Okrað á heyrnarskertum

Pabbi minn hefur verið með heyrnartæki í mörg ár. Það er komið að því að hann þarf að endurnýja gamla tækið sem er orðið úr sér gengið og hefur í raun aldrei verið til friðs. Hann hefur oft þurft að fara með það í viðgerð. 

Nýja tækið sem hann fær kostar litlar 330.000,- kr.

Af því greiðir Tryggingastofnun kr. 60.000,- svo eftirstöðvar eru 270.000,- kr. sem hann þarf að greiða sjálfur kominn á eftirlaun.   

Mér finnst þetta algjört okur og eins og með svo margt sem hefur farið úr böndunum í hinu svokallaða "góðæri" sem var og margir reyndu að græða sem mest á. 

Að fólk sem er komið á eftirlaun og orðið heyrnarskert skuli ekki fá svona tæki ódýrari er mér alveg gjörsamlega ómögulegt að skilja. 

Þetta er bara okurstarfsemi.

...............................

Mig langar að benda á eitt atriði sem "góðærið" koma á koppinn.  Það er ekki hægt og hefur ekki verið hægt lengi að fá sóluð dekk!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Ég vil taka undir bæði þessi atriði hjá þér.    Heyrnartæki eru svívirðilega dýr og ekki síður þjónustan kringum þau, heyrnarmælingar og annað.    Konan mín þurfti að fá svona tæki og það kostaði fleiri hundruð þúsund samtals, heyrnartækið þó "aðeins" 150-200 þús - fyrir 2 eða 3 árum.   Heyrnartækin fást nú af mörgum gæðum og verðið er mjög misjafnt.   Spurning að leita tilboða eða alla vega kanna víðar hvað sé í boði! 

Í sambandi við dekkin þá notaði ég alltaf sóluð dekk hér áður og reyndust þau mér vel enda keyri ég ekki mikið og ekki hratt.    Þá réði ég við að kaupa mér negld dekk þegar þurfti.     Nú verður maður að kaupa rándýr "orginal" dekk og hefur ekki efni á að skipta!      Það voru ekki allir sem nutu góðærisins!

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 17.1.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband