Að nefna barn eftir bíl

Þetta var ansi sniðugt hjá bresku hjónunum að nefna dóttur sína eftir bílnum sem hún fæddist í.  Kia er ekki svo slæmt nafn.  Og fá svo nýjan bíl frá bílaframleiðandanum svona óvænt.  Þetta er góð hugmynd fyrir ófrískar konur í kreppunni ef þær vantar bíl að reyna að fæða barnið í aftursætinu á flottum bíl og ekki svo slæmt ef það væri strákur sem fæddist í Lexus.

Í mínum bíl væri hægt að nefna bæða strák og stelpu sem fæddust í honum, þ.e. Nissan og Míkra Grin


mbl.is Nefndu barnið eftir bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Barn fætt í mínum bíl þyrfti þá að heita Hiundai eða Santa Fé.  Foreldrið héti þá væntanlega AVANT. 

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 22.11.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef ég gæti átt barn í dag og myndi fæða það í mínum bíl, yrði barnið að heira Fox, eða Refur ef það yrði drengur en sennilega Lágfóta ef það væri stelpa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2009 kl. 12:28

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Já það er greinilega hægt að finna flott nöfn á börn ef maður nefnir þau eftir bílum..........svo er bara að sjá hvað mannanafnanefnd eða hvað það nú heitir .......segir

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.11.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband