Önnur hlið á málefnum Búrma/Myanmar

burma Þetta er pistill sem ég rakst á sem  segir frá annarri hlið málefna    Búrma/Myanmar og ólgunnar sem er þar  núna. Ég þýddi þetta lauslega og  endursagði. Finnst allt í lagi að  svona raddir fái líka að heyrast. 

.........

 

Það eru margar rangfærslur um ofbeldið í Búrma/Myanmar sem hefur valdið alvarlegu mannfalli bæði úr hópum Rohingya múslima og búrmenskra búddista. Þess vegna er nauðsynlegt að réttlátt mat á þessu málefni sé gert til að kasta ljósi á grá svæði og upplýsa þá sem vita ekkert um málið.

Rohingya múslimar eru minnihluta hópur sem kom sem innfytjendur frá Bangladesh og settist að í Rakhine fylki í Myanmar. Samfélag þeirra stækkaði mikið á mjög stuttum tíma, án nokkurrar fjölskyldu áætlunar og íhugunar varðandi takmarkaðar auðlindir landsins. Vegna þessa varð samfélag innfæddra að minnihluta og varð undir á svæðinu og voru svipt sínu eigin landi sem var yfirtekið af ört stækkandi samfélagi Rohingya múslima.

Samkvæmt Rohingya múslimum eru þeir frumbyggjar Rakhine fylkis í Myanmar, á meðan búrmenskir sagnfræðingar segja að þeir hafi komið sem innflytjendur til Burma frá Bengal fyrst og fremst á því tímabili sem Bretar stjórnuðu Búrma, og í minna mæli eftir að Búrma hlaut sjálfstæði árið 1948 og eftir frelsisstríðið í Bangladesh árið 1971.

Árið 1982 samþykkti stjórn Ne Win hershöfðingja búrmensku þjóðernislögin, sem neituðu Rohingya múslimum um ríkisborgararétt, til að fara að vilja um 96% innfæddra. Ákvörðunin var afleiðing af uppreisn Rohingya múslima gegn stjórnvöldum sem stóð í áratugi, með aðstoð utanaðkomandi afla, aðallega aðskilnaðarsinna og öfgahópa.

Uppreisn Rohingya í Vestur Myanmar var í norður Rakhine fylkinu (einnig þekkt sem Arakan) og var hrint af stað af uppreisnarmönnum úr þeirra minnihluta hópi. Mestu átökin hafa farið fram á Maungdaw svæðinu við landamæri Bangladesh. Skæruliðar gerðu uppreisnir gegn herafla stjórnvalda í Búrma (Myanmar) frá 1947 til 1961 með það að markmiði að gera Mayu skagann í Norður Rakhine fylkinu að yfirráðasvæði Rohingya múslima, aðskilja það frá Myanmar og gera það að hluta Austur - Pakistan, sem heitir Bangladesh í dag. Þeir misstu hins vegar mest af stuðningi sínum seint á sjötta áratugnum og gáfust upp fyrir herafla stjórnvalda.

Uppreisn Rohingya í nútímanum í Norður Rakhine fylki hófst árið 2001, þrátt fyrir að Shwe Maung þáverandi þingmaður Rohingya meirihlutans, hafi hafnað því að uppreisnarhópar islamista hafi tekið til starfa meðfram landamærum Bangladesh. Síðasta atvikið sem var tilkynnt var í október 2016, þegar átök brutust út á landamærum Myanmar og Bangladesh, þar sem sem grunur lék á að uppreisnarmenn úr hópum Rohingya múslima tengdir við erlenda islamista væru gerendur. Roningya múslimar hafa verið nokkra mannsaldra í Búrma og teljast nú vera um 4% af íbúum landsins.

En það er í raun grimmilegar nauðganir og morð á Rakhine búddatrúar konum af hendi múslimskra karlmanna, þar sem dráp á Rohingya múslimum fylgdu í kjölfarið sem hefnd, sem kom af stað uppþotunum á milli Rakhine búddista og Rohingya múslima. Þetta voru ekki einhliða fjöldamorð, heldur samfélagsleg uppþot með fórnarlömb frá báðum hliðum. Málin urðu ennþá alvarlegri þegar Rohingya múslimar byrjuðu að drepa búddamúnka líka. Oft með því að afhöfða þá. Að minnsta kosti 19 slík morð á múnkum voru tilkynnt á tæplega tveggja mánuða tímabili og þá fóru múnkarnir að standa með innfæddum hópum þeirra sem voru að berjast við Roningya múslima.

Svo er það spurningin sem við þurfum öll að spyrja: Af hverju drepa múslimar kristna? Af hverju drepa múslimar múslima? Svo til hvar sem er í heiminum? Enginn af búddistunum sem við þekkjum drepa, eða vilja drepa múslima, og allavega ekki af trúarástæðum. En í Myanmar er ekki mikið umburðarlyndi gagnvart trúboði, sem þýðir að það er ekkert vandamál með þau trúarbrögð sem þú stundar, svo fremur að þú haldir þig við þau fyrir þig og reynir ekki að snúa öðrum. Kristnir hafa lært þessa lexíu fyrir löngu, þótt þeir haldi sig ennþá við trúboðið án þess að vera árásargjarnir. Hindúar hafa aldrei haft þessa þörf, og búddistar aldrei tekið þátt í svona athæfum, en múslimarnir, það er nú önnur saga.

Rohingya samfélögin hafa líka tilhneigingu til að vera mjög íhaldssöm varðandi fjöltrúar giftingar og eiga það til að refsa og jafnvel myrða konur úr þeirra röðum sem giftast út fyrir samfélagið, en eru samt tilbúnir í að giftast konum sem eru búddistar og snúa þeim til islam. Þetta fer ekki vel í suma íhaldssama flokkshópa búddista meirihlutans af auðskiljanlegum ástæðum.

Kristnir og hindúar, önnur og fjórðu stæstu samfélögin, hafa aðlagast mjög vel, þrátt fyrir ágreining við kristna, sem er ágreiningur um sögulegan skilning, um svæði og auðlindir, en aldrei um trú. Móðgandi ummæli um trúarbrögð, hvaða trú sem er, hver sem ástæðan er, eru ólögleg í Myanmar og varða við fangelsisvist. Þessum lögum er fylgt stíft eftir.

Rohingya múslimar voru boðnir velkomnir til Búrma sem gestir í upphafi samkvæmt sagnfræðingum. Það voru lítil sem engin vandamál í fyrstu. Vandamál sem tengdust uppreisn komu seinna en samkomulag náðist og þeir afvopnuðust snemma á sjöunda áratugnum. Þrátt fyrir einhverja árekstra og átök eftir það, gerðist ekkert mjög alvarlegt fyrr en fyrir um 5 árum síðan, þegar Rohingya múslimar söfnuðust saman í hópum, gengu um götur og fóru að drepa minnihlutahópa innfæddra á svæðinu. Það er vegna þess sem búrmenskir búddistar fóru að berjast á móti til að verja bræður sína og systur. Það er líka áríðandi að fólk skilji að búddistar drepa ekki múslima, en innfæddir eru að bregðast við uppreisninni sem gengur nánast út á kynþáttarútrýmingu í Rakhine fylki. Ef þetta væri allt búddistum að kenna, þá væru þeir væntanlega líka að stunda mismunun gagnvart kristnum, sem er annað stæsta trúarsamfélagið í Búrma, en það hefur aldrei gerst.

Enginn ætti að tengja þessar óeirðir við stríð vegna trúarbragða. Þetta er pólitískt stríð, þar sem innfæddir eru að reyna að vernda líf sitt gegn uppreisnarmönnum úr hópi samfélags innflytjenda. Samfélags sem er ekki aðeins að reyna að fjölga sér í óhugnanlegum hraða, heldur líka að reyna að snúa innfæddum til trúar þeirra með ofbeldi með beinum eða óbeinum hætti. Þeir eru að hvetja karlmenn úr þeirra hópum til að giftast konum sem eru búddistar en banna svo konum úr þeirra hópum að giftast búddistum. Þetta eru óeirðir sem byrjuðu vegna þess að Rohingya múslimar réðust á búddista, en ekki á hinn veginn og þessar aðferðir þeirra hafa verið notaðar annars staðar í heiminum.

Það eru Ronhingya múslimar sem drepa fólk, kallandi Allahu Akbar, en ekki búddistar. Búddistar geta alls ekki réttlætt dráp samkvæmt kenningum þeirra, en þeir eru neyddir til að berjast á móti til að komast af. Búddistar í Burma hafa upplifað uppreisnir Rohingya gegn þeim í meira enn hálfa öld, ekki af neinni ástæðu annarri en til að stofna ríki islam í Búrma, með stuðningi og fjármagni sem kemur frá öfgasamtökum í Mið-Austurlöndum og með stuðningi frá nágrannaríkjunum Pakistan og Bangladesh. Þetta snýst eingöngu um það fyrir búddista, hvort þeir eru reiðubúnir til að falla fyrir hendi öfgasinnaðara múslima, eða að standa stöðugir og berjast á móti.

 

Þýtt og endursagt. Heimildir: http://www.religionmind.com/2016/10/why-did-buddhist-monk-lead-mob-group.html 

Það er hægt að sjá fullt af myndböndum á YouTube um þessi málefni og líka viðtöl við búddista í Búrma eftir að mestu átökin hófust um 2012.

Einnig er síðan þar sem ég fann þennan pistil með fullt af efni um trúarglæpi og eru þar engin trúarbrögð undanskilin og margt af öðru áhugaverðu efni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ágætt að einhver nennir að stúdera *ástæður.*  Ekki nenna fréttamiðlarnir því.

Á RT var þetta smættað niður í eina stutta málsgrein.  Augljóslega slepptu þeir smáatriðum.

Annarsstaðar las ég í kommentunum texta frá einhverjum sem hafði verið í Búrma, og það harmóneraði nokkuð vel við þetta.

Allt saman harmónerar svo ansi vel við sérlega dularfullan fídus í öllum fréttaflutningi af málinu: þarna eru gaurar sm eiga að hafa verið í landinu öldum saman, en *hafa ekkert aðlagast.*

Ásgrímur Hartmannsson, 13.9.2017 kl. 02:10

2 identicon

Nákvæmlega eins og í Kosovo. Tito skipti sér ekkert af því þótt Albaníu múslímar kæmu inn í Kosovo hérað í Serbíu, því þessi lönd vöru öll undir komínusmanum.
En múslímar tímgast eins og rottur og allt í einu eru þeir orðni 90 % af íbúum héraðsins og kröfur um sjálfstætt múslímskt land verður hávært.
Þarna gerist nákvæmlega það sama í Burma, nema að nú er engin múslimi í Hvíta húsinu í USA til að hjálpa múslimunum að fá landið og sprengja Burma í tætlur eins og hann gerði víð Serbíu. Múslímar eru að reyna að stela stóru landsvæði af Burma með stuðningi frá heimalandinu Bangladess.
Íslam er viðurstyggð og skömm af því hvernig forræðamenn í þróuðum löndum láta
þennan boðbera hins illa komast upp með endalausar kröfur og yfirgang.

https://www.nyatider.nu/biskop-vill-kasta-ut-kristna-symboler/
Hér er einn stuðningsmaður múslima á vesturlöndum.
Sjálfur sódamiski biskup Stokkhólms og kommúnisti vill láta henda út úr Sjómannakirkjunni öllum táknum um kristni og setja ör í gólfið sem vísar til Mekka. Það er ekki langt í það að þessi kirkja verði moska enda leyfir þessi manneskja mullum að predika upp úr kóraninum í þessu guðshúsi.
Þetta er það sem koma skal.

 

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 13.9.2017 kl. 02:25

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk fyrir athugasendirnar.

Vil taka það fram að ég hef ekkert á móti múslimum á neinn hátt.  Ég hræðist hættulega hugmyndafræði og að hún fái að grassera.  Ég hef oft gagnrýnt öfgakristna og fengið að gera það án þess að vera kölluð einhverjum ónöfnum. Mér finnst allt í lagi að fólk sé á varðbergi gegn því að hættulegir öfgar sem brjóta á mannréttindum fái að festa rætur. Það þarf líka að taka mið af fólki sem verður fórnarlömb þessara öfga og er hneppt í fjötra, þótt í raun það vilji bara vera frjálst. Að það fólk eigi á hættu að vera drepið ef það reynir að brjóta hlekkina. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.9.2017 kl. 12:04

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög athyglisverð samantekt, Margrét, og ef þetta er a.m.k. stór hluti  af sannleikanum, þá er ljóst, að ekki er Rúv að standa sig í stykkinu með því að upplýsa um bakgrunn mála.

Ekki það, að uppreisnir múslima í Búrma og hryðjuverk réttlæti nein fjöldamorð Búrmahers. En þarna er greinilega um vandamál að ræða, sem gera kannski San San Kuy (eða hvað hún nú heitir) erfiðara fyrir að beita sér í málinu, ekki sízt ef satt er, að 96% Búrmaþjóðar séu fylgjandi búrmönsku þjóðernislögunum.

Stjórn Búrma myndi gera bezt í því að styðja þetta fólk mjög rausnarlega til að finna sér nýjan samastað (það sama hefði getað átt við um Ísrael gagnvart Palestínumönnum). Þótt það liti út sem mismunun gagnvart fátækum í Búrma, yrði það trúlega mun ódýrara í framkvæmd en að halda uppi dýrkeyptum hernaðaraðgerðum sem eiga líka eftir að kalla á fordæmingu heimsins, einangra landið vegna refsiaðgerða og bjóða heim beinni íhlutun múslimskra ríkja í einu eða öðru formi, t.d. með stuðningi þeirra við uppreisnar- og hryðjuverkasamtök.

PS. Vegna næstu greinar þinnar hér á undan er ástæða til að vara við málflutningi manns sem kallar sig "Vagn" og flytur mjög einhæfa ræðu gegn kristnum sið og sér í lagi kaþólskum; sáralítil eru rök hans, mest fullyrðingar, ekki konkret staðreyndir studdar heimildum. Fráleitt er t.d. að að halda því fram um mannréttindi eða réttindaleysi kvenna, að kirkjan hafi gert konur arflausar. Kirkjan réð ekki arfamálum, heldur ríkið, og í kaþólskum sið höfðu konur sín erfðaréttindi, þótt ekki væri til jafns við karlmenn. Fram til 1850 tóku konur arf til hálfs á við bræður sína, það var ekki fyrr en þá sem þær fengu fullan erfðarétt, en um þetta allt var ákveðið með lögum veraldlega valdsins.

Jón Valur Jensson, 13.9.2017 kl. 12:18

5 identicon

Sæl frænka - sem og aðrir gestir, þínir !

Þakka þér kærlega Margrét: fyrir þína snörpu en þörfu samantekt, sem er:: einmitt, lýsandi fyrir þann yfirgang og viðbjóð, sem ófrið og eyðileggingu, sem hvarvetna stafar af Múhameðskum.

Þeir eru / og hafa verið - alheimsplága, líkt og gamalgrónir vinir þeirra, Þýzku og Austrrísku Nazistarnir forðum, t.d.

Með beztu kveðjum: sem oftar í frændgarð, Margrét Steindóra /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2017 kl. 15:02

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Jón Valur, takk fyrir skrifin. Nei það réttlætir ekkert fjöldamorð og annan óhugnað og ég vona að það leysist sem fyrst úr málefnum Búrma og að það finnist lausnir, sem flestir geta sætt sig við.  

Varðandi þennan Vagn sem þú nefnir, þá er ég ansi vel að mér í trúarbrögðum :)

Sæll frændi.

Það eru öfgasamtök múslima sem eru reyndar ansi stór sem valda þessum usla og yfirgangi og hryðjuverkum.  Stæsti hópurinn sem verður voðaverkum þeirra að bráð eru múslimar. Því miður virðist öfgaislam hafa náð ansi miklum völdum og það eru til frásagnir múslima sem eru undir hælnum á eftirlitskerfi þeirra og þora ekki öðru en að láta kúga sig til breytinga af ótta við að vera drepin.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.9.2017 kl. 22:49

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þessi algera kúgun þeirra minnir að því leyti svolítið á kúgunarkerfi Vísindakirkjunnar, þótt það sé reyndar ekki beitt neinum aftökum, heldur óhróðri og uppljóstrun um viðkvæm einkamál, sem menn hafa trúað þeirri "kirkju" fyrir um fortíðarferil sinn, og svo er beitt "disconnection": fjölskyldufólk og ættingjar látnir aftengja sig algerlega frá þeim einstaklingum, sem eiga ekki lengur samleið með Vísindakirkjunni, auk eineltis og eltihrellinga.

Um allt þetta og meira til af óhugnanlegu efni var fjallað í löngum þætti um Vísindakirkjuna í Sjónvarpinu, í þætti sem var að ljúka rétt í þessu og hefur ugglaust vakið furðu marga og hneykslan á þeirri "kirkju", sem er reyndar meira í persónudýrkun aðalmannsins þar heldur en trú á Krist.

Þakka þér, Margrét, fyrir svarið til mín.

Jón Valur Jensson, 14.9.2017 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband