Trú og óréttlæti

Það hafa miklar umræður verið undanfarið varðandi trúmál, Hátíð vonar í Laugardalshöll og málefni hinsegin fólks.  Mig langar að útskýra frekar afstöðu mína til trúmála.

Ég hef lesið biblíuna og hún er bók skrifuð af mönnum með allskonar hugmyndir um guð og lífið og tilveruna, eins og menn héldu að hlutirnir virkuðu fyrir þúsundum ára. Það geta allir fundið þar kenningar og boðskap við sitt hæfi ef fólk vill aðhyllast trú og trúarbrögð. Þar er kærleiksríkur boðskapur, fordómafullur boðskapur, grimmur boðskapur, stórskrítinn boðskapur og allt sem fólki hugnast til að nýta sér í sinni trú og skýla sér á bak við með fordóma og tilvist sína sem er mótuð af trúarinnrætingu.  Það fer mikið eftir persónuleika hvers og eins hvað hann velur.  Sumir fylgja stefnu ákveðins safnaðar.

Margir söfnuðir kristinna ala á fordómum og aðhyllast ölmusu.  Í biblíunni er þrælahald dýrkað, svo og ölmusa.  Þar er ekki að finna lausnir á vanda heimsins eða það víðsýni og þá þekkingu sem þarf til að vinna að mannúð og lausnum á hinum ýmsu málum. Þar miðast allt við að fólk á að dýrka misvitran guð, sem allir kristnir segja að sé eini sami guðinn.  Þar miðast allt við boð og bönn.  Þar er alið á ótta og skelfingu á milli þess sem góðmennska og kærleikur er tíundaður.  Þar er alið á egóisma, sem margir trúaðir eru haldnir, sem er búið að fullvissa um að þeir séu á sérsamningi hjá guði, sem síðan allt sem þeir gera gott að þeir telja,  gera þeir fyrir hann.  Trúaðir taka þátt í allskonar "hjálparstarfi" til að þóknast guði, en eru í leiðinni að sýna ömurlegan hroka gagnvart þeim sem hjálpina þyggja eða neyðast til að þyggja. Guðinn þeirra skiptir meira máli en manneskjan.

Í biblíunni er alið á hefnd, "hefndin er mín sagði drottinn". Margir sem telja sig vera með drottni í liði, taka þetta bókstaflega og aðhyllast hefndarhugsun. Sú hugsun hefur líka fest rætur í mörgum hvort sem þeir eru trúaðir eða ekki, því miður.  Lausn finnst aldrei með hefnd.

Karlgeringin vakir yfir öllu í biblíunni.  Konum er lítið hampað og hlutur þeirra miklu minni.  Margir trúaðir nýta sér það með því að fordæma kvenréttindi og lifa skv. því.  Margar konur láta þetta yfir sig ganga og eru undirgefnar karlmönnum í lífi og starfi.   Jafnrétti fyrirfinnst ekki í biblíunni.  Þar finnst aðeins skilyrt jafnrétti.

Syndin svokallaða hefur ansi mikið vægi í biblíunni.  Syndin er boðberi hins illa, sem er annarskonar guð í biblíunni, kallaður djöfullinn eða satan. Allt sem fólki skorti þekkingu á og mislíkaði á einhvern hátt þegar biblían var skrifuð, er flokkað undir synd, sem hinn illi stjórnar.  Þar eru settar manneskjur sem fremja allskonar glæpi, voðaverk, framhjáhald, neytendur fíkniefna, og manneskjur sem eru öðruvísi á einhvern hátt, semsagt hinsegin fólk. Allir eiga að vera eftir ákveðinni forskrift, sem í dag við flokkum undir "stereo týpur" sem flestir viti bornir menn sjá og skilja að gengur ekki upp.  En samt gengur fólki illa að slíta sig frá þessu.

Í dag er í raun hugtakið "synd" orðið agjörlega úrelt, nema hjá þeim sem eru heilaþvegnir og eru mótaðir af innrætingu. Guð elskar syndarann, en hatar syndina! Guð elskar alla, og hatar engan! Þetta heyrir maður oft hjá ofurtrúuðum, sem eru að sjálfsögðu í algjörri mótsögn við sjálfan sig. Hinsegin fólk er flokkað undir hugtakið synd, sem guð hatar, en svo er það afsakað með því að segja að hinsegin fólk sem afneitar sjálfu sér og afneitar tilvist sinni með því að vera eins og það er, semsagt syndarar, er allt í lagi með.  Já svo þeir sem nota sér tilvitununina "sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum" og kasta henni fram þegar málefni hinsegin fólks ber á góma, gera sér líklega litla grein fyrir hrokanum sem þessu fylgir. Þótt margt fólk sem notar þetta biblíu slangur telur sig vera víðsýnt og sé að veita stuðning. Þarna kemur innrætingin inn.

Það er bara einn guð segja kristnir, en skv. biblíunni eru þeir í raun tveir misvitrir guðir. Guð almáttugur og svo hinn illi, satan.  Samt segir fólk að guð biblíunnar sé óumbreytanlegur og hans orð séu sönn, þrátt fyrir að mörg vers og tilvitnanir í biblíunni snúist um hatur og fordóma.  Þessir tveir guðir í sögubókinni er búið að rugla saman og gera að einum guði, enda ekki annað hægt, þar sem þetta er torskilin bók full af flökkusögum.

Í nýja testamentinu er svo talað um Jesú, son guðs, sem aldrei hefur fengið staðfesting að hafi verið til, þrátt fyrir að samtímaheimildir séu til.  Hann segir fólk að hafi verið frelsarinn mikli sem kom til jarðarinnar til að taka burtu syndina.  Hann dó á krossi fyrir okkur svo við getum lifað skv. skilgreiningu trúaðra.  Hans boðskapur gengur m.a. út á það að allir menn séu jafnir, þótt þeir séu það ekki. Margir trúaðir segja um hann að gamla testamentið og fordómarnir þar hafi ekki verið honum hugleiknir en það er fjarri sanni.  Allt sem skrifað var um Jesú var gert eftir hans dag, það fyrsta 30-40 árum og síðar.  Allt byggt á sögusögnum.  Hann átti líka að hafa verið sonur Maríu Mey sem guð barnaði þegar hún var sjálf bara barn og hrein mey.  

Í dag höfum við skilning á mörgu sem við höfðum ekki fyrir þúsundum ára.  Við flest skiljum það að á bak við hina svokölluðu synd, liggja sjúkdómar, vanþekking, fáfræði, ofbeldi hverskonar, vanvirðing, skilningsleysi, örvænting, misskipting, ótti og ójafnvægi. 

Trú og trúarbrögð hafa verið notuð sem stjórntæki yfirvaldsins á fólki um margar aldir.  Biblían er samansett úr mörgum trúarritum sem voru valin og sett saman u.þ.b. 300 árum eftir krist til að móta stefnu í trúarbrögðum. Síðan hefur hún verið marg endurskrifuð og mikill styr staðið um innihald hennar oft og tíðum.

Þeir aðilar sem stjórna trúmálum heimsins eru flestir upp til hópa moldríkir og berast á.  Í Ameríku eru margir trúarleiðtogar sem hafa orðið frægir í sjónvarpi í þessum hópi.  Má þar nefna m.a. Franklin Graham sem var aðalstjarna hátíðarinnar Hátíð vonar sem haldin var í Laugardalshöll.  Hann ásamt mörgum öðrum sem fara sömu leiðir og hann til að auðgast, eru ekkert annað en glæpamenn í mínum huga.  Hin hliðin á hvítflibba glæpum. Þetta fólk er múltimilljónerar. Fólk sem tekur þátt í starfi þeirra á einhvern hátt er bara að styðja glæpasamtök og ekkert annað.  Þessir aðilar láta fólk ríghalda í fordóma og ömurlegan hugsunarhátt með því að ala á syndinni og hvers konar hlutum sem þeir telja fólki trú um að séu guði ekki þóknanlegir.  Þetta lið ákveður fyrir "sína" hver trúarstefnan er og fólk afsalar sér öllum völdum á lífi sínu í raun og sjálfstæðri hugsun til þeirra. 

Hræðsluinnrætingin og óttastjórnunin er svo sterk að margir átta sig ekki á henni, af því að hún er sett í svo fagran búning, með tónlist og helgislepju, egói fólks hampað og því talin trú um alsælu í himnaríkisvist að jarðvisk lokinni í faðmi drottins.  Þetta lið hirðir peninga af fátæku fólki, veiku fólk og fólki sem er oft varnarlaust. Það hneppir fólk í fjötra.  Þeir hirða jafnvel peninga af dauðvona fólki, fátæku, sem vonast eftir náð drottins og lækningu.   Fyrir mér eru þetta voðaverk í sinni ömurlegustu mynd. Og í þessu taka þátt fjöldinn allur af fólki sem er hneppt í fjötra trúarvími og ranghugmynda.  Besta fólk upp til hópa, en óttaslegið fólk.  Guðsóttinn er erfiður að ráða við.

Já og undir allt þetta að miklu leyti skrifa öll trúarsamtök og kirkjur þjóðarinnar.  Enn er fólk að sækja kirkjur og trúarsamkomur.  Á Íslandi er Þjóðkirkja sem öllum skattgreiðendum landsins er gert að greiða til, hvort sem fólk er trúlaust eða annarrar trúar.  Á Íslandi eins og í mörgum öðrum löndum hefur vald trúarstofnana litað allt samfélagið og er ráðandi á margan hátt.  Þetta þarf að stöðva.  Það fólk sem vill halda í trú eða trúarbrögð, getur gert það á sinn eigin kostnað. Það þarf ekki að kúga fólk með þessum hætti.  Fólk þarf líka að lesa sögu trúar og trúarbragða og fara að gera sér grein fyrir kúguninni og slóð óréttlætis sem þeim fylgja.  Slóðin er blóði drifin og meitluð af óréttlæti og ómannúð.

Brjótum þetta upp og hættum að taka þátt í þessu. Lesið bókina - alla! Opnum augun.  Lífið er í raun dásamlegt á margan hátt.  Vinnum að lausnum af alúð.  Hjálpumst að.  Notum skynsemina, þekkinguna og mannúðina.  Fyrir það fólk sem hefur gaman að því að fara á samkomur og hitta annað fólk, gleðjast og syngja, borða saman og gera eitthvað skemmtilegt, þá gerið það án tenginga við trúarbatterí á einhvern hátt.  

Losið ykkur við fjötrana
og finnið hið raunverulega frelsi og standið saman að því að vinna að mannúð, mannréttindum og réttlæti fyrir alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ljómandi góð samantekt. Ekki sammála öllu, eins og gengur, en síðasta efnisgreinin er eins og skrifuð út úr mínu :)

Guðjón E. Hreinberg, 30.9.2013 kl. 18:09

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þetta er haft eftir Franklyn Graham:

“Guðs ríki er sem risastórt nútímafyrirtæki og tilgangur þess er að framleiða Fagnaðarerindi kærleikans. Guð, okkar hmneski faðir, er Eigandinn og Stjórnarformaður, Drottinn vor Jesús Kristur er aðalforstjóri og Heilagur andi fer með sölustarfið…. Guðs ríkið getur ekki starfað sem skyldi nema þið, karlar sem konur, komið með pantanir og viðskiptavin ….Við erum með bestu vöruna á markaðinum….”

Ef þetta er ekki bilun!!!!?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.9.2013 kl. 18:22

3 identicon

Flott grein hjá þér Margrét.

Brynjar (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 14:25

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Flott grein Margrét og ég tek undir með Guðjóni, síðasta efnisgreinin er líka eins og skrifuð úr mínu hjarta!

Brynjólfur Þorvarðsson, 1.10.2013 kl. 16:49

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk fyrir herramenn

Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.10.2013 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband