Nýfædd börn

Það vita það allir foreldrar hversu mikill munur er á nýfæddum börnum þegar litið er á þyngd þeirra og lengd.  Þessi "litli" hlunkur frá Indónesíu hlýtur að vera ótrúlegur að sjá.  Við vitum að það er talsverður mundur á nýfæddum börnum þegar þau eru 12 merkur eða 16 merkur að þyngd, hvað þá 35 merkur.  Mér fannst nóg að burðast með mína syni, 14 og 15 merkur. 

lanfredij-0011-001_hres.jpg

 

Þegar yngri sonur minn fæddist, 15 merkur og 50 cm, stuttur og digur InLove með kolsvartan hárlubba, þá var konan í næsta rúmi með son sem var 18 merkur og 56 cm og það var hreint ótrúlega mikill munur á þessum tveim, þótt það munaði ekki nema 750 gr. á þyngdinni og 6 cm á lengdinni. Eldri sonur minn var 14 og hálf mörk og 52 cm og þótti frekar grannur.  Stuttu áður en ég eignaðist hann fæddi frænka mín son sem var 20 merkur og 59 cm!   Hann var ótrúlega stór og mikill miðað við önnur nýfædd börn.

En ég væri til í að halda á krúttinu frá Indónesíu Heart Gaman að velta þessu fyrir sér.

 


mbl.is Risabarn vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband