Þreytt á öskuröpum

10419942_832636046781969_5970722457044535517_n

 Mikið er ég orðin þreytt á  hávaðasömu fólki hér á Íslandi  sem telur sig vera    sjálfskipaða siðapostula þessa  lands.  Á Fésbókinni fara  mikinn nokkrir aðilar og hópar  sem eru með stanslausa  gagnrýni og upphrópanir og  skítkast út í ákveðið fólk hér  í pólitík og út í fólk sem  deilir ekki skoðunum þeirra.  Það kallar þá sem þeir eru  ekki sammála: 

 

Siðblindingja

Siðlausa

Rasista

Fasista

Nasista

Aumingja

Drullusokka

Drulluhala

Skítapakk

Viðrini 

Hálfvita

Svikara

Níðinga

Ribbalda

Hatara

og fleira miður fallegt. Þetta jafnvel bylur í eyrum barna og ungmenna, eða þau sjá þetta á netinu. Börn og ungmenni sem er verið að kenna að beita ekki ofbeldi og leggja ekki í einelti. Svo er fólk hissa á því að það skuli þrífast einelti ennþá í skólum og víðar.

Svo eru allar fóbíurnar sem sumt fólk telur sig hafa getu til að greina hjá öðrum, þótt í raun fóbía sé geðrænt ástand sem aðeins fagfólk ætti að greina. Hæst eru öskrin um islamafóbíu þessa dagana.  Fólk má ekki ræða málefni islam og gagnrýna það trúarkerfi og það má ekki viðurkenna að það hræðist öfgaislam og kærir sig ekki um að það festi rætur hér, án þess að fá þennan fóbíu stimpil á sig. Ekki man ég eftir því að það hefði verið öskrað á mig hér á moggablogginu "kristnifóbía" þegar ég og fleiri gagnrýndum mikið öfgasinnaða kristna hér um árið. 

Svo er þjóðerniskennd/föðurlandsást hrikalega slæm. Fólk má ekki vera stolt af þjóð sinni og vera þjóðrækið, þá fær það á sig nasista stimpilinn.

Svo eru allir svo vondir sem vilja ekki flóð af innflytjendum til landsins, óheft. 

Þessir öskurhópar, sem láta hvað hæst eru duglegir að kalla þjóð sína ógeðslegt fólk, illa hugsandi og rotna, þ.e. þá sem ekki eru sammála þeim. Þrátt fyrir að þessi litla þjóð hafi náð mjög miklum árangri í víðum skilningi, og hefur ekki bugast endanlega eftir hrakfarir og glundroða sem hefur skapast á tímabilum. En er hætta á því?

Það er búið að vera þannig um tíma að margir eru svo yfir sig þreyttir á öskrunum og látunum að fólk heldur fyrir eyrun og setur upp dökk sólgleraugu þegar öskuraparnir verða á vegi þeirra í orðum eða æði. Það er eins og allt of margir séu orðnir meðvirkir þessu rugli og reyna að halda friðinn með því að segja ekki neitt. Afleiðingin af því er að það er búið að svipta þjóðina tjáningarfrelsi að miklu leyti. Því allt of fáir þora eða treysta sér til þess að takast á við ofsann sem oft brýst út hjá öfgahópunum.  Já öfgahópunum og skoðanabræðrum og systrum þeirra! Þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir því að það er farið að kúga og einoka, leggja í einelti og gera aðsúg að öðru fólki sem reynir að koma öðrum sjónarmiðum að. Svo margt lagt á versta veg af þessum öfgahópum sem aðrir eru að reyna að koma á framfæri.

Ég persónulega er stolt af því að vera íslendingur og finnst vænt um land mitt og þjóð og vildi svo óska þess að við gætum unnið meira saman. Fólk sem vill breytingar á einhverjum málefnum, þarf líka að vera málefnalegt og þjálfa sig í rökræðum. Það er kúgun að vilja bara þagga niður í öðru fólki og enginn lærdómur í því fólginn.  Þjóðin öll sem byggði þetta land á rétt á þessu landi, rétt á að búa hér við góð kjör og rétt á því að ákveða hvert við stefnum, en ekki smá hluti af þjóðinni sem lætur hvað hæst en fær litlu ágengt í raun til farsældar fyrir alla.

Það er kominn tími til að þöguli hluti þjóðarinnar, opni aftur eyrun og augun og taki aftur til sín tjáningarfrelsið sem er réttur þeirra. 

Almenn kurteisi er góður kostur.

 


Bloggfærslur 16. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband