Ritskoðun og tjáningarfrelsi

Þegar upp komst um þjófnað Facebook á persónu upplýsingum fólks til að selja í hagnaðarskyni til vöruframleiðenda sem síðan margir hverjir auglýsa vörur sínar á Facebook og miða á einstaklinga út frá þeim upplýsingum sem FB seldi þeim, fóru ýmsir að velta þessu málum alvarlega fyrir sér. Ýmsir fóru loksins að velta því fyrir sér hversu mikið netmiðlarnir og alnetið yfir höfuð hefðu áhrif á tjáningarfrelsið.

Sjálf er ég þeirrar skoðunar að eigendur og stjórnendur Facebook, Twitter, YouTube og Google og vafalaust fleiri miðla og leitarvéla beri stóra ábyrgð á því hvaða upplýsingar ná til fólks og hvaða skoðanir. Trúarlegar og pólitískar skoðanir sem dæmi fá að njóta vafans og er leyft að fljóta ofan á eða koma fram í takt við skoðanir þeirra sem ráða þarna ríkjum á meðan það er lokað á aðrar skoðanir og upplýsingar sem falla ekki þeim í geð sem stýra. Þetta heitir skoðanakúgun og er misnotkun af verstu gerð.

Öll þessi kærumál, atvinnumissir, missir mannorðs, lokanir á fólk á samfélagsmiðlum staðfesta þetta. Hinir svokölluðu "social justice warriors", sem eru hópar af ofurfeministum, alþjóðavæðingasinnum og oft og tíðum vinstri sinnuðum illa upplýstum vitleysingum, sem grípa bara það sem þeir eru mataðir á, og þykjast hafa vitið, bera stóra ábyrgð. Þessir hópar öskra hátt um réttindi og meiri réttindi, en tala lítið um skyldur. Þetta fólk brýtur niður samlanda sína, gerir lítið úr þeim, skaðar fólk andlega og tilfinningalega, og hatur gegn hvítum karlmönnum stigmagnast. Svo illa er komið fyrir sumum karlmönnum að þeir hafa algjörlega misst mátt sinn af því að það er búið að steingelda þá tilfinningalega.

Allar þessar "byltingar" kvenna hafa leikið þá marga grátt og ekki hvað síst litla stráka og unga menn sem eiga oft erfitt með að fóta sig í þessari vitleysu. Ég er samt alveg hlynnt því að konur brjóti upp vond mynstur sem hafa myndast í lífi þeirra og standi á sínu og láti ekki kúga sig. Það er líka hægt að vinna að mannréttindamálum á annan hátt og hleypa öllum að borðinu. Karlmenn eru líka og hafa alltaf verið fórnarlömb áfalla og óréttlætis eins og konur. Eigum við kannski að fara að gera greinarmun á ungbörnum, drengjum og stúlkum hvað varða umskurð? Er kjarkleysið að buga fólk?

Ritskoðunin á netinu eru skelfileg þegar út í það er farið. Hún hefur smitast út í samfélögin, þannig að fólk er hrætt við að láta skoðanir sínar í ljós, af því það vill ekki vera kallað einhverjum ónöfnum. Það má ekki segja hvernig þjóðfélag það vill byggja og það má alls ekki vera stolt af uppruna sínum og rótum hér á vesturlöndum.

Umbótasinnar innan islam verða illa úti og margir úr þeirra röðum búa við dauðahótanir og þurfa lífverði, þótt þetta fólk sé sjálft múslimar. Það hefur fengið á sig rasistastimpil frá snjóhvítum feminískum alþjóðasinnum.

Fréttir sem okkur hafa borist utan úr heimi eru margar óstaðfestar og uppblásnar. Það virðist ekki vera lengur mikið um það að fréttafólk fari á gólfið og leiti upplýsinga, fari á staðina og flytji fréttir, heldur er notast við miðlara sem eiga að vera með þetta allt á hreinu.

Ritskoðunin kemur líka frá Evrópusambandinu, þar sem Angela Merkel fór fram á það við Zuckerberg (FB) að þeir væru duglegri við að hreinsa út pósta sem hugsanlega gætu sagt eitthvað miður um innflytjendastefnu hennar.

Ritskoðunin á netinu, hefur haft þvílík áhrif út um allt, að hún dregur úr getu lögreglu, pólitíkusa og ýmissa fræðimanna til að stíga fram og veita upplýsingar sem fólk þarf að fá að vita og vill fá að vita. Ef þetta heldur áfram svona endar það með því að fólk fer að hvísla þegar það talar saman, eins og hefur gerst í einræðisríkjum og kommúnistaríkjum, svona til öryggis ef einhver skyldi heyra til þeirra og reyna að koma því í koll. Í svona ástandi sem myndast, fer fólk jafnvel að svíkja vini til að koma sjálfum sér í skjól og vernd. Hugsið um það!

Það þarf að leyfa umræður um allt sem fólki liggur á hjarta og vill ræða um. Lausnir finnast oft með rökræðum og upplýsingum sem koma í gegnum þær. Það er mikill þekkingar- og reynslubrunnur sem þarf að komast að. Þöggun er skaðvaldur. Það verður líkalega alltaf til fólk með skítkast og almennan dónaskap, en hinir eru miklu fleiri sem vilja ræða málin með eða á móti og málefnalega, og kannski komast að góðum niðurstöðum varðandi ýmis málefni svo fólk verði almennt sátt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband