Alþjóðavæðingin - "No borders"

10675806_967480523277342_5466775885800382655_n 

Eru þið hlynnt svokallaðri alþjóðavæðingu?

   Hvað er alþjóðavæðing?          

  Samkvæmt Wikipedia er hún skilgreind að  hluta til svona:

 

 

 

 

"Hnattvæðing eða alþjóðavæðing er hugtak yfir margbrotið og flókið ferli sem hefur áhrif á flest öll svið mannlífs. Þessar breytingar eru bæði huglægar og hlutlægar og, eins og nafnið gefur til kynna, eru þær ekki bundnar við ákveðin svæði heldur teygja sig um allan heim. Í stuttu máli verður hnattvæðingin til þess að flæði upplýsinga, vara, fjármagns, fólks og hugmynda um landamæri eykst og fyrir vikið breytist skynjun fólks á tíma og rúmi. Heimurinn „minnkar“ og tengsl eflast. Mismunandi hagkerfi heimsins verða háðari hvoru öðru í gegnum efnahagslega hnattvæðingu.

Í stjórnmálum hefur borið á auknum völdum alþjóðasamtaka á borð við Sameinuðu þjóðirnar og ESB. Vilja sumir meina að þau grafi undan fullveldi ríkjanna sem eru meðlimir með því að skylda þau til þess að hlíta lögum og reglugerðum sem þau úthluta. Hægt er að færa rök fyrir því að ábyrgð lýðræðislega kosinna þingmanna gagnvart kjósendum rofni þegar alþjóðleg samtök og stofnanir taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks.

Einnig hafa orðið framfarir á sviði samgangna sem auðvelda langferðalög. Fjarlægð felur því í sér minni takmarkanir á getu fólks til þess að ferðast, og eiga í samskiptum. Það færist í aukana að ferðamenn ferðist milli landa sér til skemmtunar. Innan vestrænna landa er einnig töluvert um að fólk flytji búferlum landa á milli, t.a.m. geta íbúar Evrópusambandsins ferðast innan þess án takmarkanna. Meira er orðið um ásókn fólks frá fátækari löndum í störf í ríkari löndum og veldur þetta víða þjóðfélagsátökum, sér í lagi þar sem mikið ber á ólöglegum innflytjendum." 

...

Hún snýst semsagt líka um það að opna öll landamæri landa og að fólk streymi óheft um heiminn. Glæpaklíkur myndu finna nýjar rætur, mansals og nauðgunarhringir yrðu enn sterkari, lögleysa myndi ríkja í sumum landa, sem ekki fá neitt við ráðið og í þessu lendir saklaust fólk, íbúar landanna og innflytjendur.

Fyrir mér er þessi áætlun byggð á algjöru kæruleysi og vanvirðingu við lönd og þjóðir eins og heimsmálin eru í dag og eins og hugmyndafræði, trúarbrögð, mannréttindi, siðir og fleira stangast alvarlega á á milli margra landa og þjóða. Það hlýtur hvert land og íbúar þess að eiga að ákveða hvort þeir vilji taka þátt í þesskonar óreiðu sem myndi myndast. Það skiptir flesta miklu máli að eiga sitt land, sitt heimili, sína bólfestu.

Það eru þó ákveðnir hópar sem dæmi hér á landi sem aðhlyllast alþjóðavæðingu - "No borders". Margir í þeirra hópi hugsa ekki lengra en nef þeirra nær, og sjá ekki að þeir eru leiksoppar í alþjóðavæðingu viðskiptaheimsins.

Sumir eru að halda því fram að það sé elítan í heiminum sem sé að stýra þessu, þ.e. spila með heiminn eftir því sem þeim þóknast í viðskiptafræðilegum tilgangi og að sýna vald sitt. En það er alveg hægt að byggja heiminn upp á góðum viðskiptum milli landa án þess að leyfa óheftan straum fólks. Afsakið, en við erum ekki tilraunaglas.

Hvað sem því líður, þá virðast vera einhver öfl í gangi sem telja að þannig eigi heimurinn að verða og enginn fær neinu um ráðið sem vill sjá heiminn þróast á sinn eigin hátt, án þesskonar afskipta. Þ.e. þróast og blómstra smátt og smátt með góðum viðskiptum á milli landa, skynsamri innflytjendastefnum, miðlun upplýsinga og þekkingar, náttúruvernd, friði, virðingu fyrir mannréttindum og dýpri skilningi á hinu mannlega eðli og fleiru sem væri til hagsbóta fyrir heiminn.

Ef heimurinn hefði engin landamæri þá myndaðist óreiða hvað varðar óheft streymi fólks. Einstaklingurinn er þannig gerður að hann býr til sín eigin landamæri og því myndi heimur án landamæra fljótlega fara að skiptast upp í landamæri aftur.

Við erum mjög gjörn á að skilagreina okkur, það er í eðli okkar og þannig setja upp ákveðin landamæri. Fólk er fljótt að finna út hver er með þeim og hver er gegn þeim eða á öndverðu meiði, og þannig mynda sín landamæri.

Fólk af ákveðnum uppruna og frá ákveðnum löndum og trúarbrögðum, heldur sig gjarnan saman og myndar þannig sín eigin landamæri. Við aðgreinum okkur gjarnan eftir þjóðerni, skoðunum, þekkingu, kyni, kynþætti, kynhneigð og jafnvel kynhegðun. Allt eru þetta ákveðin landamæri. Þessi landamæri eru í eðli okkar og ekkert að þeim. Þau eru líka varnarkerfi okkar og aðferð til að finna okkur sess.

Sum landamæri geta hins vegar reynst okkur erfið, ef við erum sett innan landamæra sem aðrir vilja skilgreina fyrir okkur. Setja okkur í hópa innan einhverra landamæra þar sem okkur finnst við ekki eiga heima. Þar vega ansi þungt skoðanahópar sem fólk er sett í af öðrum, án þess að þeir sem setja viðkomandi í þannig hóp geri sér grein fyrir því að viðkomandi er samansettur á margvíslegan hátt og ekki hægt að setja hann í einn hóp.

Í þeim glundroða sem myndi myndast í heiminum ef frjálst flæði fólks um heiminn myndi verða ofan á, myndu ákveðnir hópar með sín landamæri fara að reyna að taka yfir landið sem það byggi í. Þá erum við sérstaklega að tala um ákveðna trúarhópa, sem væru kannski komnir til landa sem hefðu verið byggð upp á allt annan hátt.

Ef öllu væri sleppt lausu, ef svo mætti að orði komast, myndu væntanlega flestir reyna að flytjast til ríkari landa í heiminum og þá sérstaklega landa sem hafa byggt upp velferðarkerfi. Innviðir þessara landa væru ekki í stakk búnir til að takast á við slíka innrás og myndu fjótlega hrynja.

Það fólk sem hefði byggt upp löndin væri sett í þá aðstöðu að réttur þeirra og eignir væri fótum troðið.

Staðreyndirnar eru varðandi alþjóðasamfélagið að hvert land, með sínar þjóðir og þjóðarbrot, þarf að byggja upp hjá sér á sinn hátt á þeim hraða sem íbúarnir vilja og í þá átt sem þeir vilja fara. Það finnst mér snúast um mannréttindi. 

Ég hef persónulega ekkert á móti innflytjendum og hef kynnst þeim mörgum, frábæru fólki. Ég og mikill fjöldi þjóðarinnar kærum okkur hins vegar ekki um að búa við þá streitu og óróleika sem fylgdi því að landamæri landsins okkar yrðu galopin. Við vitum öll um glæpaklíkurnar sem hafa myndast hér og þurfum ekki fleiri.

Nú er hinsvega Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins búinn að gefa það út að nú eigi að fara að opna öll landamæri?  

Hvers vegna hefur maðurinn þetta vald?  Hvaða maður er þetta eiginlega? 

Stöndum fyrir utan og látum ekki stjórna okkur eins og strengjabrúðum.

 


Bloggfærslur 17. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband