Ég stend ekki með þessari ógn sem er verið að leiða börn inn í og börn eru leidd inn í. Og það verndar ekki börn gegn barnaníðingum að læra um þessi mál á þann hátt sem stendur til að kenna þeim núna. Og munið það að börn leika eftir það sem þau sjá og þeim er innrætt. Þau gætu auðveldlega farið að leika eftir eitthvað af þessum grófu myndum sem fyrirfinnast í klámbókunum þeirra. Valdið sjálfum sér og öðrum skaða með því. Það eru þegar komin dæmi.

Börn og ungmenni leika ýmislegt eftir sem þau sjá, það er liður í því að þroskast. Þegar hljómsveitin Hatari var vinsæl, fóru krakkar að vilja fara í búninga eins og hljómsveitarmeðlimir. Þau voru að skemmta sér við það, fannst þessir búningar flottir og tónlistin. Þau voru ekki að pæla í B D S M. Þegar börn og ungmenni klæða sig í búninga eru það oftast búningsins vegna og oft kemur tónlist þar inn í og eða týpur í kvikmyndum.

FAÐMLAG TIL ALLRA SEM ÞEKKJA BÖRN OG ER ANNT UM VELFERÐ ÞEIRRA. Takið ykkur nú saman að rísið upp! Það veitir ekki af því að hafa þetta eitthvað skemmtilegra.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband